Keisaraskurður verður æ algengari Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. október 2018 07:00 Ebba Margrét Magnúsdóttir, formaður læknaráðs Landspítala. Keisaraskurður var gerður í 21 prósenti allra fæðinga í heiminum árið 2015. Hlutfallið var 12 prósent árið 2000. Þetta kemur fram í umfangsmikilli rannsókn á tíðni keisaraskurða í 169 löndum en niðurstöður hennar voru birtar í þremur vísindagreinum í læknaritinu The Lancet í gærkvöld. Í lokaorðum fyrstu greinarinnar, sem tekur til hnattrænnar faraldsfræði keisaraskurða, ítreka rannsóknarhöfundarnir að þrátt fyrir ótvíræða kosti keisaraskurðar sé aukin tíðni hans verulegt áhyggjuefni. Þá sérstaklega í ljósi þess að fjölgun síðustu ára megi að stórum hluta rekja til tilfella þar sem læknisfræðileg rök eru ekki meginforsenda ákvörðunar um keisaraskurð. „Þungun og fæðingarhríðir eru eðlileg ferli, sem í flestum tilfellum heppnast vel. Aukin tíðni keisaraskurða, sem fyrst og fremst á sér stað í efnuðum löndum og ekki í læknisfræðilegum tilgangi, er mikið áhyggjuefni vegna þeirrar auknu áhættu sem fylgir aðgerðinni fyrir móður og barn,“ segir dr. Marleen Temmerman, aðalhöfundur greinarinnar. „Keisaraskurður getur bjargað mannslífum í þeim tilfellum þar sem vandkvæði koma upp. Því verðum við að auka aðgengi að þessu úrræði í fátækari löndum. Hvarvetna á að vera hægt að framkvæma keisaraskurð, en við verðum að varast það að ofnota hann.“ Áætlað er að þörf sé á keisaraskurði í um 10 til 15 prósentum fæðinga. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að í einu af hverjum fjórum löndum er hlutfall keisaraskurðar undir þessum viðmiðunarmörkum. Aftur á móti er hlutfallið yfir viðmiðunarmörkum í flestum löndum, eða 106 af 169 löndum. Í að minnsta kosti 15 löndum er keisaraskurður framkvæmdur í yfir 40 prósentum fæðinga. Hlutfallið er hæst í Dóminíska lýðveldinu eða 58 prósent. Þar á eftir kemur Brasilía þar sem hlutfallið er tæplega 56 prósent. Höfundarnir benda á að þegar vandkvæði koma upp á meðgöngu eða í fæðingu getur keisaraskurður aukið lífslíkur. Aftur á móti felur keisaraskurður í sér skammtíma- og langtímaáhrif fyrir móður og barn. Höfundarnir ítreka að þetta sé ekki mikil áhættuaukning, en þó marktæk. Hjá móður tekur þetta til áhættunnar sem fylgir opinni skurðaðgerð, örmyndunar í móðurkviði, óeðlilegs þroska fylgjunnar, utanlegsfósturs og andvana fæðingar. Þegar barnið er annars vegar eru nýframkomnar rannsóknir sem sýna fram á að keisarafæðing geti haft áhrif á heilsu barnsins, þó óvíst sé hversu mikil þau eru til lengri tíma. Áhrif til skemmri tíma eru meðal annars breytt starfsemi ónæmiskerfisins sem aukið getur líkur á ofnæmi og astma og einnig breytt bakteríuflóru í meltingarvegi. Tíðni keisaraskurða á Íslandi hefur hækkað hratt í byrjun níunda áratugar síðustu aldar en nokkuð hefur hægt á þeirri aukningu á undanförnum árum. Á tíu ára tímabili, frá 2006 til 2016, voru framkvæmdir 7.839 keisaraskurðir, eða um 16 prósent allra fæðinga. Markvisst hefur verið unnið að því á Landspítala að fækka óþarfa keisaraskurðaðgerðum. „Þetta er nákvæmlega það sem við erum að vinna að alla daga, að halda fjölda keisaraskurða niðri eins og við getum,“ segir Ebba Margrét Magnúsdóttir, formaður læknaráðs Landspítala og sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum. Hún er stödd í Brasilíu á þingi Alþjóðasamtaka fæðinga- og kvensjúkdómalækna. Á þinginu verða vísindagreinarnar þrjár kynntar. Ebba Margrét segir mun meira um það nú en áður að konur séu að biðja um keisaraskurð sem ekki er læknisfræðilega nauðsynlegt að gera. „Það eru margar ástæður fyrir beiðninni. Sumar konur hafa orðið fyrir ofbeldi í æsku og vilja ekki fæðingu, aðrar eiga erfiðar fæðingar að baki. Svo eru ekkert allar konur sem líta á fæðinguna sem náttúrulegt ferli, þær vilja ekki finna til. Á Landspítalanum viljum við gera allt út frá læknisfræðilegum og faglegum viðmiðum, það er okkar markmið.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Keisaraskurður var gerður í 21 prósenti allra fæðinga í heiminum árið 2015. Hlutfallið var 12 prósent árið 2000. Þetta kemur fram í umfangsmikilli rannsókn á tíðni keisaraskurða í 169 löndum en niðurstöður hennar voru birtar í þremur vísindagreinum í læknaritinu The Lancet í gærkvöld. Í lokaorðum fyrstu greinarinnar, sem tekur til hnattrænnar faraldsfræði keisaraskurða, ítreka rannsóknarhöfundarnir að þrátt fyrir ótvíræða kosti keisaraskurðar sé aukin tíðni hans verulegt áhyggjuefni. Þá sérstaklega í ljósi þess að fjölgun síðustu ára megi að stórum hluta rekja til tilfella þar sem læknisfræðileg rök eru ekki meginforsenda ákvörðunar um keisaraskurð. „Þungun og fæðingarhríðir eru eðlileg ferli, sem í flestum tilfellum heppnast vel. Aukin tíðni keisaraskurða, sem fyrst og fremst á sér stað í efnuðum löndum og ekki í læknisfræðilegum tilgangi, er mikið áhyggjuefni vegna þeirrar auknu áhættu sem fylgir aðgerðinni fyrir móður og barn,“ segir dr. Marleen Temmerman, aðalhöfundur greinarinnar. „Keisaraskurður getur bjargað mannslífum í þeim tilfellum þar sem vandkvæði koma upp. Því verðum við að auka aðgengi að þessu úrræði í fátækari löndum. Hvarvetna á að vera hægt að framkvæma keisaraskurð, en við verðum að varast það að ofnota hann.“ Áætlað er að þörf sé á keisaraskurði í um 10 til 15 prósentum fæðinga. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að í einu af hverjum fjórum löndum er hlutfall keisaraskurðar undir þessum viðmiðunarmörkum. Aftur á móti er hlutfallið yfir viðmiðunarmörkum í flestum löndum, eða 106 af 169 löndum. Í að minnsta kosti 15 löndum er keisaraskurður framkvæmdur í yfir 40 prósentum fæðinga. Hlutfallið er hæst í Dóminíska lýðveldinu eða 58 prósent. Þar á eftir kemur Brasilía þar sem hlutfallið er tæplega 56 prósent. Höfundarnir benda á að þegar vandkvæði koma upp á meðgöngu eða í fæðingu getur keisaraskurður aukið lífslíkur. Aftur á móti felur keisaraskurður í sér skammtíma- og langtímaáhrif fyrir móður og barn. Höfundarnir ítreka að þetta sé ekki mikil áhættuaukning, en þó marktæk. Hjá móður tekur þetta til áhættunnar sem fylgir opinni skurðaðgerð, örmyndunar í móðurkviði, óeðlilegs þroska fylgjunnar, utanlegsfósturs og andvana fæðingar. Þegar barnið er annars vegar eru nýframkomnar rannsóknir sem sýna fram á að keisarafæðing geti haft áhrif á heilsu barnsins, þó óvíst sé hversu mikil þau eru til lengri tíma. Áhrif til skemmri tíma eru meðal annars breytt starfsemi ónæmiskerfisins sem aukið getur líkur á ofnæmi og astma og einnig breytt bakteríuflóru í meltingarvegi. Tíðni keisaraskurða á Íslandi hefur hækkað hratt í byrjun níunda áratugar síðustu aldar en nokkuð hefur hægt á þeirri aukningu á undanförnum árum. Á tíu ára tímabili, frá 2006 til 2016, voru framkvæmdir 7.839 keisaraskurðir, eða um 16 prósent allra fæðinga. Markvisst hefur verið unnið að því á Landspítala að fækka óþarfa keisaraskurðaðgerðum. „Þetta er nákvæmlega það sem við erum að vinna að alla daga, að halda fjölda keisaraskurða niðri eins og við getum,“ segir Ebba Margrét Magnúsdóttir, formaður læknaráðs Landspítala og sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum. Hún er stödd í Brasilíu á þingi Alþjóðasamtaka fæðinga- og kvensjúkdómalækna. Á þinginu verða vísindagreinarnar þrjár kynntar. Ebba Margrét segir mun meira um það nú en áður að konur séu að biðja um keisaraskurð sem ekki er læknisfræðilega nauðsynlegt að gera. „Það eru margar ástæður fyrir beiðninni. Sumar konur hafa orðið fyrir ofbeldi í æsku og vilja ekki fæðingu, aðrar eiga erfiðar fæðingar að baki. Svo eru ekkert allar konur sem líta á fæðinguna sem náttúrulegt ferli, þær vilja ekki finna til. Á Landspítalanum viljum við gera allt út frá læknisfræðilegum og faglegum viðmiðum, það er okkar markmið.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira