Tekur oft lengri tíma að vinna með varnarleikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. október 2018 10:00 Guðmundur segir mönnum til á æfingu. Fréttablaðið/Eyþór „Ég hlakka til að takast á við þetta. Við höfðum bara tvær æfingar og þetta er ótrúlega stuttur tími. Það þarf að vinna gríðarlega vel,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, í samtali við Fréttablaðið um undirbúninginn fyrir leikinn gegn Grikklandi í undankeppni EM 2020. Guðmundur leggur mikla áherslu á varnarleikinn að þessu sinni. „Við þurfum að ná varnarleiknum í gang. Það tekur oft lengri tíma að vinna með hann því vörnin er svo mismunandi hjá félagsliðunum sem leikmennirnir leika með. Það er hver með sína útgáfu en liðin eru oft að spila sömu kerfin í sókninni. Það þarf að ná samhæfingu og aðferðafræðinni,“ sagði Guðmundur. „Síðan ég tók við hefur sóknarleikurinn verið mjög góður en varnarleikurinn misjafn. Hann var ekki góður í seinni leiknum gegn Litháen en skárri í þeim fyrri. Við eigum ennþá talsvert í land í varnarleiknum.“ Gríska liðið er ekki hátt skrifað og fyrirfram er það íslenska miklu sigurstranglegra. En Guðmundur hefur aldrei lagt það í vana sinn að vanmeta andstæðinga sína. Hann segist þó aðeins renna blint í sjóinn hvað Grikki varðar. „Það er svolítið erfitt að átta sig á styrkleika þeirra. Liðið þeirra er í mótun og mér finnst ekki auðvelt að segja hvar þeir standa og hvar við stöndum gagnvart þeim. Það er ómögulegt að giska á það. Við þurfum bara að undirbúa okkur vel og vera faglegir í okkar nálgun,“ sagði Guðmundur. Landsliðsþjálfarinn hefur fylgst vel með gangi mála í Olís-deildinni enda eru sex leikmenn í íslenska hópnum að spila hér á landi. „Ég hef horft mikið á Olís-deildina og það hafa verið margir frábærir leikir. Liðin eru auðvitað missterk. Selfoss hefur staðið sig einna best á meðan lið eins og Haukar og Valur hafa misstigið sig,“ sagði Guðmundur. Þrír landsliðsmenn, Elvar Örn Jónsson, Haukur Þrastarson og Ágúst Birgisson, voru í eldlínunni þegar Selfoss vann FH, 27-30, í frábærum leik á laugardaginn var. „Haukur og Elvar voru mjög góðir og Ágúst átti einn sinn besta leik í vetur. Hann nýtti færin sín vel og sýndi góða takta,“ sagði Guðmundur að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Skiptiborðið á föstudegi og formúluhelgi af stað Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Sjá meira
„Ég hlakka til að takast á við þetta. Við höfðum bara tvær æfingar og þetta er ótrúlega stuttur tími. Það þarf að vinna gríðarlega vel,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, í samtali við Fréttablaðið um undirbúninginn fyrir leikinn gegn Grikklandi í undankeppni EM 2020. Guðmundur leggur mikla áherslu á varnarleikinn að þessu sinni. „Við þurfum að ná varnarleiknum í gang. Það tekur oft lengri tíma að vinna með hann því vörnin er svo mismunandi hjá félagsliðunum sem leikmennirnir leika með. Það er hver með sína útgáfu en liðin eru oft að spila sömu kerfin í sókninni. Það þarf að ná samhæfingu og aðferðafræðinni,“ sagði Guðmundur. „Síðan ég tók við hefur sóknarleikurinn verið mjög góður en varnarleikurinn misjafn. Hann var ekki góður í seinni leiknum gegn Litháen en skárri í þeim fyrri. Við eigum ennþá talsvert í land í varnarleiknum.“ Gríska liðið er ekki hátt skrifað og fyrirfram er það íslenska miklu sigurstranglegra. En Guðmundur hefur aldrei lagt það í vana sinn að vanmeta andstæðinga sína. Hann segist þó aðeins renna blint í sjóinn hvað Grikki varðar. „Það er svolítið erfitt að átta sig á styrkleika þeirra. Liðið þeirra er í mótun og mér finnst ekki auðvelt að segja hvar þeir standa og hvar við stöndum gagnvart þeim. Það er ómögulegt að giska á það. Við þurfum bara að undirbúa okkur vel og vera faglegir í okkar nálgun,“ sagði Guðmundur. Landsliðsþjálfarinn hefur fylgst vel með gangi mála í Olís-deildinni enda eru sex leikmenn í íslenska hópnum að spila hér á landi. „Ég hef horft mikið á Olís-deildina og það hafa verið margir frábærir leikir. Liðin eru auðvitað missterk. Selfoss hefur staðið sig einna best á meðan lið eins og Haukar og Valur hafa misstigið sig,“ sagði Guðmundur. Þrír landsliðsmenn, Elvar Örn Jónsson, Haukur Þrastarson og Ágúst Birgisson, voru í eldlínunni þegar Selfoss vann FH, 27-30, í frábærum leik á laugardaginn var. „Haukur og Elvar voru mjög góðir og Ágúst átti einn sinn besta leik í vetur. Hann nýtti færin sín vel og sýndi góða takta,“ sagði Guðmundur að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Skiptiborðið á föstudegi og formúluhelgi af stað Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Sjá meira