Forseti leiðtogaráðsins kveðst svartsýnn fyrir Brexit-fundinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. október 2018 09:00 Michel Barnier, formaður samninganefndar ESB, og Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs sambandsins. Getty Bretland Engin ástæða er til bjartsýni á að raunverulegur árangur í Brexit-málinu náist á fundi leiðtogaráðs Evrópusambandsins sem hefst í dag. Þetta sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, á blaðamannafundi í Brussel í gær. Hinn pólski Tusk sagði að skýrslan sem Michel Barnier, formaður samninganefndar ESB um samskipti Bretlands og sambandsins eftir útgöngu, og atburðir á breska þinginu gæfu ekkert tilefni til bjartsýni. „Eins og þetta blasir við mér þá felst okkar eina von um góðan samning í því að báðar hliðar sýni ákveðni og velvild,“ sagði Tusk og bætti því við að þessari velvild þyrftu að fylgja skotheldar tillögur. Sagðist Tusk ætla að biðja May um slíkar tillögur á fundinum í dag. Forsetinn útskýrði ekki nánar eftir hverju hann væri að leita en skoraði á May að vera frumleg. Vonast var til þess að nægur árangur hefði náðst á þessum tímapunkti svo fundargestir gætu í dag kallað eftir aukafundi sem fram færi í nóvember til þess að klára málið. „Það er leiðtoganna að ákveða hvort við séum tilbúin núna. Í raun erum við það að mestu, en við þurfum að fá tilfinningu fyrir því að raunverulegt skref fram á við sé nærri,“ sagði Tusk.Bretar munu yfirgefa Evrópusambandið þann 29. mars næstkomandi. Ef samningar um framtíðarsamskipti nást ekki í tæka tíð þýðir það að samskiptin verða einfaldlega í lausu lofti. „Sú útkoma verður sífellt líklegri, en það þýðir ekki að hún sé efst á óskalistanum,“ sagði Tusk. Undanfarið hafa Bretar og ESB reynt að ná samkomulagi um fyrirkomulag landamæragæslu á milli Írlands, sem er aðili að ESB, og Norður-Írlands, sem er hluti af Bretlandi. Líkti Tusk pattstöðunni við gordíonshnútinn fræga sem Alexander mikli er sagður hafa höggvið á. Málið er trúlega flóknasti kaflinn sem á eftir að loka í samningaviðræðunum. May fundaði með ráðherrum sínum í gær og sagði, samkvæmt Reuters, að samningar myndu nást svo lengi sem breska ríkisstjórnin stæði saman. Undanfarna mánuði hefur verið mikil pressa á May vegna útgönguáætlunar hennar sem óeining er um innan Íhaldsflokksins. Angela Merkel, kanslari Þýskalands og ein áhrifamesta manneskja ESB, sagði svo í gær að viðræðurnar við Breta væru líkt og að reyna að fá ferningslaga púsl til að passa í hringlaga gat, að því er Reuters greindi frá. Ummælin féllu á þingflokksfundi flokks hennar, Kristilegra demókrata, og sagði hún aukinheldur að það væri skýrt að landamæragæsla á milli Írlands og Norður-Írlands gæti ekki orðið engin. Hins vegar þyrfti ESB og þýska ríkisstjórnin að reyna að komast hjá því að þar yrði „hörð“ landamæragæsla. Nordicphotos/AFP Birtist í Fréttablaðinu Brexit Evrópusambandið Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira
Bretland Engin ástæða er til bjartsýni á að raunverulegur árangur í Brexit-málinu náist á fundi leiðtogaráðs Evrópusambandsins sem hefst í dag. Þetta sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, á blaðamannafundi í Brussel í gær. Hinn pólski Tusk sagði að skýrslan sem Michel Barnier, formaður samninganefndar ESB um samskipti Bretlands og sambandsins eftir útgöngu, og atburðir á breska þinginu gæfu ekkert tilefni til bjartsýni. „Eins og þetta blasir við mér þá felst okkar eina von um góðan samning í því að báðar hliðar sýni ákveðni og velvild,“ sagði Tusk og bætti því við að þessari velvild þyrftu að fylgja skotheldar tillögur. Sagðist Tusk ætla að biðja May um slíkar tillögur á fundinum í dag. Forsetinn útskýrði ekki nánar eftir hverju hann væri að leita en skoraði á May að vera frumleg. Vonast var til þess að nægur árangur hefði náðst á þessum tímapunkti svo fundargestir gætu í dag kallað eftir aukafundi sem fram færi í nóvember til þess að klára málið. „Það er leiðtoganna að ákveða hvort við séum tilbúin núna. Í raun erum við það að mestu, en við þurfum að fá tilfinningu fyrir því að raunverulegt skref fram á við sé nærri,“ sagði Tusk.Bretar munu yfirgefa Evrópusambandið þann 29. mars næstkomandi. Ef samningar um framtíðarsamskipti nást ekki í tæka tíð þýðir það að samskiptin verða einfaldlega í lausu lofti. „Sú útkoma verður sífellt líklegri, en það þýðir ekki að hún sé efst á óskalistanum,“ sagði Tusk. Undanfarið hafa Bretar og ESB reynt að ná samkomulagi um fyrirkomulag landamæragæslu á milli Írlands, sem er aðili að ESB, og Norður-Írlands, sem er hluti af Bretlandi. Líkti Tusk pattstöðunni við gordíonshnútinn fræga sem Alexander mikli er sagður hafa höggvið á. Málið er trúlega flóknasti kaflinn sem á eftir að loka í samningaviðræðunum. May fundaði með ráðherrum sínum í gær og sagði, samkvæmt Reuters, að samningar myndu nást svo lengi sem breska ríkisstjórnin stæði saman. Undanfarna mánuði hefur verið mikil pressa á May vegna útgönguáætlunar hennar sem óeining er um innan Íhaldsflokksins. Angela Merkel, kanslari Þýskalands og ein áhrifamesta manneskja ESB, sagði svo í gær að viðræðurnar við Breta væru líkt og að reyna að fá ferningslaga púsl til að passa í hringlaga gat, að því er Reuters greindi frá. Ummælin féllu á þingflokksfundi flokks hennar, Kristilegra demókrata, og sagði hún aukinheldur að það væri skýrt að landamæragæsla á milli Írlands og Norður-Írlands gæti ekki orðið engin. Hins vegar þyrfti ESB og þýska ríkisstjórnin að reyna að komast hjá því að þar yrði „hörð“ landamæragæsla. Nordicphotos/AFP
Birtist í Fréttablaðinu Brexit Evrópusambandið Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira