Eiturlyfjamarkaðurinn sá stöðugasti á Íslandi Sveinn Arnarsson skrifar 20. október 2018 09:00 Um aldamótin kostaði gramm af kókaíni um 25 þúsund krónur. Átján árum síðar kostar það fimmtán þúsund krónur. Fréttablaðið/GVA Verð á helstu fíkniefnum hér á landi hefur verið afar stöðugt það sem af er á þessari öld. Verðið lækkar mjög hægt en örugglega. Ytri hagsveiflur í íslensku efnahagslífi virðast ekki hafa nokkur áhrif á fíkniefnamarkaðinn hér á landi ef frá er talinn örlítill kippur árið 2008. Verð á kannabis fór hæst í um 5.000 krónur grammið í byrjun árs 2009 en hefur hægt og rólega leitað niður á við síðan þá, eða í rúman áratug. Er svo komið að nú tíu árum eftir hrun er verðið á gramminu komið undir þrjú þúsund krónurnar. Verð á hassi stendur í stað en bæði framboð og eftirspurn þar hefur nánast hrunið enda sinnir innlend framleiðsla kannabis öllum þeim markaði. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, segir mikið jafnvægi í framboði og eftirspurn. „Þetta er mjög stöðugur markaður þar sem verðið lækkar hægt og rólega. Markaðurinn á þessum efnum lýtur sömu lögmálum um framboð og eftirspurn og það hefur áhrif á verðið,“ segir Arnþór. „Það virðist vera þannig að það er alltaf nóg til af efnum og alltaf einhverjir á hinum endanum sem vilja nota efnin,“ heldur Arnþór áfram. „Það kostar alltaf minna og minna að kaupa þessi efni en það gerði hér áður fyrr, það er bara þannig.“ Sama þróun hefur átt sér stað í verðlagningu amfetamíns og kókaíns. Um aldamótin kostaði grammið af kókaíni hérlendis um 25.000 krónur. Nú, átján árum síðar, kostar grammið um fimmtán þúsund krónur og sama þróun á sér stað í amfetamíni sem hefur lækkað um helming á þessu tímabili. Arnþór segir einnig að SÁÁ sé með verðkannanir á ópíóðum og menn séu að nota þau lyf í meiri mæli. „Einnig liggur það fyrir að fleiri og fleiri þurfa á okkar þjónustu að halda,“ bendir formaður SÁÁ sömuleiðis á. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Verð á helstu fíkniefnum hér á landi hefur verið afar stöðugt það sem af er á þessari öld. Verðið lækkar mjög hægt en örugglega. Ytri hagsveiflur í íslensku efnahagslífi virðast ekki hafa nokkur áhrif á fíkniefnamarkaðinn hér á landi ef frá er talinn örlítill kippur árið 2008. Verð á kannabis fór hæst í um 5.000 krónur grammið í byrjun árs 2009 en hefur hægt og rólega leitað niður á við síðan þá, eða í rúman áratug. Er svo komið að nú tíu árum eftir hrun er verðið á gramminu komið undir þrjú þúsund krónurnar. Verð á hassi stendur í stað en bæði framboð og eftirspurn þar hefur nánast hrunið enda sinnir innlend framleiðsla kannabis öllum þeim markaði. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, segir mikið jafnvægi í framboði og eftirspurn. „Þetta er mjög stöðugur markaður þar sem verðið lækkar hægt og rólega. Markaðurinn á þessum efnum lýtur sömu lögmálum um framboð og eftirspurn og það hefur áhrif á verðið,“ segir Arnþór. „Það virðist vera þannig að það er alltaf nóg til af efnum og alltaf einhverjir á hinum endanum sem vilja nota efnin,“ heldur Arnþór áfram. „Það kostar alltaf minna og minna að kaupa þessi efni en það gerði hér áður fyrr, það er bara þannig.“ Sama þróun hefur átt sér stað í verðlagningu amfetamíns og kókaíns. Um aldamótin kostaði grammið af kókaíni hérlendis um 25.000 krónur. Nú, átján árum síðar, kostar grammið um fimmtán þúsund krónur og sama þróun á sér stað í amfetamíni sem hefur lækkað um helming á þessu tímabili. Arnþór segir einnig að SÁÁ sé með verðkannanir á ópíóðum og menn séu að nota þau lyf í meiri mæli. „Einnig liggur það fyrir að fleiri og fleiri þurfa á okkar þjónustu að halda,“ bendir formaður SÁÁ sömuleiðis á.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira