Rússar unnu 2-0 sigur á heimavelli gegn Pólverjum í dag og tryggðu sér um leið efsta sæti í öðrum riðli í B-deild Þjóðadeildarinnar.
Fyrir leikinn í dag voru Rússar með fjögur stig eftir sigur gegn Tyrkjum í september og jafntefli gegn Svíum á fimmtudag. Tyrkjar voru með þrjú stig í öðru sæti.
Leikurinn í dag var nokkuð fjörugur og fyrsta mark hans kom á 20.mínútu þegar Roman Neustädter kom Rússum yfir.
Staðan í hálfleik var 1-0 en á 78.mínútu tryggði Denis Cheryshev heimamönnum sigurinn þegar hann skoraði seinna mark Rússa.
Lokatölur 2-0 og Rússar öryggir með efsta sæti riðilsins en þeir eru fjórum stigum á undan Tyrkjum þegar ein umferð er eftir.
Rússar tryggðu sér efsta sætið
