Búist við að Löfven fái umboð til stjórnarmyndunar Atli Ísleifsson skrifar 15. október 2018 08:40 Stefan Löfven er leiðtogi Jafnaðarmanna. Hann vill mynda stjórn með Miðflokknum og Frjálslyndum. Getty/MICHAEL CAMPANELLA Búist er við að Stefan Löfven, leiðtogi sænskra Jafnaðarmanna og starfandi forsætisráðherra, fái umboð til stjórnarmyndunar í dag. Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, fundar í dag með leiðtogum allra flokka á sænska þinginu og mun í kjölfarið veita einhverjum þeirra umboð til að mynda nýja stjórn. Norlén veitti Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, umboð til stjórnarmyndunar fyrir tæpum tveimur vikum, en hann gekk á fund Norlén í gær þar sem hann tilkynnti að honum hafi mistekist að mynda stjórn sem meirihluti þingsins myndi verja vantrausti.Vill samstarf þvert á blokkir Eftir fund sinn með Norlén í morgun sagði Löfven að samstarf flokka úr bæði rauðgrænu blokkinni og bandalagi borgaralegu flokkanna yrði farsælasta lausnin fyrir land og þjóð. Þá sagði hann jafnframt að Jafnaðarmenn væri reiðubúnir til málamiðlana. Löfven hefur áður sagt að Miðflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn, sem báðir tilheyra bandalagi borgaralegu flokkanna, séu vænlegir samstarfsflokkar fyrir Jafnaðarmannaflokkinn. Bæði Löfven og Kristersson hafa útilokað myndun samsteypustjórn tveggja stærstu flokkanna, það er Jafnaðarmannaflokksins og Moderaterna.Ulf Kristersson.Getty/BloombergKristersson mistókst Kristersson tilkynnti gær að honum hafi, eftir viðræður við leiðtoga annarra flokka, ekki tekist að safna nægum stuðningi til myndunar stjórnar borgaralegu flokkanna fjögurra sem nyti stuðnings Jafnaðarmannaflokksins, stjórnar einungis Moderaterna eða stjórnar Moderaterna og Kristilegra demókrata. Miðflokkurinn og Frjálslyndir höfnuðu báðir síðustu tveimur kostunum. Mjög flókin staða er uppi á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkanir hlutu 144 þingsæti, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Kristersson fær umboð til stjórnarmyndunar Forseti sænska þingsins hefur veitt Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. 2. október 2018 13:51 Lööf opnar á samstarf með Jafnaðarmönnum Formaður Miðflokksins í Svíþjóð segir að leiðtogar flokka verði að byrja að ræða hver við annan til að hægt verði að mynda ríkisstjórn í landinu. 2. október 2018 13:31 Hægriflokkurinn vill stýra einn Illa gengur að mynda ríkisstjórn í Svíþjóð nú þegar rúmur mánuður er liðinn frá kosningum. Leiðtogi stærsta flokks hægriblokkarinnar leggur til að flokkurinn myndi minnihlutastjórn einn síns liðs. 13. október 2018 08:15 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Búist er við að Stefan Löfven, leiðtogi sænskra Jafnaðarmanna og starfandi forsætisráðherra, fái umboð til stjórnarmyndunar í dag. Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, fundar í dag með leiðtogum allra flokka á sænska þinginu og mun í kjölfarið veita einhverjum þeirra umboð til að mynda nýja stjórn. Norlén veitti Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, umboð til stjórnarmyndunar fyrir tæpum tveimur vikum, en hann gekk á fund Norlén í gær þar sem hann tilkynnti að honum hafi mistekist að mynda stjórn sem meirihluti þingsins myndi verja vantrausti.Vill samstarf þvert á blokkir Eftir fund sinn með Norlén í morgun sagði Löfven að samstarf flokka úr bæði rauðgrænu blokkinni og bandalagi borgaralegu flokkanna yrði farsælasta lausnin fyrir land og þjóð. Þá sagði hann jafnframt að Jafnaðarmenn væri reiðubúnir til málamiðlana. Löfven hefur áður sagt að Miðflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn, sem báðir tilheyra bandalagi borgaralegu flokkanna, séu vænlegir samstarfsflokkar fyrir Jafnaðarmannaflokkinn. Bæði Löfven og Kristersson hafa útilokað myndun samsteypustjórn tveggja stærstu flokkanna, það er Jafnaðarmannaflokksins og Moderaterna.Ulf Kristersson.Getty/BloombergKristersson mistókst Kristersson tilkynnti gær að honum hafi, eftir viðræður við leiðtoga annarra flokka, ekki tekist að safna nægum stuðningi til myndunar stjórnar borgaralegu flokkanna fjögurra sem nyti stuðnings Jafnaðarmannaflokksins, stjórnar einungis Moderaterna eða stjórnar Moderaterna og Kristilegra demókrata. Miðflokkurinn og Frjálslyndir höfnuðu báðir síðustu tveimur kostunum. Mjög flókin staða er uppi á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkanir hlutu 144 þingsæti, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Kristersson fær umboð til stjórnarmyndunar Forseti sænska þingsins hefur veitt Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. 2. október 2018 13:51 Lööf opnar á samstarf með Jafnaðarmönnum Formaður Miðflokksins í Svíþjóð segir að leiðtogar flokka verði að byrja að ræða hver við annan til að hægt verði að mynda ríkisstjórn í landinu. 2. október 2018 13:31 Hægriflokkurinn vill stýra einn Illa gengur að mynda ríkisstjórn í Svíþjóð nú þegar rúmur mánuður er liðinn frá kosningum. Leiðtogi stærsta flokks hægriblokkarinnar leggur til að flokkurinn myndi minnihlutastjórn einn síns liðs. 13. október 2018 08:15 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Kristersson fær umboð til stjórnarmyndunar Forseti sænska þingsins hefur veitt Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. 2. október 2018 13:51
Lööf opnar á samstarf með Jafnaðarmönnum Formaður Miðflokksins í Svíþjóð segir að leiðtogar flokka verði að byrja að ræða hver við annan til að hægt verði að mynda ríkisstjórn í landinu. 2. október 2018 13:31
Hægriflokkurinn vill stýra einn Illa gengur að mynda ríkisstjórn í Svíþjóð nú þegar rúmur mánuður er liðinn frá kosningum. Leiðtogi stærsta flokks hægriblokkarinnar leggur til að flokkurinn myndi minnihlutastjórn einn síns liðs. 13. október 2018 08:15