Ekki óeðlilegt að Seðlabankinn grípi inn í gjaldeyrismarkaðinn Kristinn Ingi Jónsson skrifar 25. október 2018 08:00 Kristrún Mjöll Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku. Kristrún Mjöll Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, segir ekki óeðlilegt að Seðlabanki Íslands grípi inn í gjaldeyrismarkaðinn þegar eins konar „spírall“ skapast á markaðinum, líkt og gerðist á miðvikudag. Slíkar aðstæður geti valdið því að gengi krónunnar hreyfist meira en undirliggjandi forsendur séu fyrir. Seðlabankinn greip inn í markaðinn með því að selja samtals níu milljónir evra, jafnvirði um 1,2 milljarða króna, eftir að gengi krónunnar hafði veikst skarpt. Veikingin kom einkum til af því að ekki fundust nægilega margir kaupendur á gjaldeyrismarkaði að krónum sem bandaríski stórbankinn Goldman Sachs hafði boðið til sölu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta er í annað sinn í haust sem Seðlabankinn grípur inn í markaðinn en hann seldi gjaldeyri fyrir 1,2 milljarða króna um miðjan síðasta mánuð. Voru það fyrstu inngrip bankans í tíu mánuði. Í báðum tilfellum stöðvuðu kaup bankans á krónum gengisveikinguna sem gekk að mestu til baka. „Ef um er að ræða lengri tíma þróun sem efnahagslegar forsendur eru fyrir, svo sem veikingu krónunnar yfir nokkurra mánaða tímabil vegna minnkandi viðskiptaafgangs, þá væri mjög óeðlilegt og kostnaðarsamt ef Seðlabankinn myndi grípa inn í til þess að reyna að eiga við þá langtímaþróun,“ segir Kristrún í samtali við Fréttablaðið. Hins vegar geti ákveðnar sveiflur skapast á gjaldeyrismarkaði sem geri það að verkum að það gæti þótt eðlilegt að Seðlabankinn gripi inn í. Þróunin á síðustu vikum sé gott dæmi um það. „Það ætti ekki að koma neinum á óvart,“ útskýrir Kristrún, „að gengið hafi verið að veikjast. Það er margt sem bendir til þess að það hafi verið pressa í þá áttina þó svo að það hafi ekki komið neitt stórt utanaðkomandi áfall. Viðskiptaafgangur hefur farið minnkandi en það er fyrst og fremst skortur á fjármagnsflæði sem hefur ýtt undir þessa miklu veikingu sem við höfum séð nú á skömmum tíma. Fáir fjárfestar hafa viljað kaupa krónur. Það getur gert það að verkum að ef einn stór fjárfestir vill selja krónur fyrir háa upphæð, eins og gerðist fyrr í vikunni, þá eru einfaldlega ekki nógu margir kaupendur á markaðinum. Fjármagnið hringlar þannig í kerfinu og það skapast eins konar spírall á markaðinum sem getur valdið því að gengið hreyfist umtalsvert meira en undirliggjandi forsendur eru fyrir,“ segir Kristrún. Undir slíkum kringumstæðum sé ekkert óeðlilegt við að Seðlabankinn grípi inn í. kristinningi@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Viðskipti Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af versnandi horfum í ferðaþjónustu Áhætta í fjármálakerfinu hefur aukist að mati Seðlabanka Íslands en er enn hófleg. Töluvert hefur hægt á vexti ferðaþjónustunnar og er staða hennar einn stærsti óvissuþátturinn sem íslenskt hagkerfi stendur frammi fyrir um þessar mundir að mati sérfræðinga Seðlabankans. 23. október 2018 13:45 Aldrei heppnast að óska eftir miklum kjarabótum við enda hagsveiflunnar Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að það hafi aldrei heppnast hjá verkalýðsfélögum að fara fram á miklar kjarabætur á þeim tímapunkti þegar hagkerfið er á enda hagsveiflunnar og á leið í niðursveiflu, eins og staðan sé núna. 24. október 2018 19:00 Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur. 18. október 2018 08:00 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Kristrún Mjöll Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, segir ekki óeðlilegt að Seðlabanki Íslands grípi inn í gjaldeyrismarkaðinn þegar eins konar „spírall“ skapast á markaðinum, líkt og gerðist á miðvikudag. Slíkar aðstæður geti valdið því að gengi krónunnar hreyfist meira en undirliggjandi forsendur séu fyrir. Seðlabankinn greip inn í markaðinn með því að selja samtals níu milljónir evra, jafnvirði um 1,2 milljarða króna, eftir að gengi krónunnar hafði veikst skarpt. Veikingin kom einkum til af því að ekki fundust nægilega margir kaupendur á gjaldeyrismarkaði að krónum sem bandaríski stórbankinn Goldman Sachs hafði boðið til sölu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta er í annað sinn í haust sem Seðlabankinn grípur inn í markaðinn en hann seldi gjaldeyri fyrir 1,2 milljarða króna um miðjan síðasta mánuð. Voru það fyrstu inngrip bankans í tíu mánuði. Í báðum tilfellum stöðvuðu kaup bankans á krónum gengisveikinguna sem gekk að mestu til baka. „Ef um er að ræða lengri tíma þróun sem efnahagslegar forsendur eru fyrir, svo sem veikingu krónunnar yfir nokkurra mánaða tímabil vegna minnkandi viðskiptaafgangs, þá væri mjög óeðlilegt og kostnaðarsamt ef Seðlabankinn myndi grípa inn í til þess að reyna að eiga við þá langtímaþróun,“ segir Kristrún í samtali við Fréttablaðið. Hins vegar geti ákveðnar sveiflur skapast á gjaldeyrismarkaði sem geri það að verkum að það gæti þótt eðlilegt að Seðlabankinn gripi inn í. Þróunin á síðustu vikum sé gott dæmi um það. „Það ætti ekki að koma neinum á óvart,“ útskýrir Kristrún, „að gengið hafi verið að veikjast. Það er margt sem bendir til þess að það hafi verið pressa í þá áttina þó svo að það hafi ekki komið neitt stórt utanaðkomandi áfall. Viðskiptaafgangur hefur farið minnkandi en það er fyrst og fremst skortur á fjármagnsflæði sem hefur ýtt undir þessa miklu veikingu sem við höfum séð nú á skömmum tíma. Fáir fjárfestar hafa viljað kaupa krónur. Það getur gert það að verkum að ef einn stór fjárfestir vill selja krónur fyrir háa upphæð, eins og gerðist fyrr í vikunni, þá eru einfaldlega ekki nógu margir kaupendur á markaðinum. Fjármagnið hringlar þannig í kerfinu og það skapast eins konar spírall á markaðinum sem getur valdið því að gengið hreyfist umtalsvert meira en undirliggjandi forsendur eru fyrir,“ segir Kristrún. Undir slíkum kringumstæðum sé ekkert óeðlilegt við að Seðlabankinn grípi inn í. kristinningi@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Viðskipti Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af versnandi horfum í ferðaþjónustu Áhætta í fjármálakerfinu hefur aukist að mati Seðlabanka Íslands en er enn hófleg. Töluvert hefur hægt á vexti ferðaþjónustunnar og er staða hennar einn stærsti óvissuþátturinn sem íslenskt hagkerfi stendur frammi fyrir um þessar mundir að mati sérfræðinga Seðlabankans. 23. október 2018 13:45 Aldrei heppnast að óska eftir miklum kjarabótum við enda hagsveiflunnar Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að það hafi aldrei heppnast hjá verkalýðsfélögum að fara fram á miklar kjarabætur á þeim tímapunkti þegar hagkerfið er á enda hagsveiflunnar og á leið í niðursveiflu, eins og staðan sé núna. 24. október 2018 19:00 Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur. 18. október 2018 08:00 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Hafa áhyggjur af versnandi horfum í ferðaþjónustu Áhætta í fjármálakerfinu hefur aukist að mati Seðlabanka Íslands en er enn hófleg. Töluvert hefur hægt á vexti ferðaþjónustunnar og er staða hennar einn stærsti óvissuþátturinn sem íslenskt hagkerfi stendur frammi fyrir um þessar mundir að mati sérfræðinga Seðlabankans. 23. október 2018 13:45
Aldrei heppnast að óska eftir miklum kjarabótum við enda hagsveiflunnar Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að það hafi aldrei heppnast hjá verkalýðsfélögum að fara fram á miklar kjarabætur á þeim tímapunkti þegar hagkerfið er á enda hagsveiflunnar og á leið í niðursveiflu, eins og staðan sé núna. 24. október 2018 19:00
Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur. 18. október 2018 08:00