Stórt skref Anthony Smith í átt að titlinum Pétur Marinó Jónsson skrifar 28. október 2018 06:27 Vísir/Getty UFC var með bardagakvöld í Montcon í Kanada í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins sáum við Anthony Smith sigra Volkan Oezdemir í 3. lotu. Anthony Smith hefur lengst af barist í millivigt á ferli sínum í UFC. Fyrr á árinu ákvað Smith að færa sig upp um flokk og er nú ansi nálægt titilbardaga í léttþungavigt. Bardaginn gegn Volkan Oezdemir var nokkuð mikilvægur fyrir léttþungavigtina. Svisslendingurinn Oezdemir byrjaði vel og tók fyrstu tvær loturnar. Oezdemir beitti þungum lágspörkum og náði að taka Smith niður í 2. lotu. Smith sýndi ekki merkilega takta í gólfinu og var Oezdemir með bardagann í sínum höndum. Í 3. lotu virkaði Smith þreyttur en á sama tíma eins og hann væri að detta í gang. Smith er þekktur fyrir að vera lengi af stað og náði hann nokkrum góðum höggum inn á fyrstu mínútum lotunnar. Smith náði að koma Oezdemir tvisvar niður í lotunni en í seinna skiptið tókst honum að halda Oezdemir betur niðri. Smith vann vel í gólfinu og sótti í henginguna en Oezdemir varðist ágætlega. Smith náði loksins að læsa hengingunni almennilega í lok lotunnar og þurfti Oezdemir að tappa út þegar rúmar 30 sekúndur voru eftir af lotunni eftir „rear naked choke“. Með sigrinum er Smith kominn ansi nálægt titilbardaga en fyrir ári síðan (á meðan hann var í millivigt) var fátt sem benti til þess að Anthony Smith myndi nokkurn tímann vera nálægt titilbardaga. Michael Johnson sigraði svo Artem Lobov í næstsíðasta bardaga kvöldsins og var þetta þriðja tapið í röð hjá Lobov. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Rotarar mætast í Kanada Tveir ansi færir rotarar mætast í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Montcon í Kanada í kvöld. Bardagar beggja eru yfirleitt fljótir að klárast og má búast við stuttu en skemmtilegu fjöri í kvöld. 27. október 2018 00:01 Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira
UFC var með bardagakvöld í Montcon í Kanada í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins sáum við Anthony Smith sigra Volkan Oezdemir í 3. lotu. Anthony Smith hefur lengst af barist í millivigt á ferli sínum í UFC. Fyrr á árinu ákvað Smith að færa sig upp um flokk og er nú ansi nálægt titilbardaga í léttþungavigt. Bardaginn gegn Volkan Oezdemir var nokkuð mikilvægur fyrir léttþungavigtina. Svisslendingurinn Oezdemir byrjaði vel og tók fyrstu tvær loturnar. Oezdemir beitti þungum lágspörkum og náði að taka Smith niður í 2. lotu. Smith sýndi ekki merkilega takta í gólfinu og var Oezdemir með bardagann í sínum höndum. Í 3. lotu virkaði Smith þreyttur en á sama tíma eins og hann væri að detta í gang. Smith er þekktur fyrir að vera lengi af stað og náði hann nokkrum góðum höggum inn á fyrstu mínútum lotunnar. Smith náði að koma Oezdemir tvisvar niður í lotunni en í seinna skiptið tókst honum að halda Oezdemir betur niðri. Smith vann vel í gólfinu og sótti í henginguna en Oezdemir varðist ágætlega. Smith náði loksins að læsa hengingunni almennilega í lok lotunnar og þurfti Oezdemir að tappa út þegar rúmar 30 sekúndur voru eftir af lotunni eftir „rear naked choke“. Með sigrinum er Smith kominn ansi nálægt titilbardaga en fyrir ári síðan (á meðan hann var í millivigt) var fátt sem benti til þess að Anthony Smith myndi nokkurn tímann vera nálægt titilbardaga. Michael Johnson sigraði svo Artem Lobov í næstsíðasta bardaga kvöldsins og var þetta þriðja tapið í röð hjá Lobov. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Rotarar mætast í Kanada Tveir ansi færir rotarar mætast í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Montcon í Kanada í kvöld. Bardagar beggja eru yfirleitt fljótir að klárast og má búast við stuttu en skemmtilegu fjöri í kvöld. 27. október 2018 00:01 Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira
Rotarar mætast í Kanada Tveir ansi færir rotarar mætast í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Montcon í Kanada í kvöld. Bardagar beggja eru yfirleitt fljótir að klárast og má búast við stuttu en skemmtilegu fjöri í kvöld. 27. október 2018 00:01