Birtir mynd af skemmdunum á rúðu Icelandair-vélarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2018 09:45 Vélin sem sótti farþegana til Kanada lenti í morgun. Vísir/Vilhelm Eins og greint var frá í gær þurfti flugvél Icelandair á leið frá Orlando til Íslands að lenda á herflugvelli í Kanada eftir að sprungur mynduðust á framrúðu vélarinnar. Flugáhugamaður hefur nú birt mynd af skemmdunum. Líkt og sjá má hér fyrir neðan eru sprungurnar töluverðar en í samtali við Vísi í gær sagði einn af farþegum vélarinnar að hann hafi fengið þær upplýsingar að stærsta sprungan væri um 20 sentimetra löng.Í samtali við Vísi í gær sagði Guðjón J. Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að flugmenn vélarinnar hafi fylgt verklagi þegar aðstæður sem þessar skapast og lent vélinni á næsta tiltæka flugvelli. Engin hætta var á ferðum þrátt fyrir að farþegar hafi tekið misvel í það hversu hröð lendingin var en farþeginn sem Vísir ræddi við í gær sagðist hafa róast mikið þegar flugstjórinn lét farþega vita að þrátt fyrir að nauðsynlegt væri að lenda vélinni, hefði hann fulla stjórn á henni. Um 160 farþegar voru um borð og fóru þeir á hótel. Icelandair sendi svo aðra flugvél til Kanada til þess að sækja farþegana en með í för voru flugvirkjar og varahlutir til þess að gera við framrúðuna. Flugvélin sem fór að sækja farþegana lenti svo á Íslandi í morgun.Myndina af skemmdunum má sjá hér að neðan.PHOTO SHATTERED WINDOW Yesterday’s Icelandair #FI688 Orlando to Reykjavik suffered a broken windshield while at cruise altitude. Flight diverted to Bagotville. Passengers stayed in hotels overnight are now continuing their journey in a replacement aircraft. Maxime Vibert-Ward pic.twitter.com/DRso2DbIu0 — Tom Podolec Aviation (@TomPodolec) October 21, 2018 Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugvél Icelandair lenti á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu Flugvél Icelandair á leið frá Orlando í Bandaríkjunum var lent á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar. 20. október 2018 09:08 Farþegarnir tóku misvel í það hversu hratt flugvélinni var lent Það tók aðeins um tíu mínútur frá því að farþegum um borð í vél Icelandair á leið frá Orlando var tilkynnt að lenda þyrfti vélinni á flugvelli í Kanada þangað til vélin var lent. Farþegi um borð segir að viðbrögð farþega við atburðarrásinni hafi verið mjög mismunandi. 20. október 2018 11:30 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Eins og greint var frá í gær þurfti flugvél Icelandair á leið frá Orlando til Íslands að lenda á herflugvelli í Kanada eftir að sprungur mynduðust á framrúðu vélarinnar. Flugáhugamaður hefur nú birt mynd af skemmdunum. Líkt og sjá má hér fyrir neðan eru sprungurnar töluverðar en í samtali við Vísi í gær sagði einn af farþegum vélarinnar að hann hafi fengið þær upplýsingar að stærsta sprungan væri um 20 sentimetra löng.Í samtali við Vísi í gær sagði Guðjón J. Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, að flugmenn vélarinnar hafi fylgt verklagi þegar aðstæður sem þessar skapast og lent vélinni á næsta tiltæka flugvelli. Engin hætta var á ferðum þrátt fyrir að farþegar hafi tekið misvel í það hversu hröð lendingin var en farþeginn sem Vísir ræddi við í gær sagðist hafa róast mikið þegar flugstjórinn lét farþega vita að þrátt fyrir að nauðsynlegt væri að lenda vélinni, hefði hann fulla stjórn á henni. Um 160 farþegar voru um borð og fóru þeir á hótel. Icelandair sendi svo aðra flugvél til Kanada til þess að sækja farþegana en með í för voru flugvirkjar og varahlutir til þess að gera við framrúðuna. Flugvélin sem fór að sækja farþegana lenti svo á Íslandi í morgun.Myndina af skemmdunum má sjá hér að neðan.PHOTO SHATTERED WINDOW Yesterday’s Icelandair #FI688 Orlando to Reykjavik suffered a broken windshield while at cruise altitude. Flight diverted to Bagotville. Passengers stayed in hotels overnight are now continuing their journey in a replacement aircraft. Maxime Vibert-Ward pic.twitter.com/DRso2DbIu0 — Tom Podolec Aviation (@TomPodolec) October 21, 2018
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugvél Icelandair lenti á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu Flugvél Icelandair á leið frá Orlando í Bandaríkjunum var lent á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar. 20. október 2018 09:08 Farþegarnir tóku misvel í það hversu hratt flugvélinni var lent Það tók aðeins um tíu mínútur frá því að farþegum um borð í vél Icelandair á leið frá Orlando var tilkynnt að lenda þyrfti vélinni á flugvelli í Kanada þangað til vélin var lent. Farþegi um borð segir að viðbrögð farþega við atburðarrásinni hafi verið mjög mismunandi. 20. október 2018 11:30 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Flugvél Icelandair lenti á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu Flugvél Icelandair á leið frá Orlando í Bandaríkjunum var lent á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar. 20. október 2018 09:08
Farþegarnir tóku misvel í það hversu hratt flugvélinni var lent Það tók aðeins um tíu mínútur frá því að farþegum um borð í vél Icelandair á leið frá Orlando var tilkynnt að lenda þyrfti vélinni á flugvelli í Kanada þangað til vélin var lent. Farþegi um borð segir að viðbrögð farþega við atburðarrásinni hafi verið mjög mismunandi. 20. október 2018 11:30