Háðfuglarnir furðu lostnir yfir Trump og „hrossasmettinu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. október 2018 12:30 Jimmy Kimmel, Stephen Colbert og James Corden fóru yfir málin í þáttum gærkvöldsins. Skjáskot/Youtube Bandarískir spjallþáttastjórnendur vöktu flestir máls á ummælum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um klámstjörnuna Stormy Daniels í þáttum gærkvöldsins, enda fóru ummælin líkt og eldur í sinu um miðla vestanhafs í gær. Greint var frá því í fyrradag að dómari hefði vísað frá ærumeiðingarmáli Daniels gegn Trump. Trump fagnaði að vonum niðurstöðunni á Twitter-reikningi sínum í gær og sagði þar sigri hrósandi að Daniels væri „hrossasmetti“. Daniels svaraði Trump um hæl og gaf í skyn að forsetinn hefði kynferðislegan áhuga á dýrum, þar sem hann teldi hana líta út eins og hest. Eins og áður segir snertu spjallþáttastjórnendur á þessu hitamáli í þáttum sínum í gær. Jimmy Kimmel þótti ummæli forsetans til að mynda ekki ýkja vinaleg. „Þú ert nú ekki hlýlegur í garð konunnar sem þú naust stuttra, ruglingslegra ásta með á meðan hún flengdi þig með tímariti þar sem þú prýddir forsíðuna, er það nokkuð?“ sagði hann m.a. í innslagi um málið.Stephen Colbert ræddi niðurstöðu dómarans S. James Otero, sem vísaði máli Daniels frá í vikunni. Otero sagði meint ærumeiðandi ummæli forsetans einfaldlega dæmi um „orðagjálfur“ sem tíðkast í stjórnmálum. Colbert sagði dómarann aðeins hafa komist að þeirri niðurstöðu þar sem Trump hefði sett ný viðmið í pólitísku landslagi Bandaríkjanna. „Forseti Bandaríkjanna á nú í ritdeilum við klámstjörnu á Twitter, eða eins og Otero myndi kalla það, eðlilegt.“James Corden velti því svo fyrir sér hvort enn væri hlýtt á milli forsetans og klámstjörnunnar. „Þið munið kannski eftir því en Daniels sagði nýlega að Trump væri með „körtutyppi“. Trump segir hana vera með „hrossasmetti“. Er það bara ég, eða má enn merkja neista á milli þeirra?“ Bandaríkin Bíó og sjónvarp Donald Trump Tengdar fréttir Ærumeiðingarmáli klámmyndaleikkonu gegn Trump vísað frá Dómarinn taldi að Trump Bandaríkjaforseti hafi mátt saka hana um að búa til sögu um að henni hafi verið hótað. 16. október 2018 10:41 Forseti Bandaríkjanna kallar klámleikkonu hrossasmetti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar hafi vísað frá máli klámleikkonunnar Stormy Daniels gegn honum. 16. október 2018 16:10 Stormy Daniels í þætti Jimmy Kimmel: „Lá þarna og bað til guðs að ég myndi deyja“ Klámstjarnan og athafnakonan Stormy Daniels, sem kveðst hafa stundað kynlíf með Donald Trump Bandaríkjaforseta árið 2006, veltir því fyrir sér hvort Trump sé hæfur í forsetastólinn – og lýsir getnaðarlim hans í smáatriðum – í nýrri sjálfsævisögu. 5. október 2018 11:30 Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Fleiri fréttir Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Sjá meira
Bandarískir spjallþáttastjórnendur vöktu flestir máls á ummælum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um klámstjörnuna Stormy Daniels í þáttum gærkvöldsins, enda fóru ummælin líkt og eldur í sinu um miðla vestanhafs í gær. Greint var frá því í fyrradag að dómari hefði vísað frá ærumeiðingarmáli Daniels gegn Trump. Trump fagnaði að vonum niðurstöðunni á Twitter-reikningi sínum í gær og sagði þar sigri hrósandi að Daniels væri „hrossasmetti“. Daniels svaraði Trump um hæl og gaf í skyn að forsetinn hefði kynferðislegan áhuga á dýrum, þar sem hann teldi hana líta út eins og hest. Eins og áður segir snertu spjallþáttastjórnendur á þessu hitamáli í þáttum sínum í gær. Jimmy Kimmel þótti ummæli forsetans til að mynda ekki ýkja vinaleg. „Þú ert nú ekki hlýlegur í garð konunnar sem þú naust stuttra, ruglingslegra ásta með á meðan hún flengdi þig með tímariti þar sem þú prýddir forsíðuna, er það nokkuð?“ sagði hann m.a. í innslagi um málið.Stephen Colbert ræddi niðurstöðu dómarans S. James Otero, sem vísaði máli Daniels frá í vikunni. Otero sagði meint ærumeiðandi ummæli forsetans einfaldlega dæmi um „orðagjálfur“ sem tíðkast í stjórnmálum. Colbert sagði dómarann aðeins hafa komist að þeirri niðurstöðu þar sem Trump hefði sett ný viðmið í pólitísku landslagi Bandaríkjanna. „Forseti Bandaríkjanna á nú í ritdeilum við klámstjörnu á Twitter, eða eins og Otero myndi kalla það, eðlilegt.“James Corden velti því svo fyrir sér hvort enn væri hlýtt á milli forsetans og klámstjörnunnar. „Þið munið kannski eftir því en Daniels sagði nýlega að Trump væri með „körtutyppi“. Trump segir hana vera með „hrossasmetti“. Er það bara ég, eða má enn merkja neista á milli þeirra?“
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Donald Trump Tengdar fréttir Ærumeiðingarmáli klámmyndaleikkonu gegn Trump vísað frá Dómarinn taldi að Trump Bandaríkjaforseti hafi mátt saka hana um að búa til sögu um að henni hafi verið hótað. 16. október 2018 10:41 Forseti Bandaríkjanna kallar klámleikkonu hrossasmetti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar hafi vísað frá máli klámleikkonunnar Stormy Daniels gegn honum. 16. október 2018 16:10 Stormy Daniels í þætti Jimmy Kimmel: „Lá þarna og bað til guðs að ég myndi deyja“ Klámstjarnan og athafnakonan Stormy Daniels, sem kveðst hafa stundað kynlíf með Donald Trump Bandaríkjaforseta árið 2006, veltir því fyrir sér hvort Trump sé hæfur í forsetastólinn – og lýsir getnaðarlim hans í smáatriðum – í nýrri sjálfsævisögu. 5. október 2018 11:30 Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Fleiri fréttir Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Sjá meira
Ærumeiðingarmáli klámmyndaleikkonu gegn Trump vísað frá Dómarinn taldi að Trump Bandaríkjaforseti hafi mátt saka hana um að búa til sögu um að henni hafi verið hótað. 16. október 2018 10:41
Forseti Bandaríkjanna kallar klámleikkonu hrossasmetti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar hafi vísað frá máli klámleikkonunnar Stormy Daniels gegn honum. 16. október 2018 16:10
Stormy Daniels í þætti Jimmy Kimmel: „Lá þarna og bað til guðs að ég myndi deyja“ Klámstjarnan og athafnakonan Stormy Daniels, sem kveðst hafa stundað kynlíf með Donald Trump Bandaríkjaforseta árið 2006, veltir því fyrir sér hvort Trump sé hæfur í forsetastólinn – og lýsir getnaðarlim hans í smáatriðum – í nýrri sjálfsævisögu. 5. október 2018 11:30