Trump telur það skila árangri að stía fjölskyldum í sundur Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2018 08:00 Fjölskylduaðskilnaðarstefnan er nær eina dæmið um að ríkisstjórn Trump hafi undið kvæði sínu í kross vegna pólitísks þrýstings og óvinsælda stefnunnar. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að ríkisstjórn hans væri að íhuga að taka aftur upp stefnu um að skilja börn frá foreldrum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. Stjórnin varð gerð afturreka með slíka stefnu eftir harða gagnrýni í sumar. Forsetinn segist hins vegar telja að sú stefna hafi skilað árangri. Þúsundir barna voru skilin frá foreldrum sínum þegar þau komu yfir landamærin að Mexíkó í vor og byrjun sumars samkvæmt nýrri stefnu sem ríkisstjórn Trump tók upp. Í mörgum tilfellum voru börnin enn vistuð í skýlum í Bandaríkjunum eftir að búið var að vísa foreldrum þeirra úr landi. Trump-stjórnin dró stefnuna til baka eftir mikla gagnrýni og mótmæli í sumar. Dómstóll hafði einnig skipað alríkisstjórninni að sameina fjölskyldurnar aftur. Washington Post sagði frá því nýlega að Bandaríkjastjórn væri nú að skoða aðra útfærslu á því að stía fjölskyldum fólks sem kemur ólöglega til landsins í sundur. Tilgangurinn er að fæla fólk frá því að reyna að komast til Bandaríkjanna. Ein útfærslan sem er sögð í skoðun er að yfirvöld handtaki fjölskyldur sem leita hælis í Bandaríkjunum saman í allt að tuttugu daga. Að þeim tíma liðnum verði foreldrunum gefið val um að vera áfram í skýli fyrir fjölskyldur í mánuði eða ár á meðan mál þeirra er til meðferðar eða leyfa yfirvöldum að fara með börnin í sérstök skýli þar sem ættingjar eða aðrir forráðamenn geta vitjað þeirra. „Við erum að skoða allt sem maður getur skoðað þegar kemur að ólöglegum komum fólks til landsins,“ sagði Trump við fréttamenn í gær.Ekkert bendir til að aðskilnaðurinn fæli fólk frá Við sama tilefni lýsti forsetinn trú sinni á að stefnan skilaði árangri í að fæla fólk frá því að koma til Bandaríkjanna. „Ef þau halda að þau verði skilin að, þá munu þau ekki koma,“ sagði Trump sem telur að sterkur efnahagur Bandaríkjanna sé ástæða þess að svo margir reyni að komast ólöglega þangað. Engar vísbendingar eru þó sagðar styðja þá fullyrðingu forsetans að aðskilnaður fjölskyldna fæli fólk frá því að reyna að komast til Bandaríkjanna. Þannig dró ekki úr fjölda þeirra sem reyndu að komast ólöglega til landsins á meðan að stefnan umdeilda var í gildi fyrr á þessu ári. Í fréttaskýringu vefmiðilsins Vox kemur einnig fram að það sama gildi um handtökur fólks sem kemur ólöglega til Bandaríkjanna. Ekki hafi orðið fækkun á fólki sem reyndi að komast yfir landamærin árið 2014 þegar ríkisstjórn Baracks Obama fyrrverandi forseta byrjaði að halda því í lengri tíma. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld halda þúsundum barna í innflytjendaskýlum Fimmfalt fleiri börn sem hafa komið ólöglega til landsins eru nú vistuð í skýlum bandarísku alríkisstjórnarinnar en í maí í fyrra. 13. september 2018 07:44 Íhuga aftur að skilja að fjölskyldur á landamærunum Hvíta húsið skoðar nú aðgerðir sem gætu aftur leitt til þess að skilja að foreldra frá börnum sínum á landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Er þetta gert til þess að sporna við fjölda fólks sem reynir að komast ólöglega yfir til Bandaríkjanna. 12. október 2018 21:38 Hundruð innflytjenda mögulega vísað á brott án barna sinna Útlit er fyrir að 463 ólöglegir innflytjendur hafi verið sendir frá Bandaríkjunum án barna sinna, sem tekin voru af þeim við komuna þangað. 24. júlí 2018 10:35 Trump-stjórnin vill geta lokað börn farandsfólks inni ótímabundið Reglubreyting sem ríkisstjórn Trump leggur til felur í sér að innflytjendayfirvöld geti haldið börnum með foreldrum sínum í innflytjendafangelsum eins lengi og þau telja þörf á. 6. september 2018 17:41 Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. 9. október 2018 13:11 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Erlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að ríkisstjórn hans væri að íhuga að taka aftur upp stefnu um að skilja börn frá foreldrum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. Stjórnin varð gerð afturreka með slíka stefnu eftir harða gagnrýni í sumar. Forsetinn segist hins vegar telja að sú stefna hafi skilað árangri. Þúsundir barna voru skilin frá foreldrum sínum þegar þau komu yfir landamærin að Mexíkó í vor og byrjun sumars samkvæmt nýrri stefnu sem ríkisstjórn Trump tók upp. Í mörgum tilfellum voru börnin enn vistuð í skýlum í Bandaríkjunum eftir að búið var að vísa foreldrum þeirra úr landi. Trump-stjórnin dró stefnuna til baka eftir mikla gagnrýni og mótmæli í sumar. Dómstóll hafði einnig skipað alríkisstjórninni að sameina fjölskyldurnar aftur. Washington Post sagði frá því nýlega að Bandaríkjastjórn væri nú að skoða aðra útfærslu á því að stía fjölskyldum fólks sem kemur ólöglega til landsins í sundur. Tilgangurinn er að fæla fólk frá því að reyna að komast til Bandaríkjanna. Ein útfærslan sem er sögð í skoðun er að yfirvöld handtaki fjölskyldur sem leita hælis í Bandaríkjunum saman í allt að tuttugu daga. Að þeim tíma liðnum verði foreldrunum gefið val um að vera áfram í skýli fyrir fjölskyldur í mánuði eða ár á meðan mál þeirra er til meðferðar eða leyfa yfirvöldum að fara með börnin í sérstök skýli þar sem ættingjar eða aðrir forráðamenn geta vitjað þeirra. „Við erum að skoða allt sem maður getur skoðað þegar kemur að ólöglegum komum fólks til landsins,“ sagði Trump við fréttamenn í gær.Ekkert bendir til að aðskilnaðurinn fæli fólk frá Við sama tilefni lýsti forsetinn trú sinni á að stefnan skilaði árangri í að fæla fólk frá því að koma til Bandaríkjanna. „Ef þau halda að þau verði skilin að, þá munu þau ekki koma,“ sagði Trump sem telur að sterkur efnahagur Bandaríkjanna sé ástæða þess að svo margir reyni að komast ólöglega þangað. Engar vísbendingar eru þó sagðar styðja þá fullyrðingu forsetans að aðskilnaður fjölskyldna fæli fólk frá því að reyna að komast til Bandaríkjanna. Þannig dró ekki úr fjölda þeirra sem reyndu að komast ólöglega til landsins á meðan að stefnan umdeilda var í gildi fyrr á þessu ári. Í fréttaskýringu vefmiðilsins Vox kemur einnig fram að það sama gildi um handtökur fólks sem kemur ólöglega til Bandaríkjanna. Ekki hafi orðið fækkun á fólki sem reyndi að komast yfir landamærin árið 2014 þegar ríkisstjórn Baracks Obama fyrrverandi forseta byrjaði að halda því í lengri tíma.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld halda þúsundum barna í innflytjendaskýlum Fimmfalt fleiri börn sem hafa komið ólöglega til landsins eru nú vistuð í skýlum bandarísku alríkisstjórnarinnar en í maí í fyrra. 13. september 2018 07:44 Íhuga aftur að skilja að fjölskyldur á landamærunum Hvíta húsið skoðar nú aðgerðir sem gætu aftur leitt til þess að skilja að foreldra frá börnum sínum á landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Er þetta gert til þess að sporna við fjölda fólks sem reynir að komast ólöglega yfir til Bandaríkjanna. 12. október 2018 21:38 Hundruð innflytjenda mögulega vísað á brott án barna sinna Útlit er fyrir að 463 ólöglegir innflytjendur hafi verið sendir frá Bandaríkjunum án barna sinna, sem tekin voru af þeim við komuna þangað. 24. júlí 2018 10:35 Trump-stjórnin vill geta lokað börn farandsfólks inni ótímabundið Reglubreyting sem ríkisstjórn Trump leggur til felur í sér að innflytjendayfirvöld geti haldið börnum með foreldrum sínum í innflytjendafangelsum eins lengi og þau telja þörf á. 6. september 2018 17:41 Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. 9. október 2018 13:11 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Erlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Bandarísk yfirvöld halda þúsundum barna í innflytjendaskýlum Fimmfalt fleiri börn sem hafa komið ólöglega til landsins eru nú vistuð í skýlum bandarísku alríkisstjórnarinnar en í maí í fyrra. 13. september 2018 07:44
Íhuga aftur að skilja að fjölskyldur á landamærunum Hvíta húsið skoðar nú aðgerðir sem gætu aftur leitt til þess að skilja að foreldra frá börnum sínum á landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Er þetta gert til þess að sporna við fjölda fólks sem reynir að komast ólöglega yfir til Bandaríkjanna. 12. október 2018 21:38
Hundruð innflytjenda mögulega vísað á brott án barna sinna Útlit er fyrir að 463 ólöglegir innflytjendur hafi verið sendir frá Bandaríkjunum án barna sinna, sem tekin voru af þeim við komuna þangað. 24. júlí 2018 10:35
Trump-stjórnin vill geta lokað börn farandsfólks inni ótímabundið Reglubreyting sem ríkisstjórn Trump leggur til felur í sér að innflytjendayfirvöld geti haldið börnum með foreldrum sínum í innflytjendafangelsum eins lengi og þau telja þörf á. 6. september 2018 17:41
Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. 9. október 2018 13:11