Aðgerðir vegna samskiptavanda hjá HA Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. október 2018 06:00 Fréttablaðið/Pjetur Samskiptavandi á hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri leiddi til þess að forseti sviðsins var færður til í starfi. Sérstakt teymi endurskipuleggur nú starf sviðsins. Af fundargerðum háskólaráðs HA sést að vandinn hefur verið til umfjöllunar í hátt á annað ár. Forseti sviðsins, Lars Gunnar Lundsten sem kom til starfa frá Finnlandi 2016, var færður til í starfi og er nú forstöðumaður miðstöðvar doktorsnáms og stjórnsýslu rannsókna. Mjög skiptar skoðanir hafa verið um framtíð og skipulag lagadeildarinnar. Til dæmis voru allir starfsmenn og háskólaráð að auki andvíg áformum Lars um að hætta innritun nýrra nemenda í lögfræði tímabundið. Umgjörð og skipulag lögreglufræða hefur verið deiluefni og dæmi eru um að starfsfólk hafi hætt vegna þessa og aðrir starfsmenn sviðsins hafi tekið veikindaleyfi vegna starfstengds andlegs álags. Þá er því lýst í bókun í fundargerð háskólaráðs að konur hafi neikvæða upplifun af afgreiðslu mála innan HA og stjórnendur vanræki að afgreiða umkvartanir þeirra. Þess háttar afgreiðsla sé „allt of algeng þegar kemur að framkomu og málsmeðferð gagnvart konum innan skólans“. Leitaði rektor til ráðgjafarfyrirtækisins Strategíu sem vann úttekt á samskiptamálum sviðsins. Tóku ráðgjafar fyrirtækisins viðtöl við flesta starfsmenn sviðsins og var skýrsla þeirra kynnt í háskólaráði 22. mars. „Við erum að reyna að takast á við þetta innan frá hjá okkur,“ segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA. „Svo eru ýmis mál, mörg hver mjög gömul, sem hafa aldrei verið útkljáð innan sviðsins og ég gerði mér grein fyrir því þegar ég fékk skýrslu Strategíu í hendur að það þyrfti að ganga í að leysa þau mál.“ Í kjölfar greiningar Strategíu, var ákveðið að ráða tímabundið forstöðumann breytinga og umbóta auk þess sem sérfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík er til stuðnings og ráðgjafar. Nýi forstöðumaðurinn starfar við hlið stafandi sviðsforseta, Önnu Ólafsdóttur prófessors. Eyjólfur kveðst á þessari stundu ekki geta sagt til um kostnað við hið nýja stöðugildi og aðkeypta ráðgjöf vegna málsins. „En ég held að þetta sé fjárfesting sem mun skila sér margfalt þegar niðurstaða liggur fyrir,“ segir rektor. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Samskiptavandi á hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri leiddi til þess að forseti sviðsins var færður til í starfi. Sérstakt teymi endurskipuleggur nú starf sviðsins. Af fundargerðum háskólaráðs HA sést að vandinn hefur verið til umfjöllunar í hátt á annað ár. Forseti sviðsins, Lars Gunnar Lundsten sem kom til starfa frá Finnlandi 2016, var færður til í starfi og er nú forstöðumaður miðstöðvar doktorsnáms og stjórnsýslu rannsókna. Mjög skiptar skoðanir hafa verið um framtíð og skipulag lagadeildarinnar. Til dæmis voru allir starfsmenn og háskólaráð að auki andvíg áformum Lars um að hætta innritun nýrra nemenda í lögfræði tímabundið. Umgjörð og skipulag lögreglufræða hefur verið deiluefni og dæmi eru um að starfsfólk hafi hætt vegna þessa og aðrir starfsmenn sviðsins hafi tekið veikindaleyfi vegna starfstengds andlegs álags. Þá er því lýst í bókun í fundargerð háskólaráðs að konur hafi neikvæða upplifun af afgreiðslu mála innan HA og stjórnendur vanræki að afgreiða umkvartanir þeirra. Þess háttar afgreiðsla sé „allt of algeng þegar kemur að framkomu og málsmeðferð gagnvart konum innan skólans“. Leitaði rektor til ráðgjafarfyrirtækisins Strategíu sem vann úttekt á samskiptamálum sviðsins. Tóku ráðgjafar fyrirtækisins viðtöl við flesta starfsmenn sviðsins og var skýrsla þeirra kynnt í háskólaráði 22. mars. „Við erum að reyna að takast á við þetta innan frá hjá okkur,“ segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA. „Svo eru ýmis mál, mörg hver mjög gömul, sem hafa aldrei verið útkljáð innan sviðsins og ég gerði mér grein fyrir því þegar ég fékk skýrslu Strategíu í hendur að það þyrfti að ganga í að leysa þau mál.“ Í kjölfar greiningar Strategíu, var ákveðið að ráða tímabundið forstöðumann breytinga og umbóta auk þess sem sérfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík er til stuðnings og ráðgjafar. Nýi forstöðumaðurinn starfar við hlið stafandi sviðsforseta, Önnu Ólafsdóttur prófessors. Eyjólfur kveðst á þessari stundu ekki geta sagt til um kostnað við hið nýja stöðugildi og aðkeypta ráðgjöf vegna málsins. „En ég held að þetta sé fjárfesting sem mun skila sér margfalt þegar niðurstaða liggur fyrir,“ segir rektor.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira