Gunnar Bragi segir koma til greina að segja EES-samningnum upp Heimir Már Pétursson skrifar 12. október 2018 12:52 Gunnar Bragi Sveinsson. Vísir/Hanna Þingflokksformaður Miðflokksins segir stjórnvöld verða að grípa inn í eftir dóm Hæstaréttar sem segir það brjóta gegn EES-samningnum að banna innflutning á fersku kjöti. Ef stjórnvöldum takist ekki að fá undanþágur frá samningnum komi til greina að segja honum upp. Hæstiréttur kvað upp dóm í máli Ferskra kjötvara gegn íslenska ríkinu í gær vegna banns við innflutningi fyrirtækisins á ferskum kjötvörum frá Hollandi. Málið hafði áður farið fyrir héraðsdóm og aflað hafði verið ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins sem var samhljóða niðurstöðu Hæstaréttar. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins segir þessa niðurstöðu vonbrigði. „Þetta eru vonbrigði fyrir ekki hvað síst íslenskan landbúnað og ég held reyndar matvælaöryggi á Íslandi. Ef að niðurstaðan verður sú að við verðum að fara að leyfa óheftan innflutning á hráu kjöti er alveg ljóst að þar er verið að stefna ákveðnum hagsmunum í hættu,“ segir Gunnar Bragi. Það eigi bæði við um hagsmuni landbúnaðar og neytenda. Hann voni að stjórnvöld grípi til aðgerða gegn þessu. Gunnar hefur bæði gegnt embætti utanríkis- og landbúnaðarráðherra og þekkir því vel til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið hvað þetta varðar.Eru einhverjar aðgerðir sem íslensk stjórnvöld geta gripið til miðað við ákvæði EES samningsins? „Það er fátt sem hægt er að gera miðað við ákvæði EES samningsins. Það er þó hægt að fá ákveðnar undanþágur og það er nauðsynlegt að gera það. Ef þær hins vegar reynast ekki nægar þá þarf að mínu viti að setjast yfir hvort þessir hagsmunir séu það stórir að það þurfi að óska eftir sérstakri endurskoðun á samningnum,“ segir Gunnar Bragi. Fara þurfi vandlega hvaða hagsmunir séu í húfi varðandi matvælaöryggi, sýklalyfjaónæmi og svo framvegis. Því erlendar kjötvörur innihaldi allt önnur efni en íslenskar.Ef þetta yrði niðurstaðan stafar þá íslenskum landbúnaði og heilsufari Íslendinga beinlínis hætta af þessu? „Það hefur alla vega verið sýnt fram á að sýklalyfjaónæmi er sífellt að aukast og meðal annars er einhver tenging á milli matvæla. En við eigum bara ekki að vera að taka einhverja áhættu með þessu. Það er alger óþarfi. Ég vona að landbúnaðarráðherra spýti í lófana og endurreisi kannski landbúnaðardeildina í ráðuneytinu í leiðinni og einhendi sér í að finna lausnir á þessu,“ segir þingflokksformaður Miðflokksins. Ef hendur stjórnvalda reynist bundnar af EES samningnum og ekki fáist undanþágur komi til greina að segja EES-samningnum upp. „Ef hagsmunirnir eru metnir það stórir og miklir kæmi það að sjálfsögðu til greina. En þetta þarf allt að vega og meta og það þarf að fara mjög vandlega í gegnum þetta. Ekki kasta bara einhverju fram. Það þarf að fara mjög vandlega yfir þetta,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Þingflokksformaður Miðflokksins segir stjórnvöld verða að grípa inn í eftir dóm Hæstaréttar sem segir það brjóta gegn EES-samningnum að banna innflutning á fersku kjöti. Ef stjórnvöldum takist ekki að fá undanþágur frá samningnum komi til greina að segja honum upp. Hæstiréttur kvað upp dóm í máli Ferskra kjötvara gegn íslenska ríkinu í gær vegna banns við innflutningi fyrirtækisins á ferskum kjötvörum frá Hollandi. Málið hafði áður farið fyrir héraðsdóm og aflað hafði verið ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins sem var samhljóða niðurstöðu Hæstaréttar. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins segir þessa niðurstöðu vonbrigði. „Þetta eru vonbrigði fyrir ekki hvað síst íslenskan landbúnað og ég held reyndar matvælaöryggi á Íslandi. Ef að niðurstaðan verður sú að við verðum að fara að leyfa óheftan innflutning á hráu kjöti er alveg ljóst að þar er verið að stefna ákveðnum hagsmunum í hættu,“ segir Gunnar Bragi. Það eigi bæði við um hagsmuni landbúnaðar og neytenda. Hann voni að stjórnvöld grípi til aðgerða gegn þessu. Gunnar hefur bæði gegnt embætti utanríkis- og landbúnaðarráðherra og þekkir því vel til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið hvað þetta varðar.Eru einhverjar aðgerðir sem íslensk stjórnvöld geta gripið til miðað við ákvæði EES samningsins? „Það er fátt sem hægt er að gera miðað við ákvæði EES samningsins. Það er þó hægt að fá ákveðnar undanþágur og það er nauðsynlegt að gera það. Ef þær hins vegar reynast ekki nægar þá þarf að mínu viti að setjast yfir hvort þessir hagsmunir séu það stórir að það þurfi að óska eftir sérstakri endurskoðun á samningnum,“ segir Gunnar Bragi. Fara þurfi vandlega hvaða hagsmunir séu í húfi varðandi matvælaöryggi, sýklalyfjaónæmi og svo framvegis. Því erlendar kjötvörur innihaldi allt önnur efni en íslenskar.Ef þetta yrði niðurstaðan stafar þá íslenskum landbúnaði og heilsufari Íslendinga beinlínis hætta af þessu? „Það hefur alla vega verið sýnt fram á að sýklalyfjaónæmi er sífellt að aukast og meðal annars er einhver tenging á milli matvæla. En við eigum bara ekki að vera að taka einhverja áhættu með þessu. Það er alger óþarfi. Ég vona að landbúnaðarráðherra spýti í lófana og endurreisi kannski landbúnaðardeildina í ráðuneytinu í leiðinni og einhendi sér í að finna lausnir á þessu,“ segir þingflokksformaður Miðflokksins. Ef hendur stjórnvalda reynist bundnar af EES samningnum og ekki fáist undanþágur komi til greina að segja EES-samningnum upp. „Ef hagsmunirnir eru metnir það stórir og miklir kæmi það að sjálfsögðu til greina. En þetta þarf allt að vega og meta og það þarf að fara mjög vandlega í gegnum þetta. Ekki kasta bara einhverju fram. Það þarf að fara mjög vandlega yfir þetta,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira