Klónið gæti hagað sér ólíkt Sámi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. október 2018 21:30 Klónað gæludýr er eins og eineggja tvíburi upprunalega eintaksins en samspil erfða og umhverfis leiðir til þess að persónuleikinn getur verið gjörólíkur, að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrsti íslenski hundurinn verður líklega klónaður innan tíðar en slíkt kostar um sex milljónir króna. Hundurinn Sámur, sem er í eigu fyrrverandi forsetahjónanna Ólafs Ragnars Grímssonar og Dorritar Moussaief, verður mögulega fyrsti klónaði íslenski hundurinn. Ólafur greindi frá því um helgina að sýni hefðu verið tekin úr Sámi og send til rannsóknarstofu í Texas. Samkvæmt verðskrá kostar 50 þúsund Bandaríkjadali, eða 6 milljónir króna, að klóna hund hjá Viagen Pets í Texas.Forstjóri Íslenskrar erfðagreininar segir klón í rauninni vera eineggja tvíbura. Samspil erfða og umhverfis geti þó leitt til ólíkra einstaklinga þar sem klónið kemur til á öðrum tíma. „Þá ertu að búa til erfðaeintak sem elst upp við annars konar kringumstæður. Þannig að ég held að Dorrit ætti ekkert að verða hissa þó að klónið af Sámi bíti hana. Þar sem klónið af Sámi gæti komið til með að haga sér svolítið öðruvísi," segir Kári Stefánsson.Dorrit og Sámur árið 2012.Fréttablaðið/StefánHann segir erfitt að nálgast upplýsingar um áreiðanleika tækninnar og tölfræði um slys við ræktunina. „Hversu stór hluti þessara tilrauna leiðir til þess að það fæðist vanskaplingur, ég veit það ekki, en er viss um að það er ekki mikið undir 10%," segir Kári. Frá því að kindin Dolly var klónuð fyrst dýra árið 1996 hafa um tuttugu tegundir verið klónaðar og þótti það sæta tíðindum þegar apar voru klónaðir í fyrsta sinn í janúar vegna skyldleika þeirra við menn. Kári telur ekki nokkurn vafa leika á því að tæknilega sé hægt að klóna manneskju. „Mér finnst þetta, þegar kemur að gæludýrum, vera að mestu leyti tækni til þess að dekra við sjálfa sig ef menn eru í þeirri efnahagslegu aðstöðu að geta það. Þegar kemur að því að klóna fólk erum við komin inn á miklu flóknara sprengjusvæði þegar kemur að viðkvæmum álitaefnum, og það eitthvað sem ég vona að menn geri ekki," segir Kári. Tengdar fréttir Umdeild gæludýraklónun aðeins á færi þeirra ríku: „Er þetta ekki frekar ógeðslegt?“ Fréttir af því að Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, hygðist klóna hundinn Sám vöktu mikla athygli í gær. Netverjar settu málið margir í skoplegt samhengi og aðrir hneyksluðust á því. 28. október 2018 11:11 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Sjá meira
Klónað gæludýr er eins og eineggja tvíburi upprunalega eintaksins en samspil erfða og umhverfis leiðir til þess að persónuleikinn getur verið gjörólíkur, að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrsti íslenski hundurinn verður líklega klónaður innan tíðar en slíkt kostar um sex milljónir króna. Hundurinn Sámur, sem er í eigu fyrrverandi forsetahjónanna Ólafs Ragnars Grímssonar og Dorritar Moussaief, verður mögulega fyrsti klónaði íslenski hundurinn. Ólafur greindi frá því um helgina að sýni hefðu verið tekin úr Sámi og send til rannsóknarstofu í Texas. Samkvæmt verðskrá kostar 50 þúsund Bandaríkjadali, eða 6 milljónir króna, að klóna hund hjá Viagen Pets í Texas.Forstjóri Íslenskrar erfðagreininar segir klón í rauninni vera eineggja tvíbura. Samspil erfða og umhverfis geti þó leitt til ólíkra einstaklinga þar sem klónið kemur til á öðrum tíma. „Þá ertu að búa til erfðaeintak sem elst upp við annars konar kringumstæður. Þannig að ég held að Dorrit ætti ekkert að verða hissa þó að klónið af Sámi bíti hana. Þar sem klónið af Sámi gæti komið til með að haga sér svolítið öðruvísi," segir Kári Stefánsson.Dorrit og Sámur árið 2012.Fréttablaðið/StefánHann segir erfitt að nálgast upplýsingar um áreiðanleika tækninnar og tölfræði um slys við ræktunina. „Hversu stór hluti þessara tilrauna leiðir til þess að það fæðist vanskaplingur, ég veit það ekki, en er viss um að það er ekki mikið undir 10%," segir Kári. Frá því að kindin Dolly var klónuð fyrst dýra árið 1996 hafa um tuttugu tegundir verið klónaðar og þótti það sæta tíðindum þegar apar voru klónaðir í fyrsta sinn í janúar vegna skyldleika þeirra við menn. Kári telur ekki nokkurn vafa leika á því að tæknilega sé hægt að klóna manneskju. „Mér finnst þetta, þegar kemur að gæludýrum, vera að mestu leyti tækni til þess að dekra við sjálfa sig ef menn eru í þeirri efnahagslegu aðstöðu að geta það. Þegar kemur að því að klóna fólk erum við komin inn á miklu flóknara sprengjusvæði þegar kemur að viðkvæmum álitaefnum, og það eitthvað sem ég vona að menn geri ekki," segir Kári.
Tengdar fréttir Umdeild gæludýraklónun aðeins á færi þeirra ríku: „Er þetta ekki frekar ógeðslegt?“ Fréttir af því að Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, hygðist klóna hundinn Sám vöktu mikla athygli í gær. Netverjar settu málið margir í skoplegt samhengi og aðrir hneyksluðust á því. 28. október 2018 11:11 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Sjá meira
Umdeild gæludýraklónun aðeins á færi þeirra ríku: „Er þetta ekki frekar ógeðslegt?“ Fréttir af því að Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, hygðist klóna hundinn Sám vöktu mikla athygli í gær. Netverjar settu málið margir í skoplegt samhengi og aðrir hneyksluðust á því. 28. október 2018 11:11