Kínverjar og Rússar hlusta reglulega á einkasímtöl Trump Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2018 23:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Manuel Balce Ceneta Þrátt fyrir að aðstoðarmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi oft varað hann við því að kínverskir og rússneskir njósnarar hlusti reglulega á einkasímtöl hans úr iPhone síma sem hann á, heldur forsetinn áfram að notast við símann. Núverandi og fyrrverandi starfsmenn ríkisstjórnarinnar segja New York Times að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafi komist á snoðir um hleranir Rússar og Kínverja og ríkisstjórnir ríkjanna noti símtöl Trump til að reyna að hafa áhrif á forsetann og stefnumál hans. Þá hafi Kínverjar búið til lista yfir þá aðila sem Trump ræðir reglulega við, svo þeir geti reynt að nota þá til að hafa áhrif á Trump. Meðal þeirra eru Stephen A. Schwarzman, yfirmaður Blackstone, Steve Wynn, fyrrverandi eigandi spilavíta í Las Vegas. Trump ræðir einnig reglulega við þáttastjórnendur Fox eins og Sean Hannity. Samkvæmt heimildum New York Times hafa Kínverjar reynt að hafa áhrif á þessa menn, meðal annars í gegnum vini þeirra, til þess að hafa áhrif á Trump. Forsetinn hringir reglulega í þá úr iPhone síma sínum til að ræða við þá um málefni Bandaríkjanna og hvernig honum sjálfum gangi í starfi. Heimildarmenn NYT segjast ekki vera að reyna að grafa undan forsetanum. Þess í stað séu þeir að ræða við fjölmiðla vegna frjálslegs viðhorfs Trump gagnvart rafrænu öryggi. Talsmaður Wynn neitaði að tjá sig. Talskona Blackstone neitaði sömuleiðis að tjá sig að örðu leyti en að Schwarzman þjónaði hamingjusamlega sem milliliður Kína og Bandaríkjanna þegar bæði Xi Jinping, forseti Kína, og Trump bæðu hann um það.Skildi síma eftir í golfbíl Trump á þrjá iPhone. Starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa breytt tveimur þeirra og auka öryggi þeirra. Sá þriðji er hins vegar alfarið hefðbundinn. Trump notast við hann vegna þess að hann getur notast við símaskránna í honum en ekki hinum. Útsendarar ríkja eiga auðvelt með að hlera símtöl farsíma og gera það reglulega. Þar á meðal útsendarar Bandaríkjanna. Starfsmenn Trump telja hann ekki ræða leyndarmál í farsíma sinn. Þar að auki segja þeir ólíklegt að hann geri það vegna þess hve sjaldan hann kafi djúpt í þær upplýsingar sem hann fær. Trump er þar að auki ætlað að skipta um síma á 30 daga fresti en hann gerir það þó mun sjaldnar. Þá gleymdist einn af símum hans í golfbíl í golfklúbbi hans í New Jersey í fyrra. Bandaríkin Donald Trump Kína Rússland Tengdar fréttir Forsetinn segir of „óhentugt“ að fylgja öryggisreglum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, notast við síma sem býr ekki yfir öryggisbúnaði sem ætlað er að verja hann gegn tölvuárásum og hefur ekki látið sérfræðinga yfirfara símann og mánaða skeið. 22. maí 2018 12:30 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Þrátt fyrir að aðstoðarmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi oft varað hann við því að kínverskir og rússneskir njósnarar hlusti reglulega á einkasímtöl hans úr iPhone síma sem hann á, heldur forsetinn áfram að notast við símann. Núverandi og fyrrverandi starfsmenn ríkisstjórnarinnar segja New York Times að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafi komist á snoðir um hleranir Rússar og Kínverja og ríkisstjórnir ríkjanna noti símtöl Trump til að reyna að hafa áhrif á forsetann og stefnumál hans. Þá hafi Kínverjar búið til lista yfir þá aðila sem Trump ræðir reglulega við, svo þeir geti reynt að nota þá til að hafa áhrif á Trump. Meðal þeirra eru Stephen A. Schwarzman, yfirmaður Blackstone, Steve Wynn, fyrrverandi eigandi spilavíta í Las Vegas. Trump ræðir einnig reglulega við þáttastjórnendur Fox eins og Sean Hannity. Samkvæmt heimildum New York Times hafa Kínverjar reynt að hafa áhrif á þessa menn, meðal annars í gegnum vini þeirra, til þess að hafa áhrif á Trump. Forsetinn hringir reglulega í þá úr iPhone síma sínum til að ræða við þá um málefni Bandaríkjanna og hvernig honum sjálfum gangi í starfi. Heimildarmenn NYT segjast ekki vera að reyna að grafa undan forsetanum. Þess í stað séu þeir að ræða við fjölmiðla vegna frjálslegs viðhorfs Trump gagnvart rafrænu öryggi. Talsmaður Wynn neitaði að tjá sig. Talskona Blackstone neitaði sömuleiðis að tjá sig að örðu leyti en að Schwarzman þjónaði hamingjusamlega sem milliliður Kína og Bandaríkjanna þegar bæði Xi Jinping, forseti Kína, og Trump bæðu hann um það.Skildi síma eftir í golfbíl Trump á þrjá iPhone. Starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa breytt tveimur þeirra og auka öryggi þeirra. Sá þriðji er hins vegar alfarið hefðbundinn. Trump notast við hann vegna þess að hann getur notast við símaskránna í honum en ekki hinum. Útsendarar ríkja eiga auðvelt með að hlera símtöl farsíma og gera það reglulega. Þar á meðal útsendarar Bandaríkjanna. Starfsmenn Trump telja hann ekki ræða leyndarmál í farsíma sinn. Þar að auki segja þeir ólíklegt að hann geri það vegna þess hve sjaldan hann kafi djúpt í þær upplýsingar sem hann fær. Trump er þar að auki ætlað að skipta um síma á 30 daga fresti en hann gerir það þó mun sjaldnar. Þá gleymdist einn af símum hans í golfbíl í golfklúbbi hans í New Jersey í fyrra.
Bandaríkin Donald Trump Kína Rússland Tengdar fréttir Forsetinn segir of „óhentugt“ að fylgja öryggisreglum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, notast við síma sem býr ekki yfir öryggisbúnaði sem ætlað er að verja hann gegn tölvuárásum og hefur ekki látið sérfræðinga yfirfara símann og mánaða skeið. 22. maí 2018 12:30 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Forsetinn segir of „óhentugt“ að fylgja öryggisreglum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, notast við síma sem býr ekki yfir öryggisbúnaði sem ætlað er að verja hann gegn tölvuárásum og hefur ekki látið sérfræðinga yfirfara símann og mánaða skeið. 22. maí 2018 12:30