Tveir ákærðir vegna árásar á Houssin Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. október 2018 08:00 Houssin sat inni á Litla-Hrauni. Vísir/GVA Tveir menn, Baldur Kolbeinsson og Trausti Rafn Hendriksson, eru ákærðir vegna alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni 23. janúar síðastliðinn. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands 25. október næstkomandi. Brotaþolinn er ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem kom hingað til lands haustið 2016. Hann sat inni fyrir ítrekaðar flóttatilraunir en hann freistað þess að smygla sér um borð í eitt af flutningaskipum Eimskips og komast þannig til Kanada. Heimildir Fréttablaðsins herma að ákært sé fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga en ákvæðið tekur til líkamsárása sem hafa í för með sér stórfellt líkams- eða heilsutjón eða teljast sérstaklega hættulegar vegna þeirrar aðferðar sem beitt er. Brot gegn ákvæðinu geta varðað allt að 16 ára fangelsi. Árásin á Houssin var gerð í íþróttasal fangelsisins og er sögð bæði skipulögð og hrottafengin. Houssin var fluttur á spítala í kjölfarið, nokkuð marinn og með brotnar tennur. Skömmu eftir árásina var Houssin vísað úr landi og gafst lögreglu ekki tóm til að taka af honum skýrslu vegna málsins. Lögreglufulltrúi sem fór með rannsókn árásarinnar fékk upplýsingar í fjölmiðlum um að hann væri farinn af landinu. Ekki liggur fyrir hvort Houssin kemur aftur til landsins til að gefa skýrslu fyrir dómi en meðal sönnunargagna eru myndir úr eftirlitsmyndavélum. Ákæran gegn mönnunum hefur ekki verið birt opinberlega og því ekki enn komið fram hvort hlutur beggja ákærðu í brotinu telst jafnmikill. Baldur Kolbeinsson og Trausti Rafn Hendriksson eiga báðir nokkurn sakaferil að baki. Þá hefur Baldur ítrekað gerst sekur um ofbeldi gagnvart samföngum sínum. Hann hlaut 18 mánaða fangelsisdóm árið 2014 fyrir tvær líkamsárásir framdar með nokkurra mánaða millibili á útivistarsvæðinu á Litla-Hrauni. Í fyrra tilvikinu veittist hann að samfanga sínum og makaði saur í andlit hans og munn og sló hann svo bæði í höfuð og líkama. Auk þeirra tveggja líkamsárása sem hann var dæmdur fyrir 2014 mun hann hafa bitið vörina af samfanga sínum í slagsmálum á Litla-Hrauni síðastliðið sumar. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira
Tveir menn, Baldur Kolbeinsson og Trausti Rafn Hendriksson, eru ákærðir vegna alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni 23. janúar síðastliðinn. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands 25. október næstkomandi. Brotaþolinn er ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem kom hingað til lands haustið 2016. Hann sat inni fyrir ítrekaðar flóttatilraunir en hann freistað þess að smygla sér um borð í eitt af flutningaskipum Eimskips og komast þannig til Kanada. Heimildir Fréttablaðsins herma að ákært sé fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga en ákvæðið tekur til líkamsárása sem hafa í för með sér stórfellt líkams- eða heilsutjón eða teljast sérstaklega hættulegar vegna þeirrar aðferðar sem beitt er. Brot gegn ákvæðinu geta varðað allt að 16 ára fangelsi. Árásin á Houssin var gerð í íþróttasal fangelsisins og er sögð bæði skipulögð og hrottafengin. Houssin var fluttur á spítala í kjölfarið, nokkuð marinn og með brotnar tennur. Skömmu eftir árásina var Houssin vísað úr landi og gafst lögreglu ekki tóm til að taka af honum skýrslu vegna málsins. Lögreglufulltrúi sem fór með rannsókn árásarinnar fékk upplýsingar í fjölmiðlum um að hann væri farinn af landinu. Ekki liggur fyrir hvort Houssin kemur aftur til landsins til að gefa skýrslu fyrir dómi en meðal sönnunargagna eru myndir úr eftirlitsmyndavélum. Ákæran gegn mönnunum hefur ekki verið birt opinberlega og því ekki enn komið fram hvort hlutur beggja ákærðu í brotinu telst jafnmikill. Baldur Kolbeinsson og Trausti Rafn Hendriksson eiga báðir nokkurn sakaferil að baki. Þá hefur Baldur ítrekað gerst sekur um ofbeldi gagnvart samföngum sínum. Hann hlaut 18 mánaða fangelsisdóm árið 2014 fyrir tvær líkamsárásir framdar með nokkurra mánaða millibili á útivistarsvæðinu á Litla-Hrauni. Í fyrra tilvikinu veittist hann að samfanga sínum og makaði saur í andlit hans og munn og sló hann svo bæði í höfuð og líkama. Auk þeirra tveggja líkamsárása sem hann var dæmdur fyrir 2014 mun hann hafa bitið vörina af samfanga sínum í slagsmálum á Litla-Hrauni síðastliðið sumar.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira