Mikilvægt að taka tillit til barnanna Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 25. október 2018 09:00 Hödd Vilhjálmsdóttir. Fréttablaðið/Stefán Þegar mynd eða umfjöllun er komin inn á samfélagsmiðla missir maður að mestu vald yfir efninu og einstaklingar hafa lent í því að það sem sett er inn er svo nýtt í öðrum tilgangi en lagt var upp með,“ segir Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill um börn á samfélagsmiðlum. Hödd starfaði lengi í fjölmiðlum og hefur skrifað mikið um börn og samfélagsmiðla. Þá skrifaði hún meistararitgerð sína í lögfræði um friðhelgi einkalífs barna þegar kemur að samfélagsmiðlum og fjölmiðlum og kom meðal annars inn á hvernig foreldrar fjalla um börnin sín. „Þarna vegur upp á móti hvort öðru annars vegar réttur foreldris til að fjalla um barnið sitt og hins vegar réttur barnsins til þess að ekki sé fjallað um það.“ Hún segir það nauðsynlegt að foreldrar séu meðvitaðir um að birta síður myndir eða stöðuuppfærslur um börnin sín sem geti orðið til þess að þeim verði strítt eða einhvers konar upplýsingar séu birtar sem þau vilji ekki hafa fyrir allra augum, til dæmis persónuleg mál. „Mín skoðun er sú að eftir því sem börn eldast og þroskast eiga þau að fá að hafa meira um það að segja hvernig birtingarmynd þeirra er á samfélagsmiðlum. Foreldrar verða auðvitað að taka tillit til þess,“ segir Hödd og tekur fram að fullorðið fólk sé meðvitað um hvernig það vill birtast sjónum annarra á slíkum miðlum. „Þegar umfjöllunarefnið erum við sjálf viljum við að vel sé farið með ímynd okkar. Börn eiga eðlilega rétt á sömu tillitssemi og sumt á einfaldlega ekki heima á netinu eða samfélagsmiðlum,“ segir hún. „Sjálf hef ég verið dugleg að birta myndir af dætrum mínum en verið meðvituð um að það sé ekki efni sem getur komi þeim illa. Eftir því sem dóttir mín eldist finn ég að hún hefur sterkari skoðanir á því hvað fer inn og vill fá að stýra því sjálf. Ég skil það vel og virði,“ segir Hödd. „Börn eru alveg jafn viðkvæm og við, ef ekki viðkvæmari, sérstaklega þegar þau eru farin að gera sér grein fyrir þessum heimi. Unglingar eru mjög meðvitaðir og í rauninni fer stór hluti af lífi þeirra fram í gegnum samfélagsmiðla. Þeir eru mikið í símanum og að öllu jöfnu klárari en við á þessum miðlum því þetta gerist hraðar hjá þeim.“ Birtist í Fréttablaðinu Samfélagsmiðlar Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
Þegar mynd eða umfjöllun er komin inn á samfélagsmiðla missir maður að mestu vald yfir efninu og einstaklingar hafa lent í því að það sem sett er inn er svo nýtt í öðrum tilgangi en lagt var upp með,“ segir Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill um börn á samfélagsmiðlum. Hödd starfaði lengi í fjölmiðlum og hefur skrifað mikið um börn og samfélagsmiðla. Þá skrifaði hún meistararitgerð sína í lögfræði um friðhelgi einkalífs barna þegar kemur að samfélagsmiðlum og fjölmiðlum og kom meðal annars inn á hvernig foreldrar fjalla um börnin sín. „Þarna vegur upp á móti hvort öðru annars vegar réttur foreldris til að fjalla um barnið sitt og hins vegar réttur barnsins til þess að ekki sé fjallað um það.“ Hún segir það nauðsynlegt að foreldrar séu meðvitaðir um að birta síður myndir eða stöðuuppfærslur um börnin sín sem geti orðið til þess að þeim verði strítt eða einhvers konar upplýsingar séu birtar sem þau vilji ekki hafa fyrir allra augum, til dæmis persónuleg mál. „Mín skoðun er sú að eftir því sem börn eldast og þroskast eiga þau að fá að hafa meira um það að segja hvernig birtingarmynd þeirra er á samfélagsmiðlum. Foreldrar verða auðvitað að taka tillit til þess,“ segir Hödd og tekur fram að fullorðið fólk sé meðvitað um hvernig það vill birtast sjónum annarra á slíkum miðlum. „Þegar umfjöllunarefnið erum við sjálf viljum við að vel sé farið með ímynd okkar. Börn eiga eðlilega rétt á sömu tillitssemi og sumt á einfaldlega ekki heima á netinu eða samfélagsmiðlum,“ segir hún. „Sjálf hef ég verið dugleg að birta myndir af dætrum mínum en verið meðvituð um að það sé ekki efni sem getur komi þeim illa. Eftir því sem dóttir mín eldist finn ég að hún hefur sterkari skoðanir á því hvað fer inn og vill fá að stýra því sjálf. Ég skil það vel og virði,“ segir Hödd. „Börn eru alveg jafn viðkvæm og við, ef ekki viðkvæmari, sérstaklega þegar þau eru farin að gera sér grein fyrir þessum heimi. Unglingar eru mjög meðvitaðir og í rauninni fer stór hluti af lífi þeirra fram í gegnum samfélagsmiðla. Þeir eru mikið í símanum og að öllu jöfnu klárari en við á þessum miðlum því þetta gerist hraðar hjá þeim.“
Birtist í Fréttablaðinu Samfélagsmiðlar Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira