Annar leiðtoga sænskra Græningja hættir næsta vor Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2018 13:36 Gustav Fridolin og Isabella Lövin, talsmenn sænskra Græningja. Getty/MICHAEL CAMPANELLA Gustav Fridolin, annar tveggja leiðtoga sænskra Græningja, tilkynnti í morgun að hann hyggst láta af embætti á landsfundi í maí næstkomandi. „Ég vil veita nýjum talsmanni eins mikinn tíma og hægt er til að byggja upp eigið lið með Isabellu Lövin fyrir næstu kosningar,“ segir Fridolin. Flokkurinn er ekki með eiginlegan formann, heldur tvo „talsmenn“ þar sem annar skal vera karlmaður og hinn kona. Auk þess má talsmaður sitja í embætti í níu ár að hámarki. Fridolin tók við embættinu árið 2011, sem þýðir að hann mun hætta ári fyrr en hámarkstíminn í reglum flokksins kveður á um. Í grein í Aftonbladet segist hann vonast til að fá meiri tíma til að vera sá faðir og maður sem hann vill vera. „Ég hlakka til að kenna á ný,“ en hann er menntaður kennari.Erfitt kjörtímabil Í talsmannstíð Fridolin tók flokkurinn í fyrsta skipti sæti í ríkisstjórn í Svíþjóð, en Græningjar og Jafnaðarmannaflokkurinn mynduðu saman ríkisstjórn eftir kosningarnar 2014. Fridolin hefur gegnt embætti menntamálaráðherra í ríkisstjórn Stefan Löfven, formanns Jafnaðarmanna, síðustu fjögur árin. Þingkosningar fóru fram í Svíþjóð í september en síðasta kjörtímabil reyndist Fridolin og Græningjum erfitt. Flokkurinn missti mikið fylgi í kosningunum, hlaut 4,6 prósent og sextán þingmenn.Mögulegir arftakar Meðal þeirra sem hafa verið nefndir sem mögulegir arftakar Fridolin eru Per Bolund, ráðherra fjármálamarkaðar og neytendamála, þingflokksformaðurinn Jonas Eriksson og Evrópuþingmaðurinn Jakop Dalunde. Isabella Lövin, hinn talsmaður Græningja, tók við embætti talsmanns flokksins árið 2016. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira
Gustav Fridolin, annar tveggja leiðtoga sænskra Græningja, tilkynnti í morgun að hann hyggst láta af embætti á landsfundi í maí næstkomandi. „Ég vil veita nýjum talsmanni eins mikinn tíma og hægt er til að byggja upp eigið lið með Isabellu Lövin fyrir næstu kosningar,“ segir Fridolin. Flokkurinn er ekki með eiginlegan formann, heldur tvo „talsmenn“ þar sem annar skal vera karlmaður og hinn kona. Auk þess má talsmaður sitja í embætti í níu ár að hámarki. Fridolin tók við embættinu árið 2011, sem þýðir að hann mun hætta ári fyrr en hámarkstíminn í reglum flokksins kveður á um. Í grein í Aftonbladet segist hann vonast til að fá meiri tíma til að vera sá faðir og maður sem hann vill vera. „Ég hlakka til að kenna á ný,“ en hann er menntaður kennari.Erfitt kjörtímabil Í talsmannstíð Fridolin tók flokkurinn í fyrsta skipti sæti í ríkisstjórn í Svíþjóð, en Græningjar og Jafnaðarmannaflokkurinn mynduðu saman ríkisstjórn eftir kosningarnar 2014. Fridolin hefur gegnt embætti menntamálaráðherra í ríkisstjórn Stefan Löfven, formanns Jafnaðarmanna, síðustu fjögur árin. Þingkosningar fóru fram í Svíþjóð í september en síðasta kjörtímabil reyndist Fridolin og Græningjum erfitt. Flokkurinn missti mikið fylgi í kosningunum, hlaut 4,6 prósent og sextán þingmenn.Mögulegir arftakar Meðal þeirra sem hafa verið nefndir sem mögulegir arftakar Fridolin eru Per Bolund, ráðherra fjármálamarkaðar og neytendamála, þingflokksformaðurinn Jonas Eriksson og Evrópuþingmaðurinn Jakop Dalunde. Isabella Lövin, hinn talsmaður Græningja, tók við embætti talsmanns flokksins árið 2016.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira