Eiturlyfjamarkaðurinn sá stöðugasti á Íslandi Sveinn Arnarsson skrifar 20. október 2018 09:00 Um aldamótin kostaði gramm af kókaíni um 25 þúsund krónur. Átján árum síðar kostar það fimmtán þúsund krónur. Fréttablaðið/GVA Verð á helstu fíkniefnum hér á landi hefur verið afar stöðugt það sem af er á þessari öld. Verðið lækkar mjög hægt en örugglega. Ytri hagsveiflur í íslensku efnahagslífi virðast ekki hafa nokkur áhrif á fíkniefnamarkaðinn hér á landi ef frá er talinn örlítill kippur árið 2008. Verð á kannabis fór hæst í um 5.000 krónur grammið í byrjun árs 2009 en hefur hægt og rólega leitað niður á við síðan þá, eða í rúman áratug. Er svo komið að nú tíu árum eftir hrun er verðið á gramminu komið undir þrjú þúsund krónurnar. Verð á hassi stendur í stað en bæði framboð og eftirspurn þar hefur nánast hrunið enda sinnir innlend framleiðsla kannabis öllum þeim markaði. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, segir mikið jafnvægi í framboði og eftirspurn. „Þetta er mjög stöðugur markaður þar sem verðið lækkar hægt og rólega. Markaðurinn á þessum efnum lýtur sömu lögmálum um framboð og eftirspurn og það hefur áhrif á verðið,“ segir Arnþór. „Það virðist vera þannig að það er alltaf nóg til af efnum og alltaf einhverjir á hinum endanum sem vilja nota efnin,“ heldur Arnþór áfram. „Það kostar alltaf minna og minna að kaupa þessi efni en það gerði hér áður fyrr, það er bara þannig.“ Sama þróun hefur átt sér stað í verðlagningu amfetamíns og kókaíns. Um aldamótin kostaði grammið af kókaíni hérlendis um 25.000 krónur. Nú, átján árum síðar, kostar grammið um fimmtán þúsund krónur og sama þróun á sér stað í amfetamíni sem hefur lækkað um helming á þessu tímabili. Arnþór segir einnig að SÁÁ sé með verðkannanir á ópíóðum og menn séu að nota þau lyf í meiri mæli. „Einnig liggur það fyrir að fleiri og fleiri þurfa á okkar þjónustu að halda,“ bendir formaður SÁÁ sömuleiðis á. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Verð á helstu fíkniefnum hér á landi hefur verið afar stöðugt það sem af er á þessari öld. Verðið lækkar mjög hægt en örugglega. Ytri hagsveiflur í íslensku efnahagslífi virðast ekki hafa nokkur áhrif á fíkniefnamarkaðinn hér á landi ef frá er talinn örlítill kippur árið 2008. Verð á kannabis fór hæst í um 5.000 krónur grammið í byrjun árs 2009 en hefur hægt og rólega leitað niður á við síðan þá, eða í rúman áratug. Er svo komið að nú tíu árum eftir hrun er verðið á gramminu komið undir þrjú þúsund krónurnar. Verð á hassi stendur í stað en bæði framboð og eftirspurn þar hefur nánast hrunið enda sinnir innlend framleiðsla kannabis öllum þeim markaði. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, segir mikið jafnvægi í framboði og eftirspurn. „Þetta er mjög stöðugur markaður þar sem verðið lækkar hægt og rólega. Markaðurinn á þessum efnum lýtur sömu lögmálum um framboð og eftirspurn og það hefur áhrif á verðið,“ segir Arnþór. „Það virðist vera þannig að það er alltaf nóg til af efnum og alltaf einhverjir á hinum endanum sem vilja nota efnin,“ heldur Arnþór áfram. „Það kostar alltaf minna og minna að kaupa þessi efni en það gerði hér áður fyrr, það er bara þannig.“ Sama þróun hefur átt sér stað í verðlagningu amfetamíns og kókaíns. Um aldamótin kostaði grammið af kókaíni hérlendis um 25.000 krónur. Nú, átján árum síðar, kostar grammið um fimmtán þúsund krónur og sama þróun á sér stað í amfetamíni sem hefur lækkað um helming á þessu tímabili. Arnþór segir einnig að SÁÁ sé með verðkannanir á ópíóðum og menn séu að nota þau lyf í meiri mæli. „Einnig liggur það fyrir að fleiri og fleiri þurfa á okkar þjónustu að halda,“ bendir formaður SÁÁ sömuleiðis á.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira