Ríkisstjórn Ítalíu virðir athugasemdir ESB að vettugi Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. október 2018 18:30 Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að virða að vettugi reglur Evrópusambandsins um opinber fjármál og ætlar að skila fjárlagafrumvarpi með halla sem brýtur gegn reglunum þrátt fyrir athugasemdir og aðfinnslur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Forsætisáðherra Ítalíu segir að landið sé ekki á leið út úr ESB. Öll aðildarríki Evrópusambandsins þurfa að fylgja reglum um opinber fjármál sem eru ekki ósvipuð íslenskum lögum um sama efni sem Alþingi samþykkti árið 2015. Tilgangurinn með reglunum er að tryggja fjármálastöðugleika svo ríkisstjórnir freistist ekki til að stórauka ríkisútgjöld jafnvel þótt hávær krafa sé um það frá kjósendum. Þær fela í sér að ríki ESB hafi samráð um fjárlagagerð og skuldir og útgjöld aðildarríkja þurfi að vera undir ákveðnu viðmiði sem hlutfall af landsframleiðslu. Ríkisstjórn Ítalíu tilkynnti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í dag að hún hygðist ekki breyta fjárlagafrumvarpi næsta árs svo það uppfylli reglurnar þrátt fyrir athugasemdir framkvæmdastjórnarinnar. Frumvarpið eykur fjárlagahallann á Ítalíu upp í 2,4 prósent af vergri landsframleiðslu sem er þrefalt meira en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar. Giovanni Tria efnahagsmálaráðherra Ítalíu segir í bréfi til framkvæmdastjórnarinnar að ríkisstjórn Ítalíu telji nauðsynlegt að auka ríkisútgjöld til að styðja við hagvöxt í landinu eftir áratug af kyrrstöðu eftir alþjóðlegu fjármálarkeppuna. Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu sagði á blaðamannafundi í dag að Ítalir væru ekki á leið út úr Evrópusambandinu þrátt fyrir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að auka ríkisútgjöld og fara gegn reglum ESB um opinber fjármál. Hann kallaði eftir samtali við stofnanir ESB vegna fjárlagafrumvarpsins. Framkvæmdastjórn ESB sagði í síðustu viku að fjárlagafrumvarp Ítalíu væri án fordæma í sögu Evrópusambandsins. Framkvæmdastjórnin ætlar að bregðast formlega við bréfi ríkisstjórnar Ítalíu á morgun. Ef framkvæmdastjórnin fer fram á endurskoðun fjárlagafrumvarpsins verður það í fyrsta sinn sem slík krafa er gerð til aðildarríkis sambandsins og hefur ríkisstjórn Ítalíu þá þrjár vikur til að bregðast við kröfu um slíkt. Á meðal þeirra flokka sem eiga aðild að samsteypustjórn Ítalíu, sem var mynduð eftir síðustu kosningar, eru Fimm stjörnu hreyfingin og Lega sem áður bauð fram undir heitinu Leganord en báðir flokkarnir eru yfirleitt bendlaðir við þjóðernispopúlisma í umræðu um ítölsk stjórnmál. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að virða að vettugi reglur Evrópusambandsins um opinber fjármál og ætlar að skila fjárlagafrumvarpi með halla sem brýtur gegn reglunum þrátt fyrir athugasemdir og aðfinnslur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Forsætisáðherra Ítalíu segir að landið sé ekki á leið út úr ESB. Öll aðildarríki Evrópusambandsins þurfa að fylgja reglum um opinber fjármál sem eru ekki ósvipuð íslenskum lögum um sama efni sem Alþingi samþykkti árið 2015. Tilgangurinn með reglunum er að tryggja fjármálastöðugleika svo ríkisstjórnir freistist ekki til að stórauka ríkisútgjöld jafnvel þótt hávær krafa sé um það frá kjósendum. Þær fela í sér að ríki ESB hafi samráð um fjárlagagerð og skuldir og útgjöld aðildarríkja þurfi að vera undir ákveðnu viðmiði sem hlutfall af landsframleiðslu. Ríkisstjórn Ítalíu tilkynnti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í dag að hún hygðist ekki breyta fjárlagafrumvarpi næsta árs svo það uppfylli reglurnar þrátt fyrir athugasemdir framkvæmdastjórnarinnar. Frumvarpið eykur fjárlagahallann á Ítalíu upp í 2,4 prósent af vergri landsframleiðslu sem er þrefalt meira en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar. Giovanni Tria efnahagsmálaráðherra Ítalíu segir í bréfi til framkvæmdastjórnarinnar að ríkisstjórn Ítalíu telji nauðsynlegt að auka ríkisútgjöld til að styðja við hagvöxt í landinu eftir áratug af kyrrstöðu eftir alþjóðlegu fjármálarkeppuna. Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu sagði á blaðamannafundi í dag að Ítalir væru ekki á leið út úr Evrópusambandinu þrátt fyrir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að auka ríkisútgjöld og fara gegn reglum ESB um opinber fjármál. Hann kallaði eftir samtali við stofnanir ESB vegna fjárlagafrumvarpsins. Framkvæmdastjórn ESB sagði í síðustu viku að fjárlagafrumvarp Ítalíu væri án fordæma í sögu Evrópusambandsins. Framkvæmdastjórnin ætlar að bregðast formlega við bréfi ríkisstjórnar Ítalíu á morgun. Ef framkvæmdastjórnin fer fram á endurskoðun fjárlagafrumvarpsins verður það í fyrsta sinn sem slík krafa er gerð til aðildarríkis sambandsins og hefur ríkisstjórn Ítalíu þá þrjár vikur til að bregðast við kröfu um slíkt. Á meðal þeirra flokka sem eiga aðild að samsteypustjórn Ítalíu, sem var mynduð eftir síðustu kosningar, eru Fimm stjörnu hreyfingin og Lega sem áður bauð fram undir heitinu Leganord en báðir flokkarnir eru yfirleitt bendlaðir við þjóðernispopúlisma í umræðu um ítölsk stjórnmál.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira