Starfsmannasíðu lokað eftir gagnrýni á rektor Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. október 2018 08:00 Utanaðkomandi ráðgjafar hafa komið að uppbyggingarstarfi vegna samskiptavanda á stærsta sviði skólans. Fréttablaðið/Pjetur Samskiptasíðu starfsmanna Háskólans á Akureyri var lokað í gær en sólarhring fyrr birti starfsmaður skólans færslu á síðunni og varaði konur við að leita til rektors skólans með sín úrlausnarefni. Tilefni gagnrýninnar var tölvupóstur sem rektor sendi til allra starfsmanna skólans í kjölfar fréttar í Fréttablaðinu á mánudag. Í erindi sínu rekur rektor feril þess umbóta- og breytingastarfs innan skólans sem fjallað var um í frétt Fréttablaðsins. Þá vék rektor að fyrirhuguðum fundahöldum og aðgerðum, meðal annars í tengslum við #Metoo-umræðuna og stöðu kvenna innan háskólasamfélagsins. Í erindi sínu minnir rektor einnig á að þótt ferlið sé ekkert feimnismál skuli aðgát höfð í nærveru sálar og mál einstakra starfsmanna séu trúnaðarmál sem og innri mál skólans sem eru í ferli. Stuttu eftir að starfsmönnum barst erindi rektors ritaði starfsmaður færslu á Facebook-síðu starfsmannafélags skólans og benti á að starfsmenn hefðu fullt leyfi til að ræða mál sem varða þá sjálfa við hvern sem er og á hvaða vettvangi sem þeim sýndist, en yfirmönnum og stjórnendum bæri hins vegar að gæta trúnaðar um málefni einstakra starfsmanna.Starfsmaðurinn, sem er kona, vísar svo sérstaklega til orða í pósti rektors um #Metoo-hreyfinguna og varar konur við að reka erindi sín á skrifstofu rektors enda hafi rektor sjálfur orðið uppvís að því að ávíta og tala niður til kvenna sem til hans leita með sín mál. Í gær tilkynntu stjórnendur Facebook-síðunnar að henni yrði lokað. Var til þess vísað að tilvist síðunnar hefði verið til umræðu í þó nokkurn tíma hjá þeim sem henni stýra. Hún hafi verið stofnuð að frumkvæði starfsmannafélagsins með það fyrir augum að hafa jákvæð áhrif á félagslíf starfsmanna og efla starfsandann en umræða á síðunni hafi þróast í aðrar áttir og þyki stjórnendum síðunnar það miður og ákveðið hafi verið að loka henni. Nokkrar umræður spruttu um lokunina á síðunni áður en henni var lokað í gær. „Okkur sem erum skráðar stjórnendur síðunnar þykir óþægilegt að bera ábyrgð á ýmsu neikvæðu sem komið hefur þar inn og þess vegna fannst okkur hreinlegra að loka síðunni og finna aðra leið fyrir félagsleg samskipti,“ segir Sólveig Elín Þórhallsdóttir, formaður Starfsmannafélags Háskólans á Akureyri. Hún lætur þess sérstaklega getið að síðan sé ekki tengd vinnu starfsmanna heldur hluti af félagslífi starfsfólks. Hún segir það alls ekki markmið stjórnendanna að þagga niður neina umræðu. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Aðgerðir vegna samskiptavanda hjá HA Forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri var settur í annað starf og utanaðkomandi ráðgjafarfyrirtæki fengið til að greiða úr samskiptavanda á sviðinu. Erum að reyna að takast á við þetta innan frá, segir rektor. Mar 15. október 2018 06:00 Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Samskiptasíðu starfsmanna Háskólans á Akureyri var lokað í gær en sólarhring fyrr birti starfsmaður skólans færslu á síðunni og varaði konur við að leita til rektors skólans með sín úrlausnarefni. Tilefni gagnrýninnar var tölvupóstur sem rektor sendi til allra starfsmanna skólans í kjölfar fréttar í Fréttablaðinu á mánudag. Í erindi sínu rekur rektor feril þess umbóta- og breytingastarfs innan skólans sem fjallað var um í frétt Fréttablaðsins. Þá vék rektor að fyrirhuguðum fundahöldum og aðgerðum, meðal annars í tengslum við #Metoo-umræðuna og stöðu kvenna innan háskólasamfélagsins. Í erindi sínu minnir rektor einnig á að þótt ferlið sé ekkert feimnismál skuli aðgát höfð í nærveru sálar og mál einstakra starfsmanna séu trúnaðarmál sem og innri mál skólans sem eru í ferli. Stuttu eftir að starfsmönnum barst erindi rektors ritaði starfsmaður færslu á Facebook-síðu starfsmannafélags skólans og benti á að starfsmenn hefðu fullt leyfi til að ræða mál sem varða þá sjálfa við hvern sem er og á hvaða vettvangi sem þeim sýndist, en yfirmönnum og stjórnendum bæri hins vegar að gæta trúnaðar um málefni einstakra starfsmanna.Starfsmaðurinn, sem er kona, vísar svo sérstaklega til orða í pósti rektors um #Metoo-hreyfinguna og varar konur við að reka erindi sín á skrifstofu rektors enda hafi rektor sjálfur orðið uppvís að því að ávíta og tala niður til kvenna sem til hans leita með sín mál. Í gær tilkynntu stjórnendur Facebook-síðunnar að henni yrði lokað. Var til þess vísað að tilvist síðunnar hefði verið til umræðu í þó nokkurn tíma hjá þeim sem henni stýra. Hún hafi verið stofnuð að frumkvæði starfsmannafélagsins með það fyrir augum að hafa jákvæð áhrif á félagslíf starfsmanna og efla starfsandann en umræða á síðunni hafi þróast í aðrar áttir og þyki stjórnendum síðunnar það miður og ákveðið hafi verið að loka henni. Nokkrar umræður spruttu um lokunina á síðunni áður en henni var lokað í gær. „Okkur sem erum skráðar stjórnendur síðunnar þykir óþægilegt að bera ábyrgð á ýmsu neikvæðu sem komið hefur þar inn og þess vegna fannst okkur hreinlegra að loka síðunni og finna aðra leið fyrir félagsleg samskipti,“ segir Sólveig Elín Þórhallsdóttir, formaður Starfsmannafélags Háskólans á Akureyri. Hún lætur þess sérstaklega getið að síðan sé ekki tengd vinnu starfsmanna heldur hluti af félagslífi starfsfólks. Hún segir það alls ekki markmið stjórnendanna að þagga niður neina umræðu.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Aðgerðir vegna samskiptavanda hjá HA Forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri var settur í annað starf og utanaðkomandi ráðgjafarfyrirtæki fengið til að greiða úr samskiptavanda á sviðinu. Erum að reyna að takast á við þetta innan frá, segir rektor. Mar 15. október 2018 06:00 Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Aðgerðir vegna samskiptavanda hjá HA Forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri var settur í annað starf og utanaðkomandi ráðgjafarfyrirtæki fengið til að greiða úr samskiptavanda á sviðinu. Erum að reyna að takast á við þetta innan frá, segir rektor. Mar 15. október 2018 06:00