Snorri Snorrason hefur barið fleiri en hann getur munað, var hættulegur og hótaði barnaverndarstarfsfólki oftar en einu sinni.
Í dag hefur hann tekið sig á, er ósáttur við að fá ekki að hitta þau börn sín sem enn eru í fóstri og á sér þann draum heitastan að fá að sitja við kvöldverðarborð með öllum börnunum sínum.
Í næsta þætti af Fósturbörnum segir Snorri sögu sína. Þar fær Sindri Sindrason að skyggnast inn í hans heim, kynnast börnunum hans og lífi sem hefur verið stormasamt svo ekki sé meira sagt. Fósturbörn verður á dagskrá Stöðvar 2 næsta sunnudag klukkan 20:30.