Erlent

Kjörinn nýr forseti Víetnams

Atli Ísleifsson skrifar
Nguyen Phu Trong varð formaður Kommúnistaflokksins árið 2011.
Nguyen Phu Trong varð formaður Kommúnistaflokksins árið 2011. Getty/Mikhail Svetlov
Þjóðþing Víetnams kaus í dag Nguyen Phu Trong, formann Kommúnistaflokksins, sem nýjan forseta landsins.

Reuters  greinir frá því að hinn 74 ára Trong hafi síðustu misserin barist gegn víðtækri spillingu í landinu þar sem fjölmargir háttsettir embættismenn og stjórnmálamenn hafa hlotið dóm.

Kosning Trong kemur ekki á óvart þar sem Kommúnistaflokkurinn hafði fyrr í mánuðinum tilnefnt formanninn til að verða næsti forseti landsins.

Trong er fyrsti leiðtogi landsins til að gegna bæði embætti formanns Kommúnistaflokksins og forseta landsins á sama tíma frá því að byltingarleiðtoginn Ho Chi Minh lést 1969.

Tran Dai Quang, fyrrverandi forseti, lést í embætti 21. september síðastliðinn eftir langvinn veikindi. Hann tók við embætti forseta vorið 2016.

Trong varð formaður Kommúnistaflokksins árið 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×