Ævintýrasigling með Guðna um aðalskurð Flóaáveitunnar Kristján Már Unnarsson skrifar 15. október 2018 15:00 Róið á Flóaáveitunni. Ræsið er á heimreiðinni að Brúnastöðum, þar sem Guðni er fæddur og uppalinn. Stöð 2/Einar Árnason. Flóaáveitan hafði afgerandi áhrif á það að Selfoss byggðist upp sem höfuðstaður Suðurlands. Þetta segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, enda fylgdi þessari miklu áveituframkvæmd bæði stofnun Mjólkurbús Flóamanna og Kaupfélags Árnesinga. „Flóaáveitan er auðvitað mesta framkvæmd Íslandssögunnar, allavega í landbúnaði, og markaði tímamót,“ segir Guðni. Í þættinum er róið með Guðna um aðalskurð Flóaáveitunnar. Flóaáveitan er viðamikið skurðakerfi, yfir þrjúhundruð kílómetra langt. Vatnið er leitt úr Hvítá um flóðgátt á Brúnastaðaflötum, á æskuslóðum Guðna, en áveitan var grafin á árunum 1922 til 1927. „Selfoss reis. Þetta er eins og í ævintýrinu um Þyrnirós. Allt fór í gang. Vegir voru lagðir, peningar urðu til. Kýrnar fóru að mjólka og þeim fjölgaði. Mjólkurbú var reist. Kaupfélag tók til starfa. Það fylgdi þessu alveg gríðarlegt afl og áræði,“ segir Guðni. Margrét Jónsdóttir og Hildur Hákonardóttir í gamla samkomuhúsinu í Þingborg, sem reist var eftir að peningarnir tóku að streyma inn í sveitina vegna Flóaáveitunnar.Stöð 2/Einar Árnason.Til að lýsa sögu áveitunnar og áhrifum hennar á sunnlenskar sveitir er ennfremur rætt við Guðmund Stefánsson úr Hraungerði, umsjónarmann Flóaáveitunnar, Hildi Hákonardóttur, rithöfund og fyrrverandi forstöðumann Byggðasafns Árnesinga, Margréti Jónsdóttur, bónda og ullarvörukaupmann, og Lýð Pálsson, forstöðumann Byggðasafns Árnesinga. Þátturinn hefst klukkan 19.25. Hér má sjá brot úr þættinum: Flóahreppur Um land allt Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Flóaáveitan hafði afgerandi áhrif á það að Selfoss byggðist upp sem höfuðstaður Suðurlands. Þetta segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, enda fylgdi þessari miklu áveituframkvæmd bæði stofnun Mjólkurbús Flóamanna og Kaupfélags Árnesinga. „Flóaáveitan er auðvitað mesta framkvæmd Íslandssögunnar, allavega í landbúnaði, og markaði tímamót,“ segir Guðni. Í þættinum er róið með Guðna um aðalskurð Flóaáveitunnar. Flóaáveitan er viðamikið skurðakerfi, yfir þrjúhundruð kílómetra langt. Vatnið er leitt úr Hvítá um flóðgátt á Brúnastaðaflötum, á æskuslóðum Guðna, en áveitan var grafin á árunum 1922 til 1927. „Selfoss reis. Þetta er eins og í ævintýrinu um Þyrnirós. Allt fór í gang. Vegir voru lagðir, peningar urðu til. Kýrnar fóru að mjólka og þeim fjölgaði. Mjólkurbú var reist. Kaupfélag tók til starfa. Það fylgdi þessu alveg gríðarlegt afl og áræði,“ segir Guðni. Margrét Jónsdóttir og Hildur Hákonardóttir í gamla samkomuhúsinu í Þingborg, sem reist var eftir að peningarnir tóku að streyma inn í sveitina vegna Flóaáveitunnar.Stöð 2/Einar Árnason.Til að lýsa sögu áveitunnar og áhrifum hennar á sunnlenskar sveitir er ennfremur rætt við Guðmund Stefánsson úr Hraungerði, umsjónarmann Flóaáveitunnar, Hildi Hákonardóttur, rithöfund og fyrrverandi forstöðumann Byggðasafns Árnesinga, Margréti Jónsdóttur, bónda og ullarvörukaupmann, og Lýð Pálsson, forstöðumann Byggðasafns Árnesinga. Þátturinn hefst klukkan 19.25. Hér má sjá brot úr þættinum:
Flóahreppur Um land allt Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira