Bandarískum herskipum siglt nærri Taívan Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2018 18:13 Bandaríkin hafa verið að auka umsvif flotans í Kyrrahafi. USS Ronald Reagan, skipið á myndinni, var ekki eitt þeirra sem siglt var um Taívan-sund. AP/Bullit Marquez Tveimur bandarískum herskipum var í dag siglt um Taívan-sund. Slíkar siglingar mæta verulegum mótmælum í Kína og er þó nokkur spenna á milli ríkjanna. Þá hefur spennan á milli Kína og Taívan sömuleiðis aukist að undanförnu Þetta var í annað sinn sem Bandaríkin senda herskip um svæðið. Í yfirlýsingu til Reuters sagði talsmaður Kyrrahafsflota Bandaríkjanna að siglingum sem þessum væri ætlað að tryggja frjálsar ferðir um heimshöfin. Ferðum þessum hefur þó fjölgað að undanförnu „Floti Bandaríkjanna mun áfram fljúga, sigla og starfa alls staðar þar sem alþjóðalög leyfa,“ sagði Nate Christensen. Bandaríkin eiga ekki í opinberum samskiptum við Taívan en ríkin eru þó með varnarsáttmála og Bandaríkin útvega Taívan nánast öll þeirra vopn. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Yfirvöld Kína hafa sett aukinn þrýsting á Taívan að undanförnu eftir að stjórnmálaflokkur sem styður sjálfstæðisyfirlýsingu tók við völdum þar árið 2016. Varnarmálaráðherra Kína, Wei Fenghe, sagði Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í síðustu viku að Kínverjar hefðu áhyggjur af auknum samskiptum Bandaríkjanna og Taívan. Mattis sagði stefnu Bandaríkjanna gagnvart Taívan vera óbreytta.Sjá einnig: Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltansÞað eru þó nokkur atriði sem hafa leitt til aukinnar spennu á milli Kína og Bandaríkjanna að undanförnu. Þar á meðal má nefna málefni Taívan, viðskiptadeilur ríkjanna, refsiaðgerðir Bandaríkjanna gagnvart Kína vegna viðskipta þeirra við rússneskt fyrirtæki sem búið var að beita refsiaðgerðum vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum 2016 og hernaðaruppbygging Kína í Suður-Kínahafi. Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hefur byggt þar upp heilu eyjarnar, flotastöðvar og flugvelli og komið þar fyrir eldflaugum sem ætlað er að granda bæði flugvélum og skipum. Suður-Kínahaf Taívan Tengdar fréttir Varnarmálaráðherra Trump vill bæta samskipti við Víetnam James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Víetnam og er það í annað sinn sem hann ferðast til ríkisins á árinu. 14. október 2018 22:25 Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49 Ekki fangabúðir, heldur „þjálfunarbúðir“ Ríkisstjóri Xinjiang i Kína segir meðlimum minnihlutahóps sé ekki haldið í massavís í fanga- og endurmenntunarbúðum í vesturhluta landsins. Þess í stað séu yfirvöld Kína að bjarga fólki frá öfgum, að kenna þeim að tala kínversku og að sættast við nútíma vísindi. 16. október 2018 12:33 Fyrrverandi forseti Interpol sakaður um spillingu og „aðra glæpi“ Hann er því kominn í hóp margra framámanna í kínversku þjóðlífi sem horfið hafa sporlaust síðustu mánuði en í þeim hópi eru stjórnmálamenn, milljarðamæringar og kvikmyndastjörnur. 8. október 2018 07:37 Ákæra kínverskan njósnara Hann er meðal annars sakaður um að hafa reynt að stela iðnaðar- og ríkisleyndarmálum af flugvélaframleiðendum í Bandaríkjunum. 11. október 2018 10:24 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Tveimur bandarískum herskipum var í dag siglt um Taívan-sund. Slíkar siglingar mæta verulegum mótmælum í Kína og er þó nokkur spenna á milli ríkjanna. Þá hefur spennan á milli Kína og Taívan sömuleiðis aukist að undanförnu Þetta var í annað sinn sem Bandaríkin senda herskip um svæðið. Í yfirlýsingu til Reuters sagði talsmaður Kyrrahafsflota Bandaríkjanna að siglingum sem þessum væri ætlað að tryggja frjálsar ferðir um heimshöfin. Ferðum þessum hefur þó fjölgað að undanförnu „Floti Bandaríkjanna mun áfram fljúga, sigla og starfa alls staðar þar sem alþjóðalög leyfa,“ sagði Nate Christensen. Bandaríkin eiga ekki í opinberum samskiptum við Taívan en ríkin eru þó með varnarsáttmála og Bandaríkin útvega Taívan nánast öll þeirra vopn. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Yfirvöld Kína hafa sett aukinn þrýsting á Taívan að undanförnu eftir að stjórnmálaflokkur sem styður sjálfstæðisyfirlýsingu tók við völdum þar árið 2016. Varnarmálaráðherra Kína, Wei Fenghe, sagði Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í síðustu viku að Kínverjar hefðu áhyggjur af auknum samskiptum Bandaríkjanna og Taívan. Mattis sagði stefnu Bandaríkjanna gagnvart Taívan vera óbreytta.Sjá einnig: Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltansÞað eru þó nokkur atriði sem hafa leitt til aukinnar spennu á milli Kína og Bandaríkjanna að undanförnu. Þar á meðal má nefna málefni Taívan, viðskiptadeilur ríkjanna, refsiaðgerðir Bandaríkjanna gagnvart Kína vegna viðskipta þeirra við rússneskt fyrirtæki sem búið var að beita refsiaðgerðum vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum 2016 og hernaðaruppbygging Kína í Suður-Kínahafi. Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hefur byggt þar upp heilu eyjarnar, flotastöðvar og flugvelli og komið þar fyrir eldflaugum sem ætlað er að granda bæði flugvélum og skipum.
Suður-Kínahaf Taívan Tengdar fréttir Varnarmálaráðherra Trump vill bæta samskipti við Víetnam James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Víetnam og er það í annað sinn sem hann ferðast til ríkisins á árinu. 14. október 2018 22:25 Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49 Ekki fangabúðir, heldur „þjálfunarbúðir“ Ríkisstjóri Xinjiang i Kína segir meðlimum minnihlutahóps sé ekki haldið í massavís í fanga- og endurmenntunarbúðum í vesturhluta landsins. Þess í stað séu yfirvöld Kína að bjarga fólki frá öfgum, að kenna þeim að tala kínversku og að sættast við nútíma vísindi. 16. október 2018 12:33 Fyrrverandi forseti Interpol sakaður um spillingu og „aðra glæpi“ Hann er því kominn í hóp margra framámanna í kínversku þjóðlífi sem horfið hafa sporlaust síðustu mánuði en í þeim hópi eru stjórnmálamenn, milljarðamæringar og kvikmyndastjörnur. 8. október 2018 07:37 Ákæra kínverskan njósnara Hann er meðal annars sakaður um að hafa reynt að stela iðnaðar- og ríkisleyndarmálum af flugvélaframleiðendum í Bandaríkjunum. 11. október 2018 10:24 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Varnarmálaráðherra Trump vill bæta samskipti við Víetnam James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Víetnam og er það í annað sinn sem hann ferðast til ríkisins á árinu. 14. október 2018 22:25
Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49
Ekki fangabúðir, heldur „þjálfunarbúðir“ Ríkisstjóri Xinjiang i Kína segir meðlimum minnihlutahóps sé ekki haldið í massavís í fanga- og endurmenntunarbúðum í vesturhluta landsins. Þess í stað séu yfirvöld Kína að bjarga fólki frá öfgum, að kenna þeim að tala kínversku og að sættast við nútíma vísindi. 16. október 2018 12:33
Fyrrverandi forseti Interpol sakaður um spillingu og „aðra glæpi“ Hann er því kominn í hóp margra framámanna í kínversku þjóðlífi sem horfið hafa sporlaust síðustu mánuði en í þeim hópi eru stjórnmálamenn, milljarðamæringar og kvikmyndastjörnur. 8. október 2018 07:37
Ákæra kínverskan njósnara Hann er meðal annars sakaður um að hafa reynt að stela iðnaðar- og ríkisleyndarmálum af flugvélaframleiðendum í Bandaríkjunum. 11. október 2018 10:24