Ætlar að byggja upp kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna þar til aðrir „ná áttum“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2018 23:07 Trump ræddi við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið. AP/Pablo Martinez Monsivais Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni byggja upp kjarnorkuvopnabúr sitt. Það verði gert til að beita Rússland og Kína þrýstingi. Þegar Trump ræddi við blaðamenn í kvöld sagðist hann viss um að Rússar hefðu brotið gegn kjarnorkusamkomulagi ríkjanna og anda þess. Því er ætlað að útrýma meðaldrægum elflaugum búnum kjarnaoddum og var undirritað af Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseta, og Mikhail Gorbachev árið 1987. Forsetinn hefur sagt að ríkisstjórn hans ætli að rifta samkomulaginu. Þá sagði hann að Bandaríkin myndu byggja upp vopnabúr sitt og þar sem Bandaríkin ættu mun meiri peninga en allir aðrir gætu þeir haldið uppbyggingunni áfram „þar til fólk nær áttum,“ án þess að fara nánar út í hvað hann ætti við. Kínverjar eru ekki aðilar að samkomulaginu og geta því þróað meðaldrægar eldflaugar að vild.Hann sagði að uppbyggingunni ætlað að setja þrýsting á Kína, Rússland og alla aðra sem vildu „spila þann leik,“ eins og forsetinn orðaði það. Áður hafði hann sagt að hann vildi að bæði Rússland og Kína myndu skrifa undir samning um að banna þróun og varðveislu slíkra eldflauga.Segjast vilja bjarga samkomulaginuRússar hafa varað við því að þeir muni sömuleiðis byggja upp sín vopnabúr. Þeir segjast þar að auki vera tilbúnir til frekari viðræðna til að halda samkomulaginu virku. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, er nú staddur í Moskvu þar sem hann á í viðræðum við rússneska embættismenn um samkomulagið. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið segja Rússa hafa þróað nýjar meðaldrægar eldflaugar sem geri þeim kleift að gera kjarnorkuárásir á Evrópu með mjög skömmum fyrirvara. Eldflaugarnar sem kallast Novator 9M729 eða SSC-8, brjóti gegn samkomulaginu og eru forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins sammála. Bandaríkin Donald Trump Rússland Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna gagnrýnir ákvörðun Trumps Fyrrum forseti og síðasti leiðtogi hinna sálugu Sovétríkja, Mikhail Gorbachev, segir að áform Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rifta kjarnorkusamkomulagi milli Rússlands og Bandaríkjamanna séu einungis til þess fallin að draga úr þeim árangri sem náðst hefur í kjarnorkuafvopnun heimsins. 21. október 2018 18:09 Rússar segja að riftun kjarnorkuvopnasamkomulagsins muni hafa alvarlegar afleiðingar Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt áætlanir stjórnvalda í Bandaríkjunum um að rifta kjarnorkuvopnasamkomulagi ríkjanna frá árinu 1987. Bandaríkin séu með þessu að stíga "mjög hættulegt skref“ sem muni kalla á aðgerðir af hálfu Rússlands. 21. október 2018 14:45 Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússa Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússland. Þetta staðfesti Donald Trump Bandaríkjaforseti við fjölmiðla vestanhafs í dag. 20. október 2018 21:45 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni byggja upp kjarnorkuvopnabúr sitt. Það verði gert til að beita Rússland og Kína þrýstingi. Þegar Trump ræddi við blaðamenn í kvöld sagðist hann viss um að Rússar hefðu brotið gegn kjarnorkusamkomulagi ríkjanna og anda þess. Því er ætlað að útrýma meðaldrægum elflaugum búnum kjarnaoddum og var undirritað af Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseta, og Mikhail Gorbachev árið 1987. Forsetinn hefur sagt að ríkisstjórn hans ætli að rifta samkomulaginu. Þá sagði hann að Bandaríkin myndu byggja upp vopnabúr sitt og þar sem Bandaríkin ættu mun meiri peninga en allir aðrir gætu þeir haldið uppbyggingunni áfram „þar til fólk nær áttum,“ án þess að fara nánar út í hvað hann ætti við. Kínverjar eru ekki aðilar að samkomulaginu og geta því þróað meðaldrægar eldflaugar að vild.Hann sagði að uppbyggingunni ætlað að setja þrýsting á Kína, Rússland og alla aðra sem vildu „spila þann leik,“ eins og forsetinn orðaði það. Áður hafði hann sagt að hann vildi að bæði Rússland og Kína myndu skrifa undir samning um að banna þróun og varðveislu slíkra eldflauga.Segjast vilja bjarga samkomulaginuRússar hafa varað við því að þeir muni sömuleiðis byggja upp sín vopnabúr. Þeir segjast þar að auki vera tilbúnir til frekari viðræðna til að halda samkomulaginu virku. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, er nú staddur í Moskvu þar sem hann á í viðræðum við rússneska embættismenn um samkomulagið. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið segja Rússa hafa þróað nýjar meðaldrægar eldflaugar sem geri þeim kleift að gera kjarnorkuárásir á Evrópu með mjög skömmum fyrirvara. Eldflaugarnar sem kallast Novator 9M729 eða SSC-8, brjóti gegn samkomulaginu og eru forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins sammála.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna gagnrýnir ákvörðun Trumps Fyrrum forseti og síðasti leiðtogi hinna sálugu Sovétríkja, Mikhail Gorbachev, segir að áform Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rifta kjarnorkusamkomulagi milli Rússlands og Bandaríkjamanna séu einungis til þess fallin að draga úr þeim árangri sem náðst hefur í kjarnorkuafvopnun heimsins. 21. október 2018 18:09 Rússar segja að riftun kjarnorkuvopnasamkomulagsins muni hafa alvarlegar afleiðingar Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt áætlanir stjórnvalda í Bandaríkjunum um að rifta kjarnorkuvopnasamkomulagi ríkjanna frá árinu 1987. Bandaríkin séu með þessu að stíga "mjög hættulegt skref“ sem muni kalla á aðgerðir af hálfu Rússlands. 21. október 2018 14:45 Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússa Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússland. Þetta staðfesti Donald Trump Bandaríkjaforseti við fjölmiðla vestanhafs í dag. 20. október 2018 21:45 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna gagnrýnir ákvörðun Trumps Fyrrum forseti og síðasti leiðtogi hinna sálugu Sovétríkja, Mikhail Gorbachev, segir að áform Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rifta kjarnorkusamkomulagi milli Rússlands og Bandaríkjamanna séu einungis til þess fallin að draga úr þeim árangri sem náðst hefur í kjarnorkuafvopnun heimsins. 21. október 2018 18:09
Rússar segja að riftun kjarnorkuvopnasamkomulagsins muni hafa alvarlegar afleiðingar Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt áætlanir stjórnvalda í Bandaríkjunum um að rifta kjarnorkuvopnasamkomulagi ríkjanna frá árinu 1987. Bandaríkin séu með þessu að stíga "mjög hættulegt skref“ sem muni kalla á aðgerðir af hálfu Rússlands. 21. október 2018 14:45
Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússa Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússland. Þetta staðfesti Donald Trump Bandaríkjaforseti við fjölmiðla vestanhafs í dag. 20. október 2018 21:45