Sögulegur fellibylur gekk á land í gær Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. október 2018 07:00 Mike Lindsey stendur í fyrrverandi dyragætt antíkbúðar sinnar í smáborginni Panama City. Nordicphotos/AFP Michael gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær sem fjórða stigs fellibylur. Einungis örfáum metrum á sekúndu munaði að vindhraðinn væri svo mikill að flokka mætti fellibylinn á fimmta stigi. Vindhraðinn mældist tæpir sjötíu metrar á sekúndu þegar stormurinn gekk á land, skammt austan við bæinn Mexico Beach. Engar fregnir höfðu borist af manntjóni vegna stormsins þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Hins vegar hafði Rick Scott ríkisstjóri lýst yfir áhyggjum sínum af þeim sem ekki yfirgáfu svæðið og sagðist óttast um líf þeirra. Alls var á fjórða hundrað þúsunda gert að yfirgefa heimili sín vegna hamfaranna. Scott greindi jafnframt frá því að björgunarstarfsfólk hefði verið í viðbragðsstöðu. Myndir og myndbönd sem birtust frá svæðinu þar sem Michael reið yfir í gær sýndu mikla eyðileggingu. Greint var frá rafmagnsleysi víða og þykir víst að tjón á eignum og innviðum verði mikið. Þetta er öflugasti stormur, sé miðað við vindhraða, sem hefur gengið á land í Bandaríkjunum frá því að Andrew skók Flórída árið 1992. Sömuleiðis þykir sögulega merkilegt að þetta sé í fyrsta skipti í skráðri sögu sem fjórða stigs fellibylur gengur á land í hinu svokallaða pönnuskafti Flórída, ræmunni sem gengur vestur af Flórídaskaga sjálfum og að borginni Pensacola. Fjórða stigs fellibyljir eru ekki algengir í Bandaríkjunum. Samkvæmt umfjöllun The Weather Channel voru síðustu slíku fellibyljir Harvey og Irma á síðasta ári en síðan þarf að fara meira en áratug aftur í tímann til að finna dæmi um að svo öflugir stormar hafi gengið á land. Veðurfræðingur The Weather Channel sagði það afar merkilegt við Michael að stormurinn hafi í raun aldrei veikst frá því kerfið myndaðist. Hann hafi raunar náð hápunkti sínum einmitt þegar hann gekk á land. Flestir fellibyljir á Mexíkóflóa nái hápunkti sínum hins vegar yfir flóanum. Helsta hættan sem fylgdi fellibylnum Florence, sem gekk á land í Norður-Karólínu í september, stafaði af mikilli úrkomu. Hins vegar eru mestar áhyggjur af miklum vindhraða Michaels og sérstaklega þeim sjávarflóðum sem stormurinn veldur. Samkvæmt bandarískum spám stefndi í gær í að slík flóð gætu náð rúmlega fjögurra metra dýpi, til að mynda við bækistöðvar flughersins í Tyndall. Bandaríska fellibyljamiðstöðin (NHC) spáir því að næst muni Michael halda áfram í norðaustur yfir Georgíu og Karólínuríkin sem hitabeltisstormur. Þaðan mun stormurinn síðan sveigja út á Atlantshaf í átt að Bretlandseyjum. Bandaríkin Panama Veður Tengdar fréttir Myndbönd sýna hamfarir og eyðileggingu í slóð Michaels Michael var skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur er hann náði landi fyrr í dag. 10. október 2018 22:14 Michael orðinn fjórða stigs fellibylur Menn óttast jafnvel að hann eigi enn eftir að sækja í sig veðrið áður en hann nær til strandbyggða um klukkan fjögur í dag. 10. október 2018 07:45 Flórida-búar sjá fram á óhugsanlega eyðileggingu Ríkisstjórinn Rick Scott segir að sá tími sem fólk hafi haft til að flýja sé liðinn og hefur hann beint þeim orðum til íbúa að leita skjóls. 10. október 2018 13:18 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira
Michael gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær sem fjórða stigs fellibylur. Einungis örfáum metrum á sekúndu munaði að vindhraðinn væri svo mikill að flokka mætti fellibylinn á fimmta stigi. Vindhraðinn mældist tæpir sjötíu metrar á sekúndu þegar stormurinn gekk á land, skammt austan við bæinn Mexico Beach. Engar fregnir höfðu borist af manntjóni vegna stormsins þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Hins vegar hafði Rick Scott ríkisstjóri lýst yfir áhyggjum sínum af þeim sem ekki yfirgáfu svæðið og sagðist óttast um líf þeirra. Alls var á fjórða hundrað þúsunda gert að yfirgefa heimili sín vegna hamfaranna. Scott greindi jafnframt frá því að björgunarstarfsfólk hefði verið í viðbragðsstöðu. Myndir og myndbönd sem birtust frá svæðinu þar sem Michael reið yfir í gær sýndu mikla eyðileggingu. Greint var frá rafmagnsleysi víða og þykir víst að tjón á eignum og innviðum verði mikið. Þetta er öflugasti stormur, sé miðað við vindhraða, sem hefur gengið á land í Bandaríkjunum frá því að Andrew skók Flórída árið 1992. Sömuleiðis þykir sögulega merkilegt að þetta sé í fyrsta skipti í skráðri sögu sem fjórða stigs fellibylur gengur á land í hinu svokallaða pönnuskafti Flórída, ræmunni sem gengur vestur af Flórídaskaga sjálfum og að borginni Pensacola. Fjórða stigs fellibyljir eru ekki algengir í Bandaríkjunum. Samkvæmt umfjöllun The Weather Channel voru síðustu slíku fellibyljir Harvey og Irma á síðasta ári en síðan þarf að fara meira en áratug aftur í tímann til að finna dæmi um að svo öflugir stormar hafi gengið á land. Veðurfræðingur The Weather Channel sagði það afar merkilegt við Michael að stormurinn hafi í raun aldrei veikst frá því kerfið myndaðist. Hann hafi raunar náð hápunkti sínum einmitt þegar hann gekk á land. Flestir fellibyljir á Mexíkóflóa nái hápunkti sínum hins vegar yfir flóanum. Helsta hættan sem fylgdi fellibylnum Florence, sem gekk á land í Norður-Karólínu í september, stafaði af mikilli úrkomu. Hins vegar eru mestar áhyggjur af miklum vindhraða Michaels og sérstaklega þeim sjávarflóðum sem stormurinn veldur. Samkvæmt bandarískum spám stefndi í gær í að slík flóð gætu náð rúmlega fjögurra metra dýpi, til að mynda við bækistöðvar flughersins í Tyndall. Bandaríska fellibyljamiðstöðin (NHC) spáir því að næst muni Michael halda áfram í norðaustur yfir Georgíu og Karólínuríkin sem hitabeltisstormur. Þaðan mun stormurinn síðan sveigja út á Atlantshaf í átt að Bretlandseyjum.
Bandaríkin Panama Veður Tengdar fréttir Myndbönd sýna hamfarir og eyðileggingu í slóð Michaels Michael var skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur er hann náði landi fyrr í dag. 10. október 2018 22:14 Michael orðinn fjórða stigs fellibylur Menn óttast jafnvel að hann eigi enn eftir að sækja í sig veðrið áður en hann nær til strandbyggða um klukkan fjögur í dag. 10. október 2018 07:45 Flórida-búar sjá fram á óhugsanlega eyðileggingu Ríkisstjórinn Rick Scott segir að sá tími sem fólk hafi haft til að flýja sé liðinn og hefur hann beint þeim orðum til íbúa að leita skjóls. 10. október 2018 13:18 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira
Myndbönd sýna hamfarir og eyðileggingu í slóð Michaels Michael var skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur er hann náði landi fyrr í dag. 10. október 2018 22:14
Michael orðinn fjórða stigs fellibylur Menn óttast jafnvel að hann eigi enn eftir að sækja í sig veðrið áður en hann nær til strandbyggða um klukkan fjögur í dag. 10. október 2018 07:45
Flórida-búar sjá fram á óhugsanlega eyðileggingu Ríkisstjórinn Rick Scott segir að sá tími sem fólk hafi haft til að flýja sé liðinn og hefur hann beint þeim orðum til íbúa að leita skjóls. 10. október 2018 13:18