Hneykslaði með ummælum sínum um Bond, börn og karlmennsku Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2018 11:29 Piers Morgan hneykslaði marga með ummælum sínum um myndina af Daniel Craig sem sést hér til hægri. Mynd/Samsett Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hefur verið harðlega gagnrýndur á samfélagsmiðlum eftir að hann birti mynd af breska leikaranum Daniel Craig og ýjaði að því að karlmennska hans væri í bráðri hættu sökum þess að hann hélt á barni sínu. Morgan birti myndina á Twitter-reikningi sínum í gær. Á myndinni sést Craig á göngu með nokkurra vikna gamla dóttur sína reyrða framan á sig. Við myndina skrifaði Morgan: „Ó, 007 .. ekki þú líka?!!!“ og bætti við myllumerkinu #emasculatedbond, sem þýða mætti á íslensku sem „ókarlmannlegur“ eða „kveifarlegur“ Bond. Craig fer með hlutverk njósnarans James Bond í kvikmyndaflokknum um ævintýri hans og hefur hlutverkið löngum verið talið eitt það „karlmannlegasta“ í Hollywood.Oh 007.. not you as well?!!! #papoose #emasculatedBond pic.twitter.com/cqWiCRCFt3— Piers Morgan (@piersmorgan) October 15, 2018 Viðbrögðin létu ekki á sér standa en netverjar voru margir ósammála Morgan um að umönnun barna drægi úr karlmennsku, heldur þvert á móti sinntu „alvöru karlmenn“ börnum sínum til jafns við mæður þeirra. Á meðal þeirra sem svaraði Morgan fullum hálsi var bandaríski leikarinn Chris Evans, sem þangað til nýlega fór með hlutverk Captain America – annars holdgervings karlmennskunnar. „Sá karlmaður sem eyðir tíma sínum í að mæla karlmennsku er sjálfur dauðhræddur inn við beinið,“ skrifaði Evans meðal annars.You really have to be so uncertain of your own masculinity to concern yourself with how another man carries his child. Any man who wastes time quantifying masculinity is terrified on the inside. https://t.co/9jsHZ3WKRn— Chris Evans (@ChrisEvans) October 16, 2018 Morgan er annar stjórnenda spjallþáttarins Good Morning Britain. Hann er óhræddur við að láta í ljós umdeildar skoðanir sínar á hinum ýmsu málum, við misjafnar undirtektir almennings. Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Piers Morgan segir Ronaldo að halda kjafti Hrokinn hjá Cristiano Ronaldo í garð íslenska liðsins í gær hefur farið í taugarnar á fólki út um allan heim. 15. júní 2016 10:15 Piers Morgan reyndi á þolinmæði Uglu og kærastsins: „Get ég skilgreint mig sem svarta konu?“ Ugla Stefanía fór ásamt Fox Fisher, kærastinu sínu, í viðtal í þáttinn Good Morning Britain til að ræða málefni kynsegin fólks við þáttastjórnendurna Piers Morgan og Susönnu Reed. 17. maí 2017 13:27 Piers Morgan gagnrýndur fyrir að hlutgera kollega Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hitti ekki beint í mark hjá áhorfendum morgunþáttarins The Good Morning Britain sem var á dagskrá ITV í morgun. 16. maí 2018 15:30 Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hefur verið harðlega gagnrýndur á samfélagsmiðlum eftir að hann birti mynd af breska leikaranum Daniel Craig og ýjaði að því að karlmennska hans væri í bráðri hættu sökum þess að hann hélt á barni sínu. Morgan birti myndina á Twitter-reikningi sínum í gær. Á myndinni sést Craig á göngu með nokkurra vikna gamla dóttur sína reyrða framan á sig. Við myndina skrifaði Morgan: „Ó, 007 .. ekki þú líka?!!!“ og bætti við myllumerkinu #emasculatedbond, sem þýða mætti á íslensku sem „ókarlmannlegur“ eða „kveifarlegur“ Bond. Craig fer með hlutverk njósnarans James Bond í kvikmyndaflokknum um ævintýri hans og hefur hlutverkið löngum verið talið eitt það „karlmannlegasta“ í Hollywood.Oh 007.. not you as well?!!! #papoose #emasculatedBond pic.twitter.com/cqWiCRCFt3— Piers Morgan (@piersmorgan) October 15, 2018 Viðbrögðin létu ekki á sér standa en netverjar voru margir ósammála Morgan um að umönnun barna drægi úr karlmennsku, heldur þvert á móti sinntu „alvöru karlmenn“ börnum sínum til jafns við mæður þeirra. Á meðal þeirra sem svaraði Morgan fullum hálsi var bandaríski leikarinn Chris Evans, sem þangað til nýlega fór með hlutverk Captain America – annars holdgervings karlmennskunnar. „Sá karlmaður sem eyðir tíma sínum í að mæla karlmennsku er sjálfur dauðhræddur inn við beinið,“ skrifaði Evans meðal annars.You really have to be so uncertain of your own masculinity to concern yourself with how another man carries his child. Any man who wastes time quantifying masculinity is terrified on the inside. https://t.co/9jsHZ3WKRn— Chris Evans (@ChrisEvans) October 16, 2018 Morgan er annar stjórnenda spjallþáttarins Good Morning Britain. Hann er óhræddur við að láta í ljós umdeildar skoðanir sínar á hinum ýmsu málum, við misjafnar undirtektir almennings.
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Piers Morgan segir Ronaldo að halda kjafti Hrokinn hjá Cristiano Ronaldo í garð íslenska liðsins í gær hefur farið í taugarnar á fólki út um allan heim. 15. júní 2016 10:15 Piers Morgan reyndi á þolinmæði Uglu og kærastsins: „Get ég skilgreint mig sem svarta konu?“ Ugla Stefanía fór ásamt Fox Fisher, kærastinu sínu, í viðtal í þáttinn Good Morning Britain til að ræða málefni kynsegin fólks við þáttastjórnendurna Piers Morgan og Susönnu Reed. 17. maí 2017 13:27 Piers Morgan gagnrýndur fyrir að hlutgera kollega Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hitti ekki beint í mark hjá áhorfendum morgunþáttarins The Good Morning Britain sem var á dagskrá ITV í morgun. 16. maí 2018 15:30 Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Piers Morgan segir Ronaldo að halda kjafti Hrokinn hjá Cristiano Ronaldo í garð íslenska liðsins í gær hefur farið í taugarnar á fólki út um allan heim. 15. júní 2016 10:15
Piers Morgan reyndi á þolinmæði Uglu og kærastsins: „Get ég skilgreint mig sem svarta konu?“ Ugla Stefanía fór ásamt Fox Fisher, kærastinu sínu, í viðtal í þáttinn Good Morning Britain til að ræða málefni kynsegin fólks við þáttastjórnendurna Piers Morgan og Susönnu Reed. 17. maí 2017 13:27
Piers Morgan gagnrýndur fyrir að hlutgera kollega Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hitti ekki beint í mark hjá áhorfendum morgunþáttarins The Good Morning Britain sem var á dagskrá ITV í morgun. 16. maí 2018 15:30