Trump segir sádi-arabíska krónprinsinn mögulega viðriðinn morðið á Khashoggi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. október 2018 09:51 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta skipti viðurkennt að sádi-arabíski krónprinsinn geti mögulega verið viðriðinn morðið á Jamal Khashoggi. vísir/epa Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta sinn látið hafa eftir sér að Mohammed bin Salman, sádi-arabíski krónprinsinn, geti mögulega verið viðriðinn morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. Blaðamaðurinn var myrtur í byrjun október í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. Í viðtali við Wall Street Journal, sem meðal annars er fjallað um á vef Guardian, var Trump spurður um hugsanlega aðild krónprinsins að morðinu. „Nú, prinsinn er meira og minna við stjórnvölinn þarna núna. Hann ræður svo ef einhver er mögulega viðriðinn þetta þá væri það hann,“ svaraði Trump. Þá sagði forsetinn jafnframt að hann hefði spurt krónprinsinn ítarlega út í morðið á Khashoggi. Hann hefði spurt endurtekinna spurninga og á marga mismunandi vegu.Jamal Khashoggi var myrtur í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í byrjun mánaðarins.vísir/epaVill virkilega trúa neitunum krónprinsins „Fyrsta spurningin mín til hans var: Vissirðu eitthvað um þetta þegar byrjað var að skipuleggja þetta?“ sagði Trump og bætti svo við að krónprinsinn hefði svarað því til að hann hefði ekkert vitað. „Ég sagði: Hvar byrjaði þetta? Og hann sagði að þetta hefði byrjað hjá lægra settum mönnum,“ sagði Trump. Forsetinn var þá spurður hvort að hann tryði neitunum bin Salman. „Ég vil trúa þeim. Ég virkilega vil trúa þeim,“ svaraði Trump. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að vegabréfsáritanir þeirra sem grunaðir eru um morðið til Bandaríkjanna hefðu verið felldar niður. Það eru fyrstu opinberu aðgerðir bandarískra yfirvalda vegna málsins en verið er að skoða hvort beita eigi frekari refsiaðgerðum gegn mönnunum. „Við erum að senda skýr skilaboð varðandi það að Bandaríkin líða ekki svona miskunnarlausar aðgerðir til þess að þagga niður í blaðamanninum Khashoggi með ofbeldi. Hvorki ég né forsetinn erum ánægðir með þessa stöðu,“ sagði Pompeo.Mohammed bin Salman er krónprins Sádi-Arabíu.vísir/epaÓsamþykkt aðgerð eða þaulskipulagt morð? Yfirvöld Sádi-Arabíu héldu því upprunalega fram að Khashoggi hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna þann 2. október. Síðan var viðurkennt að Khashoggi hefði dáið og var sagt að það hefði gerst fyrir slysni í átökum. Khashoggi var þar til að verða sér út um skjöl svo hann gæti gift sig. Seinna meir viðurkenndu sádi-arabísk yfirvöld að Khashoggi hefði verið myrtur og hafa sagt að um ósamþykkta aðgerð hafi verið að ræða. Yfirvöld í Tryklandi halda því aftur á móti fram að Sádar hafi sent fimmtán menn til Istanbúl með það markmið að drepa Khashoggi. Aðgerðin hafi verið skipulögð með nokkurra daga fyrirvara og vill Recep Erdogan, Tyrklandsforseti, að átján menn verði framseldir til Tyrklands svo hægt verði að rétta yfir þeim. Einn mannanna, Saud al-Qahtani, er náinn ráðgjafi krónprinsins bin Salman. Er Qahtani sagður hafa fyrirskipað morðið og fylgst með því í gegnum internetið. Fréttastofa Sky hafði heimildir fyrir því að lík Khashoggi hefði fundist í garði ræðismanns Sáda í Istanbúl en það hefur ekki verið staðfest. Donald Trump Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Trump segir morð Khashoggi vera eina af verstu yfirhylmingum sögunnar Donald Trump býst við því að fá skýrslu um morðið á næstunni. 23. október 2018 21:11 Forstjóri CIA á leið til Tyrklands vegna morðsins á Khashoggi Gestir á ráðstefnu Sáda gáfu Mohammed bin Salman krónprins standandi lófaklapp í dag. Á sama tíma voru fluttar fréttir af því að líkamsleifar Jamals Khashoggi væru mögulega komnar í leitirnar. 23. október 2018 15:59 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta sinn látið hafa eftir sér að Mohammed bin Salman, sádi-arabíski krónprinsinn, geti mögulega verið viðriðinn morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. Blaðamaðurinn var myrtur í byrjun október í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. Í viðtali við Wall Street Journal, sem meðal annars er fjallað um á vef Guardian, var Trump spurður um hugsanlega aðild krónprinsins að morðinu. „Nú, prinsinn er meira og minna við stjórnvölinn þarna núna. Hann ræður svo ef einhver er mögulega viðriðinn þetta þá væri það hann,“ svaraði Trump. Þá sagði forsetinn jafnframt að hann hefði spurt krónprinsinn ítarlega út í morðið á Khashoggi. Hann hefði spurt endurtekinna spurninga og á marga mismunandi vegu.Jamal Khashoggi var myrtur í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í byrjun mánaðarins.vísir/epaVill virkilega trúa neitunum krónprinsins „Fyrsta spurningin mín til hans var: Vissirðu eitthvað um þetta þegar byrjað var að skipuleggja þetta?“ sagði Trump og bætti svo við að krónprinsinn hefði svarað því til að hann hefði ekkert vitað. „Ég sagði: Hvar byrjaði þetta? Og hann sagði að þetta hefði byrjað hjá lægra settum mönnum,“ sagði Trump. Forsetinn var þá spurður hvort að hann tryði neitunum bin Salman. „Ég vil trúa þeim. Ég virkilega vil trúa þeim,“ svaraði Trump. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að vegabréfsáritanir þeirra sem grunaðir eru um morðið til Bandaríkjanna hefðu verið felldar niður. Það eru fyrstu opinberu aðgerðir bandarískra yfirvalda vegna málsins en verið er að skoða hvort beita eigi frekari refsiaðgerðum gegn mönnunum. „Við erum að senda skýr skilaboð varðandi það að Bandaríkin líða ekki svona miskunnarlausar aðgerðir til þess að þagga niður í blaðamanninum Khashoggi með ofbeldi. Hvorki ég né forsetinn erum ánægðir með þessa stöðu,“ sagði Pompeo.Mohammed bin Salman er krónprins Sádi-Arabíu.vísir/epaÓsamþykkt aðgerð eða þaulskipulagt morð? Yfirvöld Sádi-Arabíu héldu því upprunalega fram að Khashoggi hefði yfirgefið ræðisskrifstofuna þann 2. október. Síðan var viðurkennt að Khashoggi hefði dáið og var sagt að það hefði gerst fyrir slysni í átökum. Khashoggi var þar til að verða sér út um skjöl svo hann gæti gift sig. Seinna meir viðurkenndu sádi-arabísk yfirvöld að Khashoggi hefði verið myrtur og hafa sagt að um ósamþykkta aðgerð hafi verið að ræða. Yfirvöld í Tryklandi halda því aftur á móti fram að Sádar hafi sent fimmtán menn til Istanbúl með það markmið að drepa Khashoggi. Aðgerðin hafi verið skipulögð með nokkurra daga fyrirvara og vill Recep Erdogan, Tyrklandsforseti, að átján menn verði framseldir til Tyrklands svo hægt verði að rétta yfir þeim. Einn mannanna, Saud al-Qahtani, er náinn ráðgjafi krónprinsins bin Salman. Er Qahtani sagður hafa fyrirskipað morðið og fylgst með því í gegnum internetið. Fréttastofa Sky hafði heimildir fyrir því að lík Khashoggi hefði fundist í garði ræðismanns Sáda í Istanbúl en það hefur ekki verið staðfest.
Donald Trump Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Trump segir morð Khashoggi vera eina af verstu yfirhylmingum sögunnar Donald Trump býst við því að fá skýrslu um morðið á næstunni. 23. október 2018 21:11 Forstjóri CIA á leið til Tyrklands vegna morðsins á Khashoggi Gestir á ráðstefnu Sáda gáfu Mohammed bin Salman krónprins standandi lófaklapp í dag. Á sama tíma voru fluttar fréttir af því að líkamsleifar Jamals Khashoggi væru mögulega komnar í leitirnar. 23. október 2018 15:59 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Trump segir morð Khashoggi vera eina af verstu yfirhylmingum sögunnar Donald Trump býst við því að fá skýrslu um morðið á næstunni. 23. október 2018 21:11
Forstjóri CIA á leið til Tyrklands vegna morðsins á Khashoggi Gestir á ráðstefnu Sáda gáfu Mohammed bin Salman krónprins standandi lófaklapp í dag. Á sama tíma voru fluttar fréttir af því að líkamsleifar Jamals Khashoggi væru mögulega komnar í leitirnar. 23. október 2018 15:59