Segir tillögur Svandísar svívirðilegar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. október 2018 06:15 Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins. Vísir/Anton Brink „Þetta er svo sorglegt að ég trúi hreinlega ekki að verið sé að leggja þetta fram,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, um fyrirhugað frumvarp heilbrigðisráðherra um nýja heildarlöggjöf um þungunarrof. Drög að frumvarpinu voru nýverið til umsagnar í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar. Var þar lagt til að þungunarrof yrði heimilt fram að 18. viku meðgöngu en eftir það eingöngu ef fóstur væri „ólífvænlegt“. Fjöldi umsagna barst, meðal annars frá ljósmæðrum, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknum, og var stór hluti þeirra þess efnis að rétt væri að leyfa þungunarrof fram að 22. viku. Það að fóstur þyrfti að vera ólífvænlegt þrengdi mjög sjálfsákvörðunarrétt verðandi mæðra enda gætu ýmsir aðrir þættir, til að mynda félagslegir, haft mikið að segja. Heilbrigðisráðherra tilkynnti síðan í liðinni viku að tillit yrði tekið til umsagnanna. Rof yrði leyft fram að 22. viku meðgöngu og gilti þá einu hvaða ástæður væru þar að baki. Endanlegt frumvarp hefur ekki verið lagt fram. „Við þekkjum þess dæmi að börn hafi fæðst eftir 21. viku meðgöngu og lifað. Að ætla að leyfa fóstureyðingu þegar móðir hefur lokið meira en hálfri meðgöngu, bara því henni datt það í hug þá, er svívirðilegt,“ segir Inga. Hún segir að öðru máli gegni um tilvik ef skimanir leiði í ljós að miklar líkur séu á því að fóstur verði fársjúkt eða látist skömmu eftir fæðingu, heilsu móður sé stefnt í voða með meðgöngunni eða ef félagslegar aðstæður mæli gegn því að ljúka meðgöngunni. „Ef það verður þannig að heilbrigð móðir með heilbrigt barn getur tekið ákvörðun um að eyða því eftir rúmlega hálfa meðgöngu, þá er það óásættanlegt með öllu. Hún ætti að vera meðvituð um þennan vilja mun fyrr. Öðru gildir ef um líf eða dauða er að tefla,“ segir Inga. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
„Þetta er svo sorglegt að ég trúi hreinlega ekki að verið sé að leggja þetta fram,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, um fyrirhugað frumvarp heilbrigðisráðherra um nýja heildarlöggjöf um þungunarrof. Drög að frumvarpinu voru nýverið til umsagnar í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar. Var þar lagt til að þungunarrof yrði heimilt fram að 18. viku meðgöngu en eftir það eingöngu ef fóstur væri „ólífvænlegt“. Fjöldi umsagna barst, meðal annars frá ljósmæðrum, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknum, og var stór hluti þeirra þess efnis að rétt væri að leyfa þungunarrof fram að 22. viku. Það að fóstur þyrfti að vera ólífvænlegt þrengdi mjög sjálfsákvörðunarrétt verðandi mæðra enda gætu ýmsir aðrir þættir, til að mynda félagslegir, haft mikið að segja. Heilbrigðisráðherra tilkynnti síðan í liðinni viku að tillit yrði tekið til umsagnanna. Rof yrði leyft fram að 22. viku meðgöngu og gilti þá einu hvaða ástæður væru þar að baki. Endanlegt frumvarp hefur ekki verið lagt fram. „Við þekkjum þess dæmi að börn hafi fæðst eftir 21. viku meðgöngu og lifað. Að ætla að leyfa fóstureyðingu þegar móðir hefur lokið meira en hálfri meðgöngu, bara því henni datt það í hug þá, er svívirðilegt,“ segir Inga. Hún segir að öðru máli gegni um tilvik ef skimanir leiði í ljós að miklar líkur séu á því að fóstur verði fársjúkt eða látist skömmu eftir fæðingu, heilsu móður sé stefnt í voða með meðgöngunni eða ef félagslegar aðstæður mæli gegn því að ljúka meðgöngunni. „Ef það verður þannig að heilbrigð móðir með heilbrigt barn getur tekið ákvörðun um að eyða því eftir rúmlega hálfa meðgöngu, þá er það óásættanlegt með öllu. Hún ætti að vera meðvituð um þennan vilja mun fyrr. Öðru gildir ef um líf eða dauða er að tefla,“ segir Inga.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira