Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, hlaupari úr ÍR, varð í kvöld Ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi en Ólympíuleikarnir fara fram í Buenos Aires í Argentínu.
Í síðari umferðinni í 200 metra hlaupinu kom Guðbjörg í mark á 23,47 sekúndum. Samanlagður árangur í báðum umferðunum gildir og stóð Guðbjörg uppi sem Ólympíumeistari.
Í fyrri umferðinni setti Guðbjörg Íslandsmet er hún hljóp á 23,55 sekúndum en meðvindur í hlaupinu var 1,9 metri á sekúndu.
Hún bætti sitt eigið Íslandsmet og því magnaður árangur hjá þessari sautján ára gömlu stúlku í Argentínu sem á heldur betur framtíðina fyrir sér.
Guðbjörg Ólympíumeistari og bætti eigið Íslandsmet
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn


Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn






Falko: Zarko og Matej voru frábærir
Körfubolti