„Við erum alls ekki að reyna að okra eða græða meira á Íslendingum en öðrum“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. október 2018 14:05 Þriðja H&M-verslunin á Íslandi var opnuð á Hafnartorgi á föstudag. Vísir/Vilhelm Sænski fataverslunarisinn H&M segist leggja mikið upp úr því að vera samkeppnishæfur á öllum mörkuðum, þar með talið á Íslandi. Það sé því ekki rétt sem Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, hélt fram um meint okur verslunarkeðjunnar hér á landi. Gylfi sagði það liggja í augum uppi að H&M væri dýrara hér á landi en í Noregi - „það blasir við á verðmiðunum þeirra sem sýna verð í báðum löndunum. Er H&M í Noregi þó líklega það dýrasta utan Íslands,“ sagði Gylfi á Facebook og lét þannig í veðri vaka að verslunin væri sérstaklega að okra á Íslendingum.Sjá einnig: Gylfi ósattur við svör framkvæmdastjóra H&M á ÍslandiH&M segir það alrangt hjá dósentinum. „Við erum alls ekki að reyna að okra eða græða meira á Íslendingum heldur en öðrum,“ segir í yfirlýsingu sem verslunarkeðjan sendi Vísi. H&M vilji þar að auki árétta að „dæmið er flóknara en það að bera saman tölur á verðmiða,“ eins og það er orðað í yfirlýsingunni. „Þættir eins og flutningskostnaður, skattar og fleira hafa áhrif á verðið og eitthvað sem þarf að taka með í reikninginn þegar verið að setja sjálfbæra verðstefnu fyrir markaðina okkar.“ Verslunin segist þar að auki gera reglulegar verðkannannir og þær gefi til kynna að H&M sé samkeppnishæf á íslenskum markaði - „við bjóðum upp á tísku og gæði á besta verðinu, á sjálfbæran hátt“ H&M Tengdar fréttir Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Framkvæmdastjóri H&M segir íslenska markaðinn nógu stóran fyrir þrjár verslanir og Íslendingar hafi sýnt það í verki. 16. október 2018 20:03 „Dettur ekki í hug“ að fara inn í H&M á Íslandi Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, spyr sig hvers vegna afnám tolla og vörugjalda á fatnað hafi ekki skilað sér betur til neytenda. 10. september 2018 13:53 Gylfi ósattur við svör framkvæmdastjóra H&M á Íslandi Segir H&M mun dýrara á Íslandi en í Noregi. 16. október 2018 22:47 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Sænski fataverslunarisinn H&M segist leggja mikið upp úr því að vera samkeppnishæfur á öllum mörkuðum, þar með talið á Íslandi. Það sé því ekki rétt sem Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, hélt fram um meint okur verslunarkeðjunnar hér á landi. Gylfi sagði það liggja í augum uppi að H&M væri dýrara hér á landi en í Noregi - „það blasir við á verðmiðunum þeirra sem sýna verð í báðum löndunum. Er H&M í Noregi þó líklega það dýrasta utan Íslands,“ sagði Gylfi á Facebook og lét þannig í veðri vaka að verslunin væri sérstaklega að okra á Íslendingum.Sjá einnig: Gylfi ósattur við svör framkvæmdastjóra H&M á ÍslandiH&M segir það alrangt hjá dósentinum. „Við erum alls ekki að reyna að okra eða græða meira á Íslendingum heldur en öðrum,“ segir í yfirlýsingu sem verslunarkeðjan sendi Vísi. H&M vilji þar að auki árétta að „dæmið er flóknara en það að bera saman tölur á verðmiða,“ eins og það er orðað í yfirlýsingunni. „Þættir eins og flutningskostnaður, skattar og fleira hafa áhrif á verðið og eitthvað sem þarf að taka með í reikninginn þegar verið að setja sjálfbæra verðstefnu fyrir markaðina okkar.“ Verslunin segist þar að auki gera reglulegar verðkannannir og þær gefi til kynna að H&M sé samkeppnishæf á íslenskum markaði - „við bjóðum upp á tísku og gæði á besta verðinu, á sjálfbæran hátt“
H&M Tengdar fréttir Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Framkvæmdastjóri H&M segir íslenska markaðinn nógu stóran fyrir þrjár verslanir og Íslendingar hafi sýnt það í verki. 16. október 2018 20:03 „Dettur ekki í hug“ að fara inn í H&M á Íslandi Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, spyr sig hvers vegna afnám tolla og vörugjalda á fatnað hafi ekki skilað sér betur til neytenda. 10. september 2018 13:53 Gylfi ósattur við svör framkvæmdastjóra H&M á Íslandi Segir H&M mun dýrara á Íslandi en í Noregi. 16. október 2018 22:47 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Framkvæmdastjóri H&M segir íslenska markaðinn nógu stóran fyrir þrjár verslanir og Íslendingar hafi sýnt það í verki. 16. október 2018 20:03
„Dettur ekki í hug“ að fara inn í H&M á Íslandi Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, spyr sig hvers vegna afnám tolla og vörugjalda á fatnað hafi ekki skilað sér betur til neytenda. 10. september 2018 13:53
Gylfi ósattur við svör framkvæmdastjóra H&M á Íslandi Segir H&M mun dýrara á Íslandi en í Noregi. 16. október 2018 22:47