Fyrstu formlegu viðræður Bandaríkjanna og Talibana Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2018 23:32 Zalmay Khalilzad sérstakur erindreki Bandaríkjanna í Afganistan. AP/Mary Altaffer Nýr erindreki Bandaríkjanna fundaði í fyrsta sinn með leiðtogum Talibana í Afganistan í gær. Talibanar segja að viðræðurnar muni halda áfram en þetta eru aðrar formlegu viðræður fylkinganna sem ætlað er að binda enda á átökin í landinu sem staðið hafa yfir í sautján ár. Viðræðurnar fór fram í Katar í gær. Erindrekinn, Zalmay Khalilzad, fæddist í Afganistan en er bandarískur ríkisborgari og var skipaður af Donald Trump fyrir um mánuði síðan. Hann og sjö aðrir Bandaríkjamenn funduðu með nokkrum leiðtogum Talibana og segja Talibanar að Khalilzad hafi rætt um að báðar fylkingar samþykktu sex mánaða vopnahlé. Talibanar fóru fram á að yfirvöld Afganistan slepptu vígamönnum þeirra úr haldi og að allir erlendir hermenn yfirgæfu landið. Ekki var komist að samkomulagi á fundinum en heimildarmaður Reuters meðal Talibana segir að til standi að funda aftur og finna lausn á átökunum. Áður en Khalilzad fundaði með Talibönum ferðaðist hann til Pakistan, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Sádi-Arabíu, þar sem hann ræddi við embættismenn um stöðuna í Afganistan. Þá ræddi hann við forseta Afganistan í dag og sagði honum frá fundinum í gær. Fyrstu formlegu viðræður Bandaríkjanna og Talibana fóru fram í sumar. Versnandi átök í landinu að undanförnu hafa leitt til þess að dregið hefur verið í efa að Bandaríkin og ríkisstjórn Afganistan geti í raun sigrað Talibana. Minnst átta þúsund almennir borgara hafa dáið eða særst í árásum á fyrstu níu mánuðum ársins. Afganistan Bandaríkin Katar Pakistan Tengdar fréttir Tugir hermanna í haldi Talibana Vígamenn Talibana hafa tekið yfir stjórn herstöðvar í norðurhluta Afganistan. 14. ágúst 2018 09:41 Mikið mannfall í bardögum í Afganistan Varnarmálaráðuneyti Afganistan segir minnst hundrað lögregluþjóna og hermenn hafa fallið í bardögum við Talibana í hinni mikilvægu borg Ghazni. 13. ágúst 2018 12:37 Tólf fórust í þyrluslysi í Afganistan Flestir hinna látnu voru afganskir hermenn. 2. september 2018 21:34 Sjö tíma umsátur í Kabúl Tveir vígamenn réðust á þjálfunarbúðir fyrir leyniþjónustu Afganistan. 16. ágúst 2018 14:41 Minnst 48 féllu í árás í Kabúl Talibanar þvertaka fyrir að hafa gert sjálfsmorðsárás á háskólanema. 15. ágúst 2018 14:28 Bandaríkin hætta stuðningi við Pakistan vegna vígamanna Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa ákveðið að stöðva 300 milljóna dala fjárstuðning við Pakistan vegna aðgerðarleysis yfirvalda þar í landi varðandi vígahópa. 3. september 2018 16:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira
Nýr erindreki Bandaríkjanna fundaði í fyrsta sinn með leiðtogum Talibana í Afganistan í gær. Talibanar segja að viðræðurnar muni halda áfram en þetta eru aðrar formlegu viðræður fylkinganna sem ætlað er að binda enda á átökin í landinu sem staðið hafa yfir í sautján ár. Viðræðurnar fór fram í Katar í gær. Erindrekinn, Zalmay Khalilzad, fæddist í Afganistan en er bandarískur ríkisborgari og var skipaður af Donald Trump fyrir um mánuði síðan. Hann og sjö aðrir Bandaríkjamenn funduðu með nokkrum leiðtogum Talibana og segja Talibanar að Khalilzad hafi rætt um að báðar fylkingar samþykktu sex mánaða vopnahlé. Talibanar fóru fram á að yfirvöld Afganistan slepptu vígamönnum þeirra úr haldi og að allir erlendir hermenn yfirgæfu landið. Ekki var komist að samkomulagi á fundinum en heimildarmaður Reuters meðal Talibana segir að til standi að funda aftur og finna lausn á átökunum. Áður en Khalilzad fundaði með Talibönum ferðaðist hann til Pakistan, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Sádi-Arabíu, þar sem hann ræddi við embættismenn um stöðuna í Afganistan. Þá ræddi hann við forseta Afganistan í dag og sagði honum frá fundinum í gær. Fyrstu formlegu viðræður Bandaríkjanna og Talibana fóru fram í sumar. Versnandi átök í landinu að undanförnu hafa leitt til þess að dregið hefur verið í efa að Bandaríkin og ríkisstjórn Afganistan geti í raun sigrað Talibana. Minnst átta þúsund almennir borgara hafa dáið eða særst í árásum á fyrstu níu mánuðum ársins.
Afganistan Bandaríkin Katar Pakistan Tengdar fréttir Tugir hermanna í haldi Talibana Vígamenn Talibana hafa tekið yfir stjórn herstöðvar í norðurhluta Afganistan. 14. ágúst 2018 09:41 Mikið mannfall í bardögum í Afganistan Varnarmálaráðuneyti Afganistan segir minnst hundrað lögregluþjóna og hermenn hafa fallið í bardögum við Talibana í hinni mikilvægu borg Ghazni. 13. ágúst 2018 12:37 Tólf fórust í þyrluslysi í Afganistan Flestir hinna látnu voru afganskir hermenn. 2. september 2018 21:34 Sjö tíma umsátur í Kabúl Tveir vígamenn réðust á þjálfunarbúðir fyrir leyniþjónustu Afganistan. 16. ágúst 2018 14:41 Minnst 48 féllu í árás í Kabúl Talibanar þvertaka fyrir að hafa gert sjálfsmorðsárás á háskólanema. 15. ágúst 2018 14:28 Bandaríkin hætta stuðningi við Pakistan vegna vígamanna Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa ákveðið að stöðva 300 milljóna dala fjárstuðning við Pakistan vegna aðgerðarleysis yfirvalda þar í landi varðandi vígahópa. 3. september 2018 16:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira
Tugir hermanna í haldi Talibana Vígamenn Talibana hafa tekið yfir stjórn herstöðvar í norðurhluta Afganistan. 14. ágúst 2018 09:41
Mikið mannfall í bardögum í Afganistan Varnarmálaráðuneyti Afganistan segir minnst hundrað lögregluþjóna og hermenn hafa fallið í bardögum við Talibana í hinni mikilvægu borg Ghazni. 13. ágúst 2018 12:37
Tólf fórust í þyrluslysi í Afganistan Flestir hinna látnu voru afganskir hermenn. 2. september 2018 21:34
Sjö tíma umsátur í Kabúl Tveir vígamenn réðust á þjálfunarbúðir fyrir leyniþjónustu Afganistan. 16. ágúst 2018 14:41
Minnst 48 féllu í árás í Kabúl Talibanar þvertaka fyrir að hafa gert sjálfsmorðsárás á háskólanema. 15. ágúst 2018 14:28
Bandaríkin hætta stuðningi við Pakistan vegna vígamanna Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa ákveðið að stöðva 300 milljóna dala fjárstuðning við Pakistan vegna aðgerðarleysis yfirvalda þar í landi varðandi vígahópa. 3. september 2018 16:30