Hafnar forsendum um tvöföldun launakostnaðar Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2018 10:52 Björn Snæbjörnsson er formaður Starfsgreinasambandsins (SGS). Formaður Starfsgreinasambandsins (SGS) vísar á bug útreikningum um að kröfur þess fyrir komandi kjaraviðræður leiði til þess að launakostnaður sumra fyrirtækja tvöfaldist. Hann telur kröfur sambandsins sanngjarnar og innan þeirra marka sem atvinnurekendur ráði við. Fréttablaðið vitnar í útreikninga sem það segir byggða á kröfugerð samninganefndar SGS sem var kynnt fyrir viku. Í henni er meðal annars farið fram á að lágmarkslaun hækki í 425 þúsund krónur við lok þriggja ára samningstíma. Gangi kröfur um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðinga gætu laun sumra stétta tvöfaldast. Í sumum tilfellum gæti launakostnaður fyrirtækja hækkað um 150% samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins. Blaðið hefur eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að kröfurnar gangi alltof langt og að afleiðingarnar verði vaxandi verðbólga, veikari króna og minni kaupmáttur launa. „Menn geta reiknað sig algerlega upp til tunglsins ef þeir vilja en menn skulu þá líka ekki búa til forsendur sem eru allt aðrar en þær sem við erum að tala um,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins í samtali við Vísi.Ekki hugmyndin að fólk vinni áfram jafnmikið Hann hafnar forsendum sem virðast liggja að baki útreikningum Fréttablaðsins og segir að verið sé að mála skrattann á vegginn með þeim. Þar virðist gert ráð fyrir að félagar sambandsins vinni áfram sama fjölda vinnustunda þrátt fyrir að vinnuvikan verði stytt og fái þá greidda fleiri yfirvinnutíma. „Við erum ekki að fara fram á styttingu vinnuvikunnar til þess að menn bara bæti við sig yfirvinnu. Það er ekki það sem við erum að tala um. Við erum að tala um að stytta vinnuvikuna raunverulega. Við erum ekki að tala um að stytta vinnuvikuna til þess að það sem menn vinna í dag sé greitt sem yfirvinna ,“ segir Björn. Markmið sambandsins sé að gera félagsmönnum sínum kleift að lifa af dagvinnulaunum sínum með því að knýja fram launahækkanir. Björn segist telja kröfur sambandsins sanngjarnar. Starfsgreinasambandið hefur ekki lagt mat á kostnað fyrirtækja við að fallast á kröfur þess. Björn segist telja að fyrirtækin geti staðið undir kröfunum jafnvel þó að launahækkanir og stytting vinnuvikunnar komi til með að kosta þau. „Við teljum að þetta sé innan þeirra marka sem fyrirtækin geta borið,“ segir Björn. Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15 Segir margar áherslur hjá SGS ríma við stefnu stjórnvalda Forsætisráðherra segir stjórnvöld tilbúin til að liðka fyrir kjarasamningum. Margar af kröfum SGS gagnvart stjórnvöldum rími við stefnuna en heildarmyndin liggi ekki fyrir þar sem ekki séu allar kröfur komnar fram. Framkvæmdastjóri Norðlenska segir að svo stöddu ekki hægt að ganga lengra í kaupmáttaraukningu. 13. október 2018 07:30 Launakostnaður gæti meira en tvöfaldast Launakostnaður fyrirtækja gæti aukist um allt að 150 prósent ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambands Íslands um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar. 17. október 2018 06:00 Segir ófremdarástand á húsnæðismarkaði ekki leyst með launahækkunum Fulltrúar atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar ræddu yfirvofandi kjaraviðræður í umræðuþættinum Sprengisandi í morgun. 14. október 2018 13:01 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Formaður Starfsgreinasambandsins (SGS) vísar á bug útreikningum um að kröfur þess fyrir komandi kjaraviðræður leiði til þess að launakostnaður sumra fyrirtækja tvöfaldist. Hann telur kröfur sambandsins sanngjarnar og innan þeirra marka sem atvinnurekendur ráði við. Fréttablaðið vitnar í útreikninga sem það segir byggða á kröfugerð samninganefndar SGS sem var kynnt fyrir viku. Í henni er meðal annars farið fram á að lágmarkslaun hækki í 425 þúsund krónur við lok þriggja ára samningstíma. Gangi kröfur um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðinga gætu laun sumra stétta tvöfaldast. Í sumum tilfellum gæti launakostnaður fyrirtækja hækkað um 150% samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins. Blaðið hefur eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að kröfurnar gangi alltof langt og að afleiðingarnar verði vaxandi verðbólga, veikari króna og minni kaupmáttur launa. „Menn geta reiknað sig algerlega upp til tunglsins ef þeir vilja en menn skulu þá líka ekki búa til forsendur sem eru allt aðrar en þær sem við erum að tala um,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins í samtali við Vísi.Ekki hugmyndin að fólk vinni áfram jafnmikið Hann hafnar forsendum sem virðast liggja að baki útreikningum Fréttablaðsins og segir að verið sé að mála skrattann á vegginn með þeim. Þar virðist gert ráð fyrir að félagar sambandsins vinni áfram sama fjölda vinnustunda þrátt fyrir að vinnuvikan verði stytt og fái þá greidda fleiri yfirvinnutíma. „Við erum ekki að fara fram á styttingu vinnuvikunnar til þess að menn bara bæti við sig yfirvinnu. Það er ekki það sem við erum að tala um. Við erum að tala um að stytta vinnuvikuna raunverulega. Við erum ekki að tala um að stytta vinnuvikuna til þess að það sem menn vinna í dag sé greitt sem yfirvinna ,“ segir Björn. Markmið sambandsins sé að gera félagsmönnum sínum kleift að lifa af dagvinnulaunum sínum með því að knýja fram launahækkanir. Björn segist telja kröfur sambandsins sanngjarnar. Starfsgreinasambandið hefur ekki lagt mat á kostnað fyrirtækja við að fallast á kröfur þess. Björn segist telja að fyrirtækin geti staðið undir kröfunum jafnvel þó að launahækkanir og stytting vinnuvikunnar komi til með að kosta þau. „Við teljum að þetta sé innan þeirra marka sem fyrirtækin geta borið,“ segir Björn.
Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15 Segir margar áherslur hjá SGS ríma við stefnu stjórnvalda Forsætisráðherra segir stjórnvöld tilbúin til að liðka fyrir kjarasamningum. Margar af kröfum SGS gagnvart stjórnvöldum rími við stefnuna en heildarmyndin liggi ekki fyrir þar sem ekki séu allar kröfur komnar fram. Framkvæmdastjóri Norðlenska segir að svo stöddu ekki hægt að ganga lengra í kaupmáttaraukningu. 13. október 2018 07:30 Launakostnaður gæti meira en tvöfaldast Launakostnaður fyrirtækja gæti aukist um allt að 150 prósent ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambands Íslands um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar. 17. október 2018 06:00 Segir ófremdarástand á húsnæðismarkaði ekki leyst með launahækkunum Fulltrúar atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar ræddu yfirvofandi kjaraviðræður í umræðuþættinum Sprengisandi í morgun. 14. október 2018 13:01 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15
Segir margar áherslur hjá SGS ríma við stefnu stjórnvalda Forsætisráðherra segir stjórnvöld tilbúin til að liðka fyrir kjarasamningum. Margar af kröfum SGS gagnvart stjórnvöldum rími við stefnuna en heildarmyndin liggi ekki fyrir þar sem ekki séu allar kröfur komnar fram. Framkvæmdastjóri Norðlenska segir að svo stöddu ekki hægt að ganga lengra í kaupmáttaraukningu. 13. október 2018 07:30
Launakostnaður gæti meira en tvöfaldast Launakostnaður fyrirtækja gæti aukist um allt að 150 prósent ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambands Íslands um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar. 17. október 2018 06:00
Segir ófremdarástand á húsnæðismarkaði ekki leyst með launahækkunum Fulltrúar atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar ræddu yfirvofandi kjaraviðræður í umræðuþættinum Sprengisandi í morgun. 14. október 2018 13:01