Ætlar að byggja upp kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna þar til aðrir „ná áttum“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2018 23:07 Trump ræddi við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið. AP/Pablo Martinez Monsivais Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni byggja upp kjarnorkuvopnabúr sitt. Það verði gert til að beita Rússland og Kína þrýstingi. Þegar Trump ræddi við blaðamenn í kvöld sagðist hann viss um að Rússar hefðu brotið gegn kjarnorkusamkomulagi ríkjanna og anda þess. Því er ætlað að útrýma meðaldrægum elflaugum búnum kjarnaoddum og var undirritað af Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseta, og Mikhail Gorbachev árið 1987. Forsetinn hefur sagt að ríkisstjórn hans ætli að rifta samkomulaginu. Þá sagði hann að Bandaríkin myndu byggja upp vopnabúr sitt og þar sem Bandaríkin ættu mun meiri peninga en allir aðrir gætu þeir haldið uppbyggingunni áfram „þar til fólk nær áttum,“ án þess að fara nánar út í hvað hann ætti við. Kínverjar eru ekki aðilar að samkomulaginu og geta því þróað meðaldrægar eldflaugar að vild.Hann sagði að uppbyggingunni ætlað að setja þrýsting á Kína, Rússland og alla aðra sem vildu „spila þann leik,“ eins og forsetinn orðaði það. Áður hafði hann sagt að hann vildi að bæði Rússland og Kína myndu skrifa undir samning um að banna þróun og varðveislu slíkra eldflauga.Segjast vilja bjarga samkomulaginuRússar hafa varað við því að þeir muni sömuleiðis byggja upp sín vopnabúr. Þeir segjast þar að auki vera tilbúnir til frekari viðræðna til að halda samkomulaginu virku. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, er nú staddur í Moskvu þar sem hann á í viðræðum við rússneska embættismenn um samkomulagið. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið segja Rússa hafa þróað nýjar meðaldrægar eldflaugar sem geri þeim kleift að gera kjarnorkuárásir á Evrópu með mjög skömmum fyrirvara. Eldflaugarnar sem kallast Novator 9M729 eða SSC-8, brjóti gegn samkomulaginu og eru forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins sammála. Bandaríkin Donald Trump Rússland Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna gagnrýnir ákvörðun Trumps Fyrrum forseti og síðasti leiðtogi hinna sálugu Sovétríkja, Mikhail Gorbachev, segir að áform Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rifta kjarnorkusamkomulagi milli Rússlands og Bandaríkjamanna séu einungis til þess fallin að draga úr þeim árangri sem náðst hefur í kjarnorkuafvopnun heimsins. 21. október 2018 18:09 Rússar segja að riftun kjarnorkuvopnasamkomulagsins muni hafa alvarlegar afleiðingar Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt áætlanir stjórnvalda í Bandaríkjunum um að rifta kjarnorkuvopnasamkomulagi ríkjanna frá árinu 1987. Bandaríkin séu með þessu að stíga "mjög hættulegt skref“ sem muni kalla á aðgerðir af hálfu Rússlands. 21. október 2018 14:45 Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússa Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússland. Þetta staðfesti Donald Trump Bandaríkjaforseti við fjölmiðla vestanhafs í dag. 20. október 2018 21:45 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni byggja upp kjarnorkuvopnabúr sitt. Það verði gert til að beita Rússland og Kína þrýstingi. Þegar Trump ræddi við blaðamenn í kvöld sagðist hann viss um að Rússar hefðu brotið gegn kjarnorkusamkomulagi ríkjanna og anda þess. Því er ætlað að útrýma meðaldrægum elflaugum búnum kjarnaoddum og var undirritað af Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseta, og Mikhail Gorbachev árið 1987. Forsetinn hefur sagt að ríkisstjórn hans ætli að rifta samkomulaginu. Þá sagði hann að Bandaríkin myndu byggja upp vopnabúr sitt og þar sem Bandaríkin ættu mun meiri peninga en allir aðrir gætu þeir haldið uppbyggingunni áfram „þar til fólk nær áttum,“ án þess að fara nánar út í hvað hann ætti við. Kínverjar eru ekki aðilar að samkomulaginu og geta því þróað meðaldrægar eldflaugar að vild.Hann sagði að uppbyggingunni ætlað að setja þrýsting á Kína, Rússland og alla aðra sem vildu „spila þann leik,“ eins og forsetinn orðaði það. Áður hafði hann sagt að hann vildi að bæði Rússland og Kína myndu skrifa undir samning um að banna þróun og varðveislu slíkra eldflauga.Segjast vilja bjarga samkomulaginuRússar hafa varað við því að þeir muni sömuleiðis byggja upp sín vopnabúr. Þeir segjast þar að auki vera tilbúnir til frekari viðræðna til að halda samkomulaginu virku. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, er nú staddur í Moskvu þar sem hann á í viðræðum við rússneska embættismenn um samkomulagið. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið segja Rússa hafa þróað nýjar meðaldrægar eldflaugar sem geri þeim kleift að gera kjarnorkuárásir á Evrópu með mjög skömmum fyrirvara. Eldflaugarnar sem kallast Novator 9M729 eða SSC-8, brjóti gegn samkomulaginu og eru forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins sammála.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna gagnrýnir ákvörðun Trumps Fyrrum forseti og síðasti leiðtogi hinna sálugu Sovétríkja, Mikhail Gorbachev, segir að áform Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rifta kjarnorkusamkomulagi milli Rússlands og Bandaríkjamanna séu einungis til þess fallin að draga úr þeim árangri sem náðst hefur í kjarnorkuafvopnun heimsins. 21. október 2018 18:09 Rússar segja að riftun kjarnorkuvopnasamkomulagsins muni hafa alvarlegar afleiðingar Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt áætlanir stjórnvalda í Bandaríkjunum um að rifta kjarnorkuvopnasamkomulagi ríkjanna frá árinu 1987. Bandaríkin séu með þessu að stíga "mjög hættulegt skref“ sem muni kalla á aðgerðir af hálfu Rússlands. 21. október 2018 14:45 Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússa Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússland. Þetta staðfesti Donald Trump Bandaríkjaforseti við fjölmiðla vestanhafs í dag. 20. október 2018 21:45 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna gagnrýnir ákvörðun Trumps Fyrrum forseti og síðasti leiðtogi hinna sálugu Sovétríkja, Mikhail Gorbachev, segir að áform Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rifta kjarnorkusamkomulagi milli Rússlands og Bandaríkjamanna séu einungis til þess fallin að draga úr þeim árangri sem náðst hefur í kjarnorkuafvopnun heimsins. 21. október 2018 18:09
Rússar segja að riftun kjarnorkuvopnasamkomulagsins muni hafa alvarlegar afleiðingar Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt áætlanir stjórnvalda í Bandaríkjunum um að rifta kjarnorkuvopnasamkomulagi ríkjanna frá árinu 1987. Bandaríkin séu með þessu að stíga "mjög hættulegt skref“ sem muni kalla á aðgerðir af hálfu Rússlands. 21. október 2018 14:45
Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússa Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússland. Þetta staðfesti Donald Trump Bandaríkjaforseti við fjölmiðla vestanhafs í dag. 20. október 2018 21:45