Um fimm þúsund flóttamenn við landamæri Mexíkó Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. október 2018 19:07 Flóttamenn vaða milli Gvatemala og Mexíkó. Lokatakmark þeirra er að komast til Bandaríkjanna. Vísir/Getty Þúsundir hondúrskra flóttamanna eru nú við landamæri Mexíkó og Gvatemala þar sem þeir freista þess að komast inn í Mexíkó og halda áfram för sinni frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. Í gærkvöldi höfðu um tvö þúsund manns safnast saman Mexíkómegin landamæranna en fjöldi þeirra sem freistuðu þess að komast inn í landið meira en tvöfaldaðist í nótt en áætlað er að um fimm þúsund manns hafi tekist það síðan í gærkvöldi. Í morgun voru enn um fimmtán hundruð manns sem biðu þess að fá inngöngu í Mexíkó á löglegan máta, en þegar leið á daginn urðu margir flóttamannanna óþolinmóðir og brugðu á það ráð að synda, vaða eða sigla yfir Suchiate, sem er áin sem skilur að Gvatemala og Mexíkó. Þeir sem kusu að fara fram hjá landamæraeftirliti Mexíkó gerðu það í augsýn landamæravarða en voru þó ekki handteknir við komuna til landsins. Mexíkóar á svæðinu mættu flóttafólkinu með lófataki og gjöfum á borð við mat og klæðnað. „Enginn getur stöðvað okkur, aðeins Guð,“ hefur Guardian eftir Olivin Castello, hondúrskum manni á sextugsaldri, en hann er einn þeirra sem flýr nú glæpaöldu og fátækt Hondúras og vill freista þess að komast til Bandaríkjanna í von um betra líf. „Við spörkuðum niður hurðinni og höldum áfram að ganga. Ég get gert þetta.“ Bandaríkin Erlent Flóttamenn Tengdar fréttir Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Þúsundir hondúrskra flóttamanna eru nú við landamæri Mexíkó og Gvatemala þar sem þeir freista þess að komast inn í Mexíkó og halda áfram för sinni frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. Í gærkvöldi höfðu um tvö þúsund manns safnast saman Mexíkómegin landamæranna en fjöldi þeirra sem freistuðu þess að komast inn í landið meira en tvöfaldaðist í nótt en áætlað er að um fimm þúsund manns hafi tekist það síðan í gærkvöldi. Í morgun voru enn um fimmtán hundruð manns sem biðu þess að fá inngöngu í Mexíkó á löglegan máta, en þegar leið á daginn urðu margir flóttamannanna óþolinmóðir og brugðu á það ráð að synda, vaða eða sigla yfir Suchiate, sem er áin sem skilur að Gvatemala og Mexíkó. Þeir sem kusu að fara fram hjá landamæraeftirliti Mexíkó gerðu það í augsýn landamæravarða en voru þó ekki handteknir við komuna til landsins. Mexíkóar á svæðinu mættu flóttafólkinu með lófataki og gjöfum á borð við mat og klæðnað. „Enginn getur stöðvað okkur, aðeins Guð,“ hefur Guardian eftir Olivin Castello, hondúrskum manni á sextugsaldri, en hann er einn þeirra sem flýr nú glæpaöldu og fátækt Hondúras og vill freista þess að komast til Bandaríkjanna í von um betra líf. „Við spörkuðum niður hurðinni og höldum áfram að ganga. Ég get gert þetta.“
Bandaríkin Erlent Flóttamenn Tengdar fréttir Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Hótar að kalla út herinn til að loka landamærum Donald Trump sagði þetta á Twitter í kvöld eftir að fregnir bárust af rúmlega þrjú þúsund farandfólki á leið norður frá Suður-Ameríku. 18. október 2018 23:44