Stjórnendur Facebook-hópsins umdeilda leggja til að Jón Steinar prófi sitt eigið meðal Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2018 09:56 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og stjórnendur Facebook-hópsins,Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, Sóley Tómasdóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir. Mynd/Samsett Stjórnendur Facebook-hópsins „Karlar gera merkilega hluti“ segja að hópurinn sé mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verði hvorki útskýrð né rökrædd við mann sem skrifi feðraveldi innan gæsalappa og skilji ekki hvað „öruggt svæði er.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Sóley Tómasdóttir, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir sendu á fjölmiðla í dag. Maðurinn sem vísað er til í yfirlýsingunni er lögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson. Hann skrifaði grein í Morgunblaðið þar sem hann sagði að honum blöskraði umfjöllunin um sig, þar sem hann væri meðal annars kallaður „viðbjóður“, „ógeð og „illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér“. Fjölmiðlakonan Marta María Jónasdóttir, umsjónarmaður Smartlandsins á Mbl.is, tók í sama streng og þá sagðist Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, hafa orðið afar stuðuð er hún las þau ummæli sem höfð voru um Jón Steinar. Í hópnum eru um tíu þúsund meðlimir og í yfirlýsingu stjórnenda hópsins segr að tilgangur hans sé að vera „lifandi vettvangur fyrir konur til að fá útrás í heimi þar sem karllæg gildi eru metin ofar kvenlægum.“ Þar sé gert góðlátlegt grín að fréttamati fjölmiðla sem hafi framlag kvenna til samfélagsins sjaldnast til umfjöllunar á meðan „hver karlahópurinn á fætur öðrum er mærður fyrir skóflustungur og boltaspark.“Hópurinn Karlar gera merkilega hluti telur rúmlega 9400 meðlimi á Facebook.Vilja ekki rökræða við Jón Steinar Í yfirlýsingunni eru eðli þeirra ummæla sem Jón Steinar tíndi til og farið hafa fyrir brjóstið á sumum útskýrð og sett í samhengi. „Í umfjöllun um hópinn undanfarna daga hafa verið tínd til ummæli sem sum hver hafa verið óviðeigandi. Þó skal tekið fram að flest þeirra eru látin falla vegna viðtals þar sem þekktur verjandi kynferðisafbrotamanna ætlaðist til þess að þolendur fyrirgæfu gerendum sínum. Í viðtalinu kom Jón Steinar Róbert Downey til varnar, en hann var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum fyrir tíu árum,“ segir í yfirlýsingunni. „Kannski ætti lögmaðurinn að prófa sitt eigið meðal og fyrirgefa konunum sem tala um hann á internetinu frekar en að hringja í þær og skrifa um þær greinar í blöðin,“ segir ennfremur. Þá segjast þær ekki hafa áhuga á því að setjast niður með Jóni Steinari en í grein hans sagðist hann hafa reynt að hringja í sumar þær konur sem létu þau ummæli falla sem hann fjallaði um í grein sinni. Segja þær jafnframt að hópurinn sé mikilvægur og valdeflandi vettvangur. „Karlar gera merkilega hluti er mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verður hvorki útskýrð eða rökrædd við mann sem skrifar feðraveldi innan gæsalappa og skilur ekki hvað „öruggt svæði“ er.“ Ætla stjórnendur hópsins einnig að leggja sig fram við að stýra hópnum og gæta þess að umræða þar haldi sig innan siðferðismarka, þó vissulega geti einstök umræða og ummæli farið fram hjá stjórnendum hópsins. Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Marta María „varð fyrir strætó“ í Karlmenn gera merkilega hluti Marta María Jónasdóttir, umsjónarmaður Smartlandsins á Mbl.is, segist þekkja það af eigin raun að verða fyrir níði í Facebook-hópnum Karlmenn gera merkilega hluti. 19. október 2018 13:45 Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira
Stjórnendur Facebook-hópsins „Karlar gera merkilega hluti“ segja að hópurinn sé mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verði hvorki útskýrð né rökrædd við mann sem skrifi feðraveldi innan gæsalappa og skilji ekki hvað „öruggt svæði er.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Sóley Tómasdóttir, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir sendu á fjölmiðla í dag. Maðurinn sem vísað er til í yfirlýsingunni er lögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson. Hann skrifaði grein í Morgunblaðið þar sem hann sagði að honum blöskraði umfjöllunin um sig, þar sem hann væri meðal annars kallaður „viðbjóður“, „ógeð og „illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér“. Fjölmiðlakonan Marta María Jónasdóttir, umsjónarmaður Smartlandsins á Mbl.is, tók í sama streng og þá sagðist Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, hafa orðið afar stuðuð er hún las þau ummæli sem höfð voru um Jón Steinar. Í hópnum eru um tíu þúsund meðlimir og í yfirlýsingu stjórnenda hópsins segr að tilgangur hans sé að vera „lifandi vettvangur fyrir konur til að fá útrás í heimi þar sem karllæg gildi eru metin ofar kvenlægum.“ Þar sé gert góðlátlegt grín að fréttamati fjölmiðla sem hafi framlag kvenna til samfélagsins sjaldnast til umfjöllunar á meðan „hver karlahópurinn á fætur öðrum er mærður fyrir skóflustungur og boltaspark.“Hópurinn Karlar gera merkilega hluti telur rúmlega 9400 meðlimi á Facebook.Vilja ekki rökræða við Jón Steinar Í yfirlýsingunni eru eðli þeirra ummæla sem Jón Steinar tíndi til og farið hafa fyrir brjóstið á sumum útskýrð og sett í samhengi. „Í umfjöllun um hópinn undanfarna daga hafa verið tínd til ummæli sem sum hver hafa verið óviðeigandi. Þó skal tekið fram að flest þeirra eru látin falla vegna viðtals þar sem þekktur verjandi kynferðisafbrotamanna ætlaðist til þess að þolendur fyrirgæfu gerendum sínum. Í viðtalinu kom Jón Steinar Róbert Downey til varnar, en hann var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum fyrir tíu árum,“ segir í yfirlýsingunni. „Kannski ætti lögmaðurinn að prófa sitt eigið meðal og fyrirgefa konunum sem tala um hann á internetinu frekar en að hringja í þær og skrifa um þær greinar í blöðin,“ segir ennfremur. Þá segjast þær ekki hafa áhuga á því að setjast niður með Jóni Steinari en í grein hans sagðist hann hafa reynt að hringja í sumar þær konur sem létu þau ummæli falla sem hann fjallaði um í grein sinni. Segja þær jafnframt að hópurinn sé mikilvægur og valdeflandi vettvangur. „Karlar gera merkilega hluti er mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verður hvorki útskýrð eða rökrædd við mann sem skrifar feðraveldi innan gæsalappa og skilur ekki hvað „öruggt svæði“ er.“ Ætla stjórnendur hópsins einnig að leggja sig fram við að stýra hópnum og gæta þess að umræða þar haldi sig innan siðferðismarka, þó vissulega geti einstök umræða og ummæli farið fram hjá stjórnendum hópsins.
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Marta María „varð fyrir strætó“ í Karlmenn gera merkilega hluti Marta María Jónasdóttir, umsjónarmaður Smartlandsins á Mbl.is, segist þekkja það af eigin raun að verða fyrir níði í Facebook-hópnum Karlmenn gera merkilega hluti. 19. október 2018 13:45 Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira
Marta María „varð fyrir strætó“ í Karlmenn gera merkilega hluti Marta María Jónasdóttir, umsjónarmaður Smartlandsins á Mbl.is, segist þekkja það af eigin raun að verða fyrir níði í Facebook-hópnum Karlmenn gera merkilega hluti. 19. október 2018 13:45
Kallaður viðbjóður, ógeð og illfygliskarlagerpi sem þurfi að fokka sér Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir hrollvekjandi að líta inn í hugarheim þeirra sem tjá sig um hann í hópnum "Karlar gera merkilega hluti“ á Facebook. 19. október 2018 07:15