Ævintýrasigling með Guðna um aðalskurð Flóaáveitunnar Kristján Már Unnarsson skrifar 15. október 2018 15:00 Róið á Flóaáveitunni. Ræsið er á heimreiðinni að Brúnastöðum, þar sem Guðni er fæddur og uppalinn. Stöð 2/Einar Árnason. Flóaáveitan hafði afgerandi áhrif á það að Selfoss byggðist upp sem höfuðstaður Suðurlands. Þetta segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, enda fylgdi þessari miklu áveituframkvæmd bæði stofnun Mjólkurbús Flóamanna og Kaupfélags Árnesinga. „Flóaáveitan er auðvitað mesta framkvæmd Íslandssögunnar, allavega í landbúnaði, og markaði tímamót,“ segir Guðni. Í þættinum er róið með Guðna um aðalskurð Flóaáveitunnar. Flóaáveitan er viðamikið skurðakerfi, yfir þrjúhundruð kílómetra langt. Vatnið er leitt úr Hvítá um flóðgátt á Brúnastaðaflötum, á æskuslóðum Guðna, en áveitan var grafin á árunum 1922 til 1927. „Selfoss reis. Þetta er eins og í ævintýrinu um Þyrnirós. Allt fór í gang. Vegir voru lagðir, peningar urðu til. Kýrnar fóru að mjólka og þeim fjölgaði. Mjólkurbú var reist. Kaupfélag tók til starfa. Það fylgdi þessu alveg gríðarlegt afl og áræði,“ segir Guðni. Margrét Jónsdóttir og Hildur Hákonardóttir í gamla samkomuhúsinu í Þingborg, sem reist var eftir að peningarnir tóku að streyma inn í sveitina vegna Flóaáveitunnar.Stöð 2/Einar Árnason.Til að lýsa sögu áveitunnar og áhrifum hennar á sunnlenskar sveitir er ennfremur rætt við Guðmund Stefánsson úr Hraungerði, umsjónarmann Flóaáveitunnar, Hildi Hákonardóttur, rithöfund og fyrrverandi forstöðumann Byggðasafns Árnesinga, Margréti Jónsdóttur, bónda og ullarvörukaupmann, og Lýð Pálsson, forstöðumann Byggðasafns Árnesinga. Þátturinn hefst klukkan 19.25. Hér má sjá brot úr þættinum: Flóahreppur Um land allt Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Flóaáveitan hafði afgerandi áhrif á það að Selfoss byggðist upp sem höfuðstaður Suðurlands. Þetta segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, enda fylgdi þessari miklu áveituframkvæmd bæði stofnun Mjólkurbús Flóamanna og Kaupfélags Árnesinga. „Flóaáveitan er auðvitað mesta framkvæmd Íslandssögunnar, allavega í landbúnaði, og markaði tímamót,“ segir Guðni. Í þættinum er róið með Guðna um aðalskurð Flóaáveitunnar. Flóaáveitan er viðamikið skurðakerfi, yfir þrjúhundruð kílómetra langt. Vatnið er leitt úr Hvítá um flóðgátt á Brúnastaðaflötum, á æskuslóðum Guðna, en áveitan var grafin á árunum 1922 til 1927. „Selfoss reis. Þetta er eins og í ævintýrinu um Þyrnirós. Allt fór í gang. Vegir voru lagðir, peningar urðu til. Kýrnar fóru að mjólka og þeim fjölgaði. Mjólkurbú var reist. Kaupfélag tók til starfa. Það fylgdi þessu alveg gríðarlegt afl og áræði,“ segir Guðni. Margrét Jónsdóttir og Hildur Hákonardóttir í gamla samkomuhúsinu í Þingborg, sem reist var eftir að peningarnir tóku að streyma inn í sveitina vegna Flóaáveitunnar.Stöð 2/Einar Árnason.Til að lýsa sögu áveitunnar og áhrifum hennar á sunnlenskar sveitir er ennfremur rætt við Guðmund Stefánsson úr Hraungerði, umsjónarmann Flóaáveitunnar, Hildi Hákonardóttur, rithöfund og fyrrverandi forstöðumann Byggðasafns Árnesinga, Margréti Jónsdóttur, bónda og ullarvörukaupmann, og Lýð Pálsson, forstöðumann Byggðasafns Árnesinga. Þátturinn hefst klukkan 19.25. Hér má sjá brot úr þættinum:
Flóahreppur Um land allt Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira