Sænski þingforsetinn sér fjóra möguleika í stöðunni Atli Ísleifsson skrifar 29. október 2018 18:23 Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna og starfandi forsætisráðherra, gekk í morgun á fund þingforsetans Andreas Norlén (á myndinni) þar sem hann greindi frá því að hann hafi siglt í strand í stjórnarmyndunarviðræðunum. Getty Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, segir að hann muni ekki veita neinum umboð til stjórnarmyndunar í bili. Norlén hefur þess í stað boðað leiðtoga til hópviðræðna út frá fjórum tillögum að nýrri ríkisstjórn. Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna og starfandi forsætisráðherra, gekk í morgun á fund þingforseta þar sem hann greindi frá því að hann hafi siglt í strand og sjái sem stendur ekki fram á að geta myndað nýja stjórn sem meirihluti þingsins myndi verja vantrausti. Áður hafði Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, einnig mistekist að mynda nýja stjórn.Fjórar tillögur Þingforsetinn ræddi við leiðtoga allra flokka á þingi í dag og greindi frá næstu skrefum á fréttamannafundi nú síðdegis. Hann sagði að sem stendur væri ekki tímabært að veita neinum sérstakt umboð til stjórnarmyndunar. „Þess í stað vil ég taka að mér virkara hlutverk.“ Tillögurnar sem Norlén nefndi voru:Þjóðstjórn með Jafnaðarmönnum, Græningjum og borgaralegu flokkunum.Miðjustjórn með Jafnaðarmönnum, Græningjum, Miðflokknum og Frjálslyndum.Ríkisstjórn borgaralegu flokkanna og Græningja.Borgaraleg ríkisstjórn í einhverri mynd sem Kristersson hefur nefnt. Fyrstu fundirnir eru fyrirhugaðir þegar á morgun. Afar snúin staða er á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkarnir náðu 144 þingsætum, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Pattstaða í Svíþjóð eftir að Löfven sigldi í strand Stefan Löfven, leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins, sér ekki fram á að geta myndað ríkisstjórn en hann hafði tvær vikur til þess að kanna möguleika á slíku. 29. október 2018 10:30 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, segir að hann muni ekki veita neinum umboð til stjórnarmyndunar í bili. Norlén hefur þess í stað boðað leiðtoga til hópviðræðna út frá fjórum tillögum að nýrri ríkisstjórn. Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna og starfandi forsætisráðherra, gekk í morgun á fund þingforseta þar sem hann greindi frá því að hann hafi siglt í strand og sjái sem stendur ekki fram á að geta myndað nýja stjórn sem meirihluti þingsins myndi verja vantrausti. Áður hafði Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, einnig mistekist að mynda nýja stjórn.Fjórar tillögur Þingforsetinn ræddi við leiðtoga allra flokka á þingi í dag og greindi frá næstu skrefum á fréttamannafundi nú síðdegis. Hann sagði að sem stendur væri ekki tímabært að veita neinum sérstakt umboð til stjórnarmyndunar. „Þess í stað vil ég taka að mér virkara hlutverk.“ Tillögurnar sem Norlén nefndi voru:Þjóðstjórn með Jafnaðarmönnum, Græningjum og borgaralegu flokkunum.Miðjustjórn með Jafnaðarmönnum, Græningjum, Miðflokknum og Frjálslyndum.Ríkisstjórn borgaralegu flokkanna og Græningja.Borgaraleg ríkisstjórn í einhverri mynd sem Kristersson hefur nefnt. Fyrstu fundirnir eru fyrirhugaðir þegar á morgun. Afar snúin staða er á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkarnir náðu 144 þingsætum, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Pattstaða í Svíþjóð eftir að Löfven sigldi í strand Stefan Löfven, leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins, sér ekki fram á að geta myndað ríkisstjórn en hann hafði tvær vikur til þess að kanna möguleika á slíku. 29. október 2018 10:30 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Pattstaða í Svíþjóð eftir að Löfven sigldi í strand Stefan Löfven, leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins, sér ekki fram á að geta myndað ríkisstjórn en hann hafði tvær vikur til þess að kanna möguleika á slíku. 29. október 2018 10:30