Malek sagður bjarga sótthreinsaðri Queen-mynd Birgir Olgeirsson skrifar 24. október 2018 11:00 Rami Malek í hlutverki Freddie Mercury. Aðdáendur bresku sveitarinnar Queen bíða vafalaust margir hverjir spenntir eftir myndinni Bohemian Rhapsody þar sem ferill sveitarinnar er rakinn. Sviðsljósinu er beint að aðalmanni Queen, söngvaranum og tónskáldinu Freddie Mercury, en gagnrýnendur hafa lagt mat sitt á myndina og segja hana fremur varfærnislega nálgun á líf Mercury en aðalleikarinn Rami Malek haldi myndinni uppi með stórkostlegri frammistöðu. Virðist það vera samdómaálit þeirra að tónlistaratriði myndarinnar séu mögnuð en frásögnin sjálf ekki nógu sterk, miðað við þá miklu sögu sem býr að baki þessarar sveitar og söngvaranum Freddie Mercury. Framleiðsla myndarinnar reyndist nokkuð erfið. Grínistinn Sacha Baron Cohen var ráðinn til að leika Mercury en hætti eftir að hafa lent í útistöðum við framleiðendur myndarinnar um efnistökin.Bryan Singer var ráðinn sem leikstjóri myndarinnar en hann hætti þegar framleiðsla hennar var langt kominn eftir að hafa lent saman við aðalleikara myndarinnar Rami Malek. Hafði Malek kvartað undan því að hve ófaglegur Singer hefði reynst við tökur, en Hollywood Reporter segir hann hafa látið það í ljós fyrir hönd leikara myndarinnar á fundi með stjórnendum myndversins 20th Century Fox. Hafði Singer til að mynda ekki mætt í tökur nokkrum sinnum án þess að láta vita en áður hafði myndverið gert hlé á framleiðslu myndarinnar til að veita Singer svigrúm til að ná fullri heilsu eftir veikindi. Gagnrýnendur eru flestir sammála um að stærsti kostur myndarinnar er frammistaða Rami Malek í hlutverki Mercury. Er leikur hans sagður lyfta myndinni upp úr flokki formúlukenndra ævisögumynda yfir í grípandi persónudrifið verk.Malek er sagður fanga anda hins þjáða Mercury.„Hann fangar anda hins litríka en oft þjáða tónlistarvitrings,“ skrifar Mara Reinstein fyrir Us Weekly. Tim Grierson hjá Screen Daily bendir á að hljómsveitin Queen hefði ekki orðið neitt án Mercury og það sama eigi við um myndina, hún væri ekkert án frammistöðu Malek. Myndin sjálf er sögð fremur varfærin, hún sökkvi sér ekki í stóra atburði sem tengjast meðlimum sveitarinnar og sé hálf hrædd við að fjalla um einkalíf Mercury af fullum þunga. Er það allavega mat gagnrýnanda IndieWire og Variety. Hún fær þó mikið lof fyrir tónlistaratriðin og skemmtanagildi hennar því talsvert. Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Aðdáendur bresku sveitarinnar Queen bíða vafalaust margir hverjir spenntir eftir myndinni Bohemian Rhapsody þar sem ferill sveitarinnar er rakinn. Sviðsljósinu er beint að aðalmanni Queen, söngvaranum og tónskáldinu Freddie Mercury, en gagnrýnendur hafa lagt mat sitt á myndina og segja hana fremur varfærnislega nálgun á líf Mercury en aðalleikarinn Rami Malek haldi myndinni uppi með stórkostlegri frammistöðu. Virðist það vera samdómaálit þeirra að tónlistaratriði myndarinnar séu mögnuð en frásögnin sjálf ekki nógu sterk, miðað við þá miklu sögu sem býr að baki þessarar sveitar og söngvaranum Freddie Mercury. Framleiðsla myndarinnar reyndist nokkuð erfið. Grínistinn Sacha Baron Cohen var ráðinn til að leika Mercury en hætti eftir að hafa lent í útistöðum við framleiðendur myndarinnar um efnistökin.Bryan Singer var ráðinn sem leikstjóri myndarinnar en hann hætti þegar framleiðsla hennar var langt kominn eftir að hafa lent saman við aðalleikara myndarinnar Rami Malek. Hafði Malek kvartað undan því að hve ófaglegur Singer hefði reynst við tökur, en Hollywood Reporter segir hann hafa látið það í ljós fyrir hönd leikara myndarinnar á fundi með stjórnendum myndversins 20th Century Fox. Hafði Singer til að mynda ekki mætt í tökur nokkrum sinnum án þess að láta vita en áður hafði myndverið gert hlé á framleiðslu myndarinnar til að veita Singer svigrúm til að ná fullri heilsu eftir veikindi. Gagnrýnendur eru flestir sammála um að stærsti kostur myndarinnar er frammistaða Rami Malek í hlutverki Mercury. Er leikur hans sagður lyfta myndinni upp úr flokki formúlukenndra ævisögumynda yfir í grípandi persónudrifið verk.Malek er sagður fanga anda hins þjáða Mercury.„Hann fangar anda hins litríka en oft þjáða tónlistarvitrings,“ skrifar Mara Reinstein fyrir Us Weekly. Tim Grierson hjá Screen Daily bendir á að hljómsveitin Queen hefði ekki orðið neitt án Mercury og það sama eigi við um myndina, hún væri ekkert án frammistöðu Malek. Myndin sjálf er sögð fremur varfærin, hún sökkvi sér ekki í stóra atburði sem tengjast meðlimum sveitarinnar og sé hálf hrædd við að fjalla um einkalíf Mercury af fullum þunga. Er það allavega mat gagnrýnanda IndieWire og Variety. Hún fær þó mikið lof fyrir tónlistaratriðin og skemmtanagildi hennar því talsvert.
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira