Þverpólitísk skilaboð um bólusetningar Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. október 2018 07:00 Hildur Sverrisdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ég held að það sé skynsamlegt skref að kerfið sjálft passi upp á að stoppa í götin sín megin. Svo verðum við að sjá hverju það skilar,“ segir Hildur Sverrisdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hefur lagt fram þingsályktunartillögu um stofnun starfshóps sem geri tillögur um hvernig auka megi hlutfall bólusetninga barna. Gerir tillagan ráð fyrir að starfshópurinn hugi sérstaklega að úrbótum á verklagi við framkvæmd og utanumhald bólusetninga á heilsugæslustöðvum, meðal annars hvað varðar upplýsingagjöf og eftirfylgni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það mjög gott að menn vilji leita leiða til að bæta þátttöku í bólusetningum sem mest. „Á móti kemur að það er þegar starfshópur í gangi sem er að vinna að þessu. Það yrði skrýtið ef skipaður yrði annar hópur um sama efni því þetta gæti orðið tvíverknaður. Þetta er samt jákvætt framtak.“ Hann segir að flutningsmenn tillögunnar hafi ekki haft samband við sig til að athuga hvað væri að gerast í þessum málum. Í umræddum starfshópi sitja fulltrúar frá sóttvarnalækni, heilsugæslunni, rafrænni sjúkraskrá og hugbúnaðarfyrirtækinu Origo. „Þessi hópur á að skoða alla þessa þætti, bæði skráningu bólusetninga í grunninn og kerfið svo við getum merkt þá sem eru óbólusettir og kallað þá fram. Þannig að það er í rauninni verið að vinna þetta eins og tillagan gengur út á.“ Hvort þessi vinna skili árangri komi í ljós í árlegri skýrslu sóttvarnalæknis. Hildur segist vita að þessi mál séu til skoðunar innan afmarkaðra embætta. „Ég taldi mikilvægt að þungi þingsins myndi standa að baki þeim lausnum sem verða fundnar innan kerfisins. Sérstaklega í ljósi þess að það hafi orðið átök á pólitískum vettvangi um leiðir í þessu. Við þurfum að senda þau þverpólitísku skilaboð að það sé mikilvægt að auka hlutfall bólusetninga barna.“ Bólusetningar barna hafa verið töluvert í umræðunni en sjálf lagði Hildur fram tillögu í borgarstjórn 2015 um að bólusetningar yrðu skilyrði fyrir leikskóladvöl. „Sú tillaga fékk ekki hljómgrunn og heldur ekki þegar nafna mín Hildur Björnsdóttir lagði hana fram í sumar. Það spannst mikil umræða um bólusetningarnar þegar ég lagði tillöguna fram á sínum tíma. Nokkrum vikum síðar lögðu þingmenn VG fram tillögu um að þessi mál yrðu skoðuð en hún dagaði uppi.“ Hildur segir að eftir að tillaga nöfnu hennar var felld í borgarstjórn hafi hún hugsað að nú væri mikilvægt að reyna að gera það sem hægt væri innan kerfisins til að reyna að auka hlutfall bólusetninga. „Það kom fram í umræðunum að það væri hægt að gera ýmislegt innan kerfisins. Til dæmis að auka eftirlit heilsugæslunnar sem ætti þá að geta gripið þá sem eru ekki á móti bólusetningum en það ferst fyrir af einhverjum ástæðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Stj.mál Tengdar fréttir Þverpólitísk samstaða um að styrkja eftirlit með bólusetningum Þingmenn úr öllum flokkum styðja þingsályktunartillögu sem felur heilbrigðisráðherra að skipa starfshóp sem á að vinna að leiðum til að auka hlutfall bólusetningar barna. 25. október 2018 13:32 Þriggja mánaða með kíghósta og móðirin minnir á bólusetningar barna og fullorðinna María Gróa brýnir fyrir fólki að bólusetja börn sín og fara sjálft í endurnýjun bólusetningar á tíu ára fresti. 19. september 2018 12:02 Bólusetningartillagan felld í borgarstjórn Greiddu þrettán borgarfulltrúar atkvæði gegn tillögunni og tíu greiddu atkvæði með. 5. september 2018 08:18 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Sjá meira
„Ég held að það sé skynsamlegt skref að kerfið sjálft passi upp á að stoppa í götin sín megin. Svo verðum við að sjá hverju það skilar,“ segir Hildur Sverrisdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hefur lagt fram þingsályktunartillögu um stofnun starfshóps sem geri tillögur um hvernig auka megi hlutfall bólusetninga barna. Gerir tillagan ráð fyrir að starfshópurinn hugi sérstaklega að úrbótum á verklagi við framkvæmd og utanumhald bólusetninga á heilsugæslustöðvum, meðal annars hvað varðar upplýsingagjöf og eftirfylgni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það mjög gott að menn vilji leita leiða til að bæta þátttöku í bólusetningum sem mest. „Á móti kemur að það er þegar starfshópur í gangi sem er að vinna að þessu. Það yrði skrýtið ef skipaður yrði annar hópur um sama efni því þetta gæti orðið tvíverknaður. Þetta er samt jákvætt framtak.“ Hann segir að flutningsmenn tillögunnar hafi ekki haft samband við sig til að athuga hvað væri að gerast í þessum málum. Í umræddum starfshópi sitja fulltrúar frá sóttvarnalækni, heilsugæslunni, rafrænni sjúkraskrá og hugbúnaðarfyrirtækinu Origo. „Þessi hópur á að skoða alla þessa þætti, bæði skráningu bólusetninga í grunninn og kerfið svo við getum merkt þá sem eru óbólusettir og kallað þá fram. Þannig að það er í rauninni verið að vinna þetta eins og tillagan gengur út á.“ Hvort þessi vinna skili árangri komi í ljós í árlegri skýrslu sóttvarnalæknis. Hildur segist vita að þessi mál séu til skoðunar innan afmarkaðra embætta. „Ég taldi mikilvægt að þungi þingsins myndi standa að baki þeim lausnum sem verða fundnar innan kerfisins. Sérstaklega í ljósi þess að það hafi orðið átök á pólitískum vettvangi um leiðir í þessu. Við þurfum að senda þau þverpólitísku skilaboð að það sé mikilvægt að auka hlutfall bólusetninga barna.“ Bólusetningar barna hafa verið töluvert í umræðunni en sjálf lagði Hildur fram tillögu í borgarstjórn 2015 um að bólusetningar yrðu skilyrði fyrir leikskóladvöl. „Sú tillaga fékk ekki hljómgrunn og heldur ekki þegar nafna mín Hildur Björnsdóttir lagði hana fram í sumar. Það spannst mikil umræða um bólusetningarnar þegar ég lagði tillöguna fram á sínum tíma. Nokkrum vikum síðar lögðu þingmenn VG fram tillögu um að þessi mál yrðu skoðuð en hún dagaði uppi.“ Hildur segir að eftir að tillaga nöfnu hennar var felld í borgarstjórn hafi hún hugsað að nú væri mikilvægt að reyna að gera það sem hægt væri innan kerfisins til að reyna að auka hlutfall bólusetninga. „Það kom fram í umræðunum að það væri hægt að gera ýmislegt innan kerfisins. Til dæmis að auka eftirlit heilsugæslunnar sem ætti þá að geta gripið þá sem eru ekki á móti bólusetningum en það ferst fyrir af einhverjum ástæðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Stj.mál Tengdar fréttir Þverpólitísk samstaða um að styrkja eftirlit með bólusetningum Þingmenn úr öllum flokkum styðja þingsályktunartillögu sem felur heilbrigðisráðherra að skipa starfshóp sem á að vinna að leiðum til að auka hlutfall bólusetningar barna. 25. október 2018 13:32 Þriggja mánaða með kíghósta og móðirin minnir á bólusetningar barna og fullorðinna María Gróa brýnir fyrir fólki að bólusetja börn sín og fara sjálft í endurnýjun bólusetningar á tíu ára fresti. 19. september 2018 12:02 Bólusetningartillagan felld í borgarstjórn Greiddu þrettán borgarfulltrúar atkvæði gegn tillögunni og tíu greiddu atkvæði með. 5. september 2018 08:18 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Sjá meira
Þverpólitísk samstaða um að styrkja eftirlit með bólusetningum Þingmenn úr öllum flokkum styðja þingsályktunartillögu sem felur heilbrigðisráðherra að skipa starfshóp sem á að vinna að leiðum til að auka hlutfall bólusetningar barna. 25. október 2018 13:32
Þriggja mánaða með kíghósta og móðirin minnir á bólusetningar barna og fullorðinna María Gróa brýnir fyrir fólki að bólusetja börn sín og fara sjálft í endurnýjun bólusetningar á tíu ára fresti. 19. september 2018 12:02
Bólusetningartillagan felld í borgarstjórn Greiddu þrettán borgarfulltrúar atkvæði gegn tillögunni og tíu greiddu atkvæði með. 5. september 2018 08:18