Óvíst hvert málum yrði áfrýjað Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. október 2018 07:00 Enn á eftir að ákveða fjárhæð bóta fyrir Eirík Jónsson lagaprófessor. Fréttablaðið/Eyþór Ekki hefur verið tekin ákvörðun um áfrýjun tveggja dóma sem féllu í gær um bætur til Jóns Höskuldssonar og bótarétt Eiríks Jónssonar vegna ólögmætrar skipunar dómara við Landsrétt á síðasta ári. Aðspurður segist Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður ekki eiga von á öðru en að málunum verði vísað til Landsréttar, verði þeim á annað borð áfrýjað. „Landsréttur er náttúrulega okkar áfrýjunardómstig, undir eðlilegum kringumstæðum,“ segir Einar Karl og vísar til þess að Hæstiréttur hafi oft þurft að fást við mál þar sem reglulegir dómarar þurfa að víkja sæti. Lögmaður Jóns, Lúðvík Örn Steinarsson, er á öðru máli. „Mér finnst yfirgnæfandi líkur á því ef málinu verður áfrýjað að sá sem það geri fari þess á leit við Hæstarétt að hann taki málið fyrir en ekki Landsréttur. Ég held það sé líka eðlilegt því Hæstiréttur hefur verið að dæma í málum sem tengjast þessari ráðningu,“ segir Lúðvík. „Okkur finnst dómurinn ágætlega rökstuddur hvað varðar skaðabótaskylduna en vantar kannski upp á rökstuðninginn fyrir því að fjárhæðin var lækkuð svona,“ segir Lúðvík, en Jón fór fram á rúmar 30 milljónir í skaðabætur með vísan til þess hve mikið laun hans hefðu hækkað út starfsævina við að fara úr stóli héraðsdómara upp í Landsrétt. Honum voru hins vegar dæmdar fjórar milljónir. Munurinn á launum dómara við héraðsdóm og Landsrétt eru 280.000 krónur á mánuði. Hefði Jón orðið dómari við Landsrétt hefði hann þénað þrjár milljónir til viðbótar við laun hans nú. Auk þeirra tveggja dóma sem féllu í héraði í gær hefur Hæstiréttur þegar skorið úr um bótarétt hinna tveggja dómaraefnanna sem ekki voru skipaðir í Landsrétt þrátt fyrir að hafa verið meðal þeirra fimmtán sem dómnefnd taldi hæfasta. Kröfum þeirra beggja um viðurkenningu á skaðabótaskyldu var hafnað en þeim hvorum um sig dæmdar 700.000 krónur í miskabætur. Samanlögð fjárhæð bóta sem dæmdar hafa verið vegna skipunar dómara við Landsrétt nemur því 6,5 milljónum og málskostnaður sem dæmdur hefur verið í þessum fjórum bótamálum sem rekin hafa verið vegna málsins nemur 4,4 milljónum. Enn er ekki búið að leysa úr öllum óvissuþáttum eftir skipun dómara við Landsrétt sem Hæstiréttur hefur dæmt ólögmæta. Eftir er að ákveða fjárhæð bóta fyrir Eirík Jónsson en fallist var á skaðabótaskyldu ríkisins gagnvart honum í héraði í gær án þess að tiltekin fjárhæð væri dæmd. Þá má nefna mál sem nú er rekið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna meints vanhæfis Arnfríðar Einarsdóttur Landsréttardómara til að dæma mál við dóminn með vísan til skipunar hennar, en hún var ekki á lista dómnefndar yfir hæfustu umsækjendur en var þó skipuð dómari við réttinn. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipunar dómara við Landsrétt. 25. október 2018 13:47 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um áfrýjun tveggja dóma sem féllu í gær um bætur til Jóns Höskuldssonar og bótarétt Eiríks Jónssonar vegna ólögmætrar skipunar dómara við Landsrétt á síðasta ári. Aðspurður segist Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður ekki eiga von á öðru en að málunum verði vísað til Landsréttar, verði þeim á annað borð áfrýjað. „Landsréttur er náttúrulega okkar áfrýjunardómstig, undir eðlilegum kringumstæðum,“ segir Einar Karl og vísar til þess að Hæstiréttur hafi oft þurft að fást við mál þar sem reglulegir dómarar þurfa að víkja sæti. Lögmaður Jóns, Lúðvík Örn Steinarsson, er á öðru máli. „Mér finnst yfirgnæfandi líkur á því ef málinu verður áfrýjað að sá sem það geri fari þess á leit við Hæstarétt að hann taki málið fyrir en ekki Landsréttur. Ég held það sé líka eðlilegt því Hæstiréttur hefur verið að dæma í málum sem tengjast þessari ráðningu,“ segir Lúðvík. „Okkur finnst dómurinn ágætlega rökstuddur hvað varðar skaðabótaskylduna en vantar kannski upp á rökstuðninginn fyrir því að fjárhæðin var lækkuð svona,“ segir Lúðvík, en Jón fór fram á rúmar 30 milljónir í skaðabætur með vísan til þess hve mikið laun hans hefðu hækkað út starfsævina við að fara úr stóli héraðsdómara upp í Landsrétt. Honum voru hins vegar dæmdar fjórar milljónir. Munurinn á launum dómara við héraðsdóm og Landsrétt eru 280.000 krónur á mánuði. Hefði Jón orðið dómari við Landsrétt hefði hann þénað þrjár milljónir til viðbótar við laun hans nú. Auk þeirra tveggja dóma sem féllu í héraði í gær hefur Hæstiréttur þegar skorið úr um bótarétt hinna tveggja dómaraefnanna sem ekki voru skipaðir í Landsrétt þrátt fyrir að hafa verið meðal þeirra fimmtán sem dómnefnd taldi hæfasta. Kröfum þeirra beggja um viðurkenningu á skaðabótaskyldu var hafnað en þeim hvorum um sig dæmdar 700.000 krónur í miskabætur. Samanlögð fjárhæð bóta sem dæmdar hafa verið vegna skipunar dómara við Landsrétt nemur því 6,5 milljónum og málskostnaður sem dæmdur hefur verið í þessum fjórum bótamálum sem rekin hafa verið vegna málsins nemur 4,4 milljónum. Enn er ekki búið að leysa úr öllum óvissuþáttum eftir skipun dómara við Landsrétt sem Hæstiréttur hefur dæmt ólögmæta. Eftir er að ákveða fjárhæð bóta fyrir Eirík Jónsson en fallist var á skaðabótaskyldu ríkisins gagnvart honum í héraði í gær án þess að tiltekin fjárhæð væri dæmd. Þá má nefna mál sem nú er rekið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna meints vanhæfis Arnfríðar Einarsdóttur Landsréttardómara til að dæma mál við dóminn með vísan til skipunar hennar, en hún var ekki á lista dómnefndar yfir hæfustu umsækjendur en var þó skipuð dómari við réttinn.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipunar dómara við Landsrétt. 25. október 2018 13:47 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipunar dómara við Landsrétt. 25. október 2018 13:47
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent