Körfubolti

Harden stal senunni í fyrsta heimaleik LeBron

Arnar Geir Halldórsson skrifar
LeBron var aðalnúmerið fyrir leik en Harden tók svo yfir
LeBron var aðalnúmerið fyrir leik en Harden tók svo yfir vísir/getty
LeBron James lék sinn fyrsta leik með LA Lakers í Staples Center í nótt þegar liðið fékk Houston Rockets í heimsókn og var mikil eftirvænting fyrir frumraun kappans í borg englanna.

Þegar leikurinn hófst var það hins vegar James Harden sem stal senunni og sá til þess að Houston Rockets vann nokkuð öruggan níu stiga sigur, 115-124.

LeBron skoraði 28 stig, tók 5 fráköst og gaf 5 stoðsendingar en hann var stigahæstur Lakers manna sem hafa tapað báðum leikjum sínum til þessa. Harden skoraði 36 stig og Chris Paul var sömuleiðis atkvæðamikill með 28 stig og 10 stoðsendingar.

Portland Trail Blazers byrjar tímabilið vel en liðið vann þrettán stiga sigur á San Antonio Spurs í nótt, 121-108. Toronto Raptors vann fjögurra stiga sigur á Washington Wizards, 117-113 á meðan Boston Celtics marði New York Knicks, 103-101.

Úrslit næturinnar



Indiana Pacers 132-112 Brooklyn Nets

Washington Wizards 113-117 Toronto Raptors

New York Knicks 101-103 Boston Celtic

Philadelphia 76ers 116-115 Orlando Magic

Miami Heat 112-113 Charlotte Hornets

Chicago Bulls 116-118 Detroit Pistons

Dallas Mavericks 140-136 Minnesota Timberwolves

Denver Nuggets 119-91 Phoenix Suns

Portland Trail Blazers 121-108 San Antonio Spurs

Los Angeles Lakers 115-124 Houston Rockets

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×