Makedónska þingið samþykkir að breyta nafni landsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. október 2018 17:53 Zoran Zaev, forsætisráðherra Makedóníu, ræðir við fjölmiðla eftir atkvæðagreiðslu þingsins í gær. Vísir/AP Makedónska þingið samþykkti í gær að breyta nafni landsins, sem heitir nú formlega lýðveldið Makedónía. Gangi nafnabreytingin í gegn mun ríkið heita Norður-Makedónía. Með nafnabreytingunni vonast Makedóníumenn til þess að binda enda á áratugalangar deilur milli Makedóníu og Grikklands, en Grikkir hafa haldið því fram að í nafni Makedóníu felist tilkall til landsvæðis sem liggur innan landamæra Grikklands. Þá mun Makedónía færast nær markmiði sínu um að gerast aðildarríki Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins, en Grikkir hafa hingað til hindrað allar tilraunir Makedóníumanna til inngöngu í samböndin einmitt vegna áðurnefndrar nafnadeilu. Þrátt fyrir að þingið hafi samþykkt nafnabreytinguna, sem felur í sér breytingu á stjórnarskrá landsins, er enn nokkuð langt í að breytingin nái fram að ganga. Kjósa þarf nokkrum sinnum um breytinguna og var atkvæðagreiðsla þingsins sú fyrsta sem fram hefur farið um málið. Þó eru makedónskir ráðamenn nokkuð bjartsýnir um að nafnabreytingin verði að veruleika. „Í dag er sögulegur dagur fyrir landið okkar,“ sagði forsætisráðherra Makedóníu, Zoran Zaev. „Makedónía verður hluti af Evrópufjölskyldunni og draumar okkar um betra líf í betra landi verða loks að veruleika.“ Erlent Evrópusambandið Grikkland Norður-Makedónía Tengdar fréttir Náðu ekki að breyta nafninu í Norður-Makedónía Of lítil kjörsókn var í þjóðaratkvæðagreiðslu Makedóna um að breyta nafni ríkisins í Norður-Makedónía til að atkvæðagreiðslan teljist bindandi. 1. október 2018 07:00 Makedónskir þingmenn greiða atkvæði um nýtt nafn á landinu Makedónska þingið mun í dag greiða atkvæði um stjórnarskrárbreytingu sem felur í sér að Makedónía skipti um nafn og verði þekkt undir nafninu Norður-Makedónía. 15. október 2018 09:56 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Makedónska þingið samþykkti í gær að breyta nafni landsins, sem heitir nú formlega lýðveldið Makedónía. Gangi nafnabreytingin í gegn mun ríkið heita Norður-Makedónía. Með nafnabreytingunni vonast Makedóníumenn til þess að binda enda á áratugalangar deilur milli Makedóníu og Grikklands, en Grikkir hafa haldið því fram að í nafni Makedóníu felist tilkall til landsvæðis sem liggur innan landamæra Grikklands. Þá mun Makedónía færast nær markmiði sínu um að gerast aðildarríki Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins, en Grikkir hafa hingað til hindrað allar tilraunir Makedóníumanna til inngöngu í samböndin einmitt vegna áðurnefndrar nafnadeilu. Þrátt fyrir að þingið hafi samþykkt nafnabreytinguna, sem felur í sér breytingu á stjórnarskrá landsins, er enn nokkuð langt í að breytingin nái fram að ganga. Kjósa þarf nokkrum sinnum um breytinguna og var atkvæðagreiðsla þingsins sú fyrsta sem fram hefur farið um málið. Þó eru makedónskir ráðamenn nokkuð bjartsýnir um að nafnabreytingin verði að veruleika. „Í dag er sögulegur dagur fyrir landið okkar,“ sagði forsætisráðherra Makedóníu, Zoran Zaev. „Makedónía verður hluti af Evrópufjölskyldunni og draumar okkar um betra líf í betra landi verða loks að veruleika.“
Erlent Evrópusambandið Grikkland Norður-Makedónía Tengdar fréttir Náðu ekki að breyta nafninu í Norður-Makedónía Of lítil kjörsókn var í þjóðaratkvæðagreiðslu Makedóna um að breyta nafni ríkisins í Norður-Makedónía til að atkvæðagreiðslan teljist bindandi. 1. október 2018 07:00 Makedónskir þingmenn greiða atkvæði um nýtt nafn á landinu Makedónska þingið mun í dag greiða atkvæði um stjórnarskrárbreytingu sem felur í sér að Makedónía skipti um nafn og verði þekkt undir nafninu Norður-Makedónía. 15. október 2018 09:56 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Náðu ekki að breyta nafninu í Norður-Makedónía Of lítil kjörsókn var í þjóðaratkvæðagreiðslu Makedóna um að breyta nafni ríkisins í Norður-Makedónía til að atkvæðagreiðslan teljist bindandi. 1. október 2018 07:00
Makedónskir þingmenn greiða atkvæði um nýtt nafn á landinu Makedónska þingið mun í dag greiða atkvæði um stjórnarskrárbreytingu sem felur í sér að Makedónía skipti um nafn og verði þekkt undir nafninu Norður-Makedónía. 15. október 2018 09:56