Lögreglustjóri vill fá Aldísi aftur til vinnu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. október 2018 20:00 Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmanni fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna þeirrar ákvörðunar að færa hana til í starfi. Lögreglustjóri vill fá Aldísi aftur til starfa.Sigríður Björk færði Aldísi til í starfi árið 2016 þegar yfirstjórn lögreglunnar taldi þörf á að breytingum innan fíkniefnadeildar vegna vanda sem þar var til staðar. Héraðsdómur hafði áður sýknað ríkið af kröfum Aldísar sem fór fram á 126 milljónir í skaðabætur vegna ólögmætrar brottvikningar úr starfi en skaðabótakröfunni var vísað frá hjá Hæstarétti. Í dómi Hæstaréttar er viðurkennt að lögreglustjóri hafi heimild til að færa fólk til í starfi, Aldís fær miskabætur upp á 1,5 milljónir vegna skaða sem dómurinn telur að hún hafi orðið fyrir með breytingum og málsmeðferð lögreglustjóra.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglusjórinn á höfuðborgarsvæðinu.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRKemur þessi dómur til með að hafa áhrif á þig og þín störf? „Ég á ekki vona á því. Þetta er lærdómsferli. Við erum að læra af þessum dómi,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu þegar hún er innt eftir viðbrögðum eftir að dómurinn féll í dag. Sigríður segir að sá lærdómur sem sé dreginn með dómnum sé að skrá samtímaheimildir. „Það er það sem er fundið að í dómnum að það hafi ekki verið til skráðar heimildir um ástandið í deildinni. Það má ekki gleyma því að við vorum að bregðast við mjög brýnum vanda í fíkniefnadeildinni. Það voru tveir menn grunaðir um spillingu og annar hefur verið sakfelldur fyrir spillingu. Hinn var ekki ákærður og hefur fengið bætur,“ segir Sigríður.Aldís HilmarsdóttirFréttablaðið/EyþórLögreglustjóri segir að Aldís Hilmarsdóttir, sem nú sé horfin til annarra starfa, sé velkominn aftur til lögreglunnar og vonar að hún komi til baka. „það stendur enn, Aldís á starfið sitt hér. Ég var búinn að fela henni aukna ábyrgð og búin að skipa hana sem aðstoðaryfirlögregluþjón, þannig að við viljum gjarnan fá hana aftur til starfa. Hún er velkomin,“ segir Sigríður Björk.Kemur hún aftur? Hafið þið heyrt í henni?„Ekki heyrt í henni enn, en dómurinn var að falla,“ segir Sigríður.Ætlar þú að taka upp símann og hringja í hana?„Það þykir mér mjög líklegt,“ segir Sigríður Björk. Lögreglan Tengdar fréttir Aldís áfrýjar til Hæstaréttar Aldís Hilmarsdóttir mun láta á það reyna fyrir Hæstarétti hvort ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að færa hana til í starfi hafi verið réttmæt. 28. desember 2017 15:43 Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. 28. september 2017 17:00 Lögreglustjóri vó að æru og persónu Aldísar sem fær miskabætur Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Aldísi Hilmarsdóttur 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna þeirrar ákvörðunar lögreglustjóra að færa hana til í starfi. 11. október 2018 14:57 Aldís fær engar bætur frá ríkinu Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Aldís ætti ekki rétt á skaðabótum vegna tilfærslu í starfi. Aldís krafðist 126 milljóna í bætur. 13. desember 2017 15:30 Lögreglustjóri segist hafa reynt að hlífa yfirmanni fíkniefnadeildar við vantrausti Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði að hafa lagt Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildar, í einelti og sagði þvert á móti hafa reynt að verja hana. 28. september 2017 13:45 Segir lögreglustjóra hafa viljað rannsaka yfirmann fíkniefnadeildarinnar Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, hafi viljað láta rannsaka Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar, fyrir að hylma yfir með lögreglufulltrúa sem var til rannsóknar vegna spillingar. 28. september 2017 14:45 Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmanni fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna þeirrar ákvörðunar að færa hana til í starfi. Lögreglustjóri vill fá Aldísi aftur til starfa.Sigríður Björk færði Aldísi til í starfi árið 2016 þegar yfirstjórn lögreglunnar taldi þörf á að breytingum innan fíkniefnadeildar vegna vanda sem þar var til staðar. Héraðsdómur hafði áður sýknað ríkið af kröfum Aldísar sem fór fram á 126 milljónir í skaðabætur vegna ólögmætrar brottvikningar úr starfi en skaðabótakröfunni var vísað frá hjá Hæstarétti. Í dómi Hæstaréttar er viðurkennt að lögreglustjóri hafi heimild til að færa fólk til í starfi, Aldís fær miskabætur upp á 1,5 milljónir vegna skaða sem dómurinn telur að hún hafi orðið fyrir með breytingum og málsmeðferð lögreglustjóra.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglusjórinn á höfuðborgarsvæðinu.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRKemur þessi dómur til með að hafa áhrif á þig og þín störf? „Ég á ekki vona á því. Þetta er lærdómsferli. Við erum að læra af þessum dómi,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu þegar hún er innt eftir viðbrögðum eftir að dómurinn féll í dag. Sigríður segir að sá lærdómur sem sé dreginn með dómnum sé að skrá samtímaheimildir. „Það er það sem er fundið að í dómnum að það hafi ekki verið til skráðar heimildir um ástandið í deildinni. Það má ekki gleyma því að við vorum að bregðast við mjög brýnum vanda í fíkniefnadeildinni. Það voru tveir menn grunaðir um spillingu og annar hefur verið sakfelldur fyrir spillingu. Hinn var ekki ákærður og hefur fengið bætur,“ segir Sigríður.Aldís HilmarsdóttirFréttablaðið/EyþórLögreglustjóri segir að Aldís Hilmarsdóttir, sem nú sé horfin til annarra starfa, sé velkominn aftur til lögreglunnar og vonar að hún komi til baka. „það stendur enn, Aldís á starfið sitt hér. Ég var búinn að fela henni aukna ábyrgð og búin að skipa hana sem aðstoðaryfirlögregluþjón, þannig að við viljum gjarnan fá hana aftur til starfa. Hún er velkomin,“ segir Sigríður Björk.Kemur hún aftur? Hafið þið heyrt í henni?„Ekki heyrt í henni enn, en dómurinn var að falla,“ segir Sigríður.Ætlar þú að taka upp símann og hringja í hana?„Það þykir mér mjög líklegt,“ segir Sigríður Björk.
Lögreglan Tengdar fréttir Aldís áfrýjar til Hæstaréttar Aldís Hilmarsdóttir mun láta á það reyna fyrir Hæstarétti hvort ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að færa hana til í starfi hafi verið réttmæt. 28. desember 2017 15:43 Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. 28. september 2017 17:00 Lögreglustjóri vó að æru og persónu Aldísar sem fær miskabætur Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Aldísi Hilmarsdóttur 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna þeirrar ákvörðunar lögreglustjóra að færa hana til í starfi. 11. október 2018 14:57 Aldís fær engar bætur frá ríkinu Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Aldís ætti ekki rétt á skaðabótum vegna tilfærslu í starfi. Aldís krafðist 126 milljóna í bætur. 13. desember 2017 15:30 Lögreglustjóri segist hafa reynt að hlífa yfirmanni fíkniefnadeildar við vantrausti Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði að hafa lagt Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildar, í einelti og sagði þvert á móti hafa reynt að verja hana. 28. september 2017 13:45 Segir lögreglustjóra hafa viljað rannsaka yfirmann fíkniefnadeildarinnar Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, hafi viljað láta rannsaka Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar, fyrir að hylma yfir með lögreglufulltrúa sem var til rannsóknar vegna spillingar. 28. september 2017 14:45 Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Aldís áfrýjar til Hæstaréttar Aldís Hilmarsdóttir mun láta á það reyna fyrir Hæstarétti hvort ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að færa hana til í starfi hafi verið réttmæt. 28. desember 2017 15:43
Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. 28. september 2017 17:00
Lögreglustjóri vó að æru og persónu Aldísar sem fær miskabætur Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Aldísi Hilmarsdóttur 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna þeirrar ákvörðunar lögreglustjóra að færa hana til í starfi. 11. október 2018 14:57
Aldís fær engar bætur frá ríkinu Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Aldís ætti ekki rétt á skaðabótum vegna tilfærslu í starfi. Aldís krafðist 126 milljóna í bætur. 13. desember 2017 15:30
Lögreglustjóri segist hafa reynt að hlífa yfirmanni fíkniefnadeildar við vantrausti Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði að hafa lagt Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildar, í einelti og sagði þvert á móti hafa reynt að verja hana. 28. september 2017 13:45
Segir lögreglustjóra hafa viljað rannsaka yfirmann fíkniefnadeildarinnar Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, hafi viljað láta rannsaka Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar, fyrir að hylma yfir með lögreglufulltrúa sem var til rannsóknar vegna spillingar. 28. september 2017 14:45