Körfubolti

Gríska fríkið í hóp með Wilt Chamberlain

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Óstöðvandi
Óstöðvandi vísir/getty
Gríska körfuboltaundrið Giannis Antetokounmpo skoraði 32 stig, tók 18 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í fimmtán stiga sigri á Philadelphia 76ers í NBA körfuboltanum í nótt og kom sér þannig í hóp með goðsögninni Wilt Chamberlain.

Þessi 23 ára gamli kraftframherji hefur byrjað tímabilið af krafti og hefur skilað myndarlegum tröllatvennum í öllum fjórum leikjum Bucks til þessa. Það er að skora yfir tíu stig og taka yfir tíu fráköst en hann hefur gert gott betur en það.

Giannis Antetokounmpo hefur skorað meira en 25 stig í öllum leikjum liðsins til þessa og sömuleiðs hirt 15 fráköst eða meira í öllum leikjum liðsins til þessa.

Það er ansi langt síðan að álíka tölfræði var náð í NBA körfuboltanum en síðastur til þess að byrja svona vel var Wilt Chamberlain tímabilið 1965/1966 en þá lék hann með Philadelphia 76ers.

Þessar mögnuðu frammistöður „gríska fríksins“ (e. Greek Freak) hafa skilað Bucks fullkominni byrjun á mótinu en liðið er eitt fimm liða sem er enn taplaust.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×