Hjúkrunarheimilið LSH Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 18. október 2018 10:00 Um þessar mundir erum við Íslendingar að ráðast í eina stærstu og mikilvægustu framkvæmd er varðar uppbyggingu heilbrigðiskerfis þjóðarinnar. Skóflustungur að nýjum meðferðarkjarna voru teknar um liðna helgi. Margt merkra kvenna og karla kom þar að. Í nýlegum föstudagspistli forstjóra Landspítalans kom fram að 130 einstaklingar liggja á Landspítalanum sem hafa þegar fengið greiningu og meðferð en bíða hjúkrunarheimilis eða annarra úrræða. Þetta er auðvitað ástand sem við getum ekki sætt okkur við og ástæðurnar eru æði margar. Í fyrsta lagi eru þessir sjúklingar kynslóðin sem fæddist á millistríðsárunum og kom okkur áfram og byggði þetta land upp í þeirri mynd sem það er í dag. Með því að liggja á bráðadeild sjúkrahúss í stað þess að njóta endurhæfingar og hjúkrunar við hæfi eru þessir einstaklingar alls ekki að fá þá heilbrigðisþjónustu sem þeim ber. Þau eiga mun betra skilið. Í öðru lagi er um háskólasjúkrahús að ræða þar sem kennsla heilbrigðisstétta fer fram og vísindastarf á að blómstra en ekki hjúkrunarheimili. Í þriðja lagi er vandinn skortur á hjúkrunarfræðingum og að innlagnarplássum er fækkað því ekki finnst fólk til að starfa á deildum sjúkrahússins. Fréttir af fyrirhugaðri lokun hjartagáttar þann 1. des. nk. bera vitni um það. Mönnunarvandinn Það er mikilvægt að velta því fyrir sér af hverju þessi mikli mönnunarvandi er til kominn. Þegar ég var læknanemi fyrir þremur áratugum voru fréttir fluttar af því að tekist hefði að stytta biðtíma á slysadeild Borgarspítalans niður í 55 mínútur og í sömu frétt var talað um að allar stöður hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsinu væru mannaðar og sumar deildir jafnvel yfirmannaðar. Nú er tíðin önnur. Hvers vegna hafa hjúkrunarfræðingar valið að leita í önnur störf sem eru betur greidd, álagið minna og vinnutíminn styttri? Þessari þróun verður að snúa við. Tryggja þarf að þeir sem hafa menntað sig til þess að sinna hjúkrun hafi löngun til að starfa á stærsta vinnustað landsins. Í raun ætti það að vera eftirsóknarvert að fá að starfa á slíkum stað. Allt frá hruni hefur starfsfólkið á gólfinu verið látið hlaupa hraðar og álagið aukist jafnt og þétt með auknum samdrætti. Þá leitar fólk auðvitað í önnur störf. Einnig hafa kærumál fælt fólk frá því að vinna við þessi ábyrgðarmiklu störf. Stjórnvöld verða að átta sig á þessari þróun og gera allt sem þau geta til að hlúa að þeim dýrmæta mannauði sem í heilbrigðiskerfinu starfar. Til að leita lausna og losa um þá stíflu sem stöðugt er fjallað um í fréttum gætum við tekið upp skandinavískar aðferðir. Þar tíðkast víða að þegar sjúklingur er útskriftarfær þá ber sveitarfélagi viðkomandi að veita honum þjónustu. Ef það er ekki gert þá koma til dagsektir. Auðvitað þarf þá að tryggja sveitarfélögum fjármagn til að byggja hjúkrunarheimili og tryggja mönnun þeirra. Foreldrar okkar eiga það sannarlega skilið að þeirra umönnun sé fyrsta flokks. Íslenska heilbrigðiskerfið þarf á öllum íslenskum hjúkrunarfræðingum að halda. Til að fá þá hátt í þúsund hjúkrunarfræðinga sem í dag sinna öðrum störfum aftur til starfa þarf að minnka vinnuálag, styðja við þá sem í áföllum lenda í sínu starfi en ekki bregðast við með ásökunum og ákærum. Hækka þarf launin í samræmi við almennan vinnumarkað en þar sefur fólk oftast heima hjá sér og á frí á rauðum dögum en við sem störfum í heilbrigðiskerfinu gerum það ekki. Nú þegar farið verður að höggva í klöppina við Hringbraut og byggja meðferðarkjarnann er það einlæg von mín að þeir sem til okkar leita komist þangað greiðlega. Einnig að ónæði af framkvæmdunum trufli ekki meðferð og líðan sjúklinga. Síðast en ekki síst er mikilvægt að þeir sem vinna á gólfinu fái nákvæmar upplýsingar um hvað í vændum sé og hvenær truflun og hávaði verði, því annars leitar fólk í önnur störf, það höfum við áður séð. Megi okkur auðnast að komast í gegnum þessar framkvæmdir án skaða. Megi hjúkrunarheimilið LSH verða háskólasjúkrahús þar sem fólk fær greiða þjónustu en bíður ekki á bráðadeild eftir betri úrræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Sjá meira
Um þessar mundir erum við Íslendingar að ráðast í eina stærstu og mikilvægustu framkvæmd er varðar uppbyggingu heilbrigðiskerfis þjóðarinnar. Skóflustungur að nýjum meðferðarkjarna voru teknar um liðna helgi. Margt merkra kvenna og karla kom þar að. Í nýlegum föstudagspistli forstjóra Landspítalans kom fram að 130 einstaklingar liggja á Landspítalanum sem hafa þegar fengið greiningu og meðferð en bíða hjúkrunarheimilis eða annarra úrræða. Þetta er auðvitað ástand sem við getum ekki sætt okkur við og ástæðurnar eru æði margar. Í fyrsta lagi eru þessir sjúklingar kynslóðin sem fæddist á millistríðsárunum og kom okkur áfram og byggði þetta land upp í þeirri mynd sem það er í dag. Með því að liggja á bráðadeild sjúkrahúss í stað þess að njóta endurhæfingar og hjúkrunar við hæfi eru þessir einstaklingar alls ekki að fá þá heilbrigðisþjónustu sem þeim ber. Þau eiga mun betra skilið. Í öðru lagi er um háskólasjúkrahús að ræða þar sem kennsla heilbrigðisstétta fer fram og vísindastarf á að blómstra en ekki hjúkrunarheimili. Í þriðja lagi er vandinn skortur á hjúkrunarfræðingum og að innlagnarplássum er fækkað því ekki finnst fólk til að starfa á deildum sjúkrahússins. Fréttir af fyrirhugaðri lokun hjartagáttar þann 1. des. nk. bera vitni um það. Mönnunarvandinn Það er mikilvægt að velta því fyrir sér af hverju þessi mikli mönnunarvandi er til kominn. Þegar ég var læknanemi fyrir þremur áratugum voru fréttir fluttar af því að tekist hefði að stytta biðtíma á slysadeild Borgarspítalans niður í 55 mínútur og í sömu frétt var talað um að allar stöður hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsinu væru mannaðar og sumar deildir jafnvel yfirmannaðar. Nú er tíðin önnur. Hvers vegna hafa hjúkrunarfræðingar valið að leita í önnur störf sem eru betur greidd, álagið minna og vinnutíminn styttri? Þessari þróun verður að snúa við. Tryggja þarf að þeir sem hafa menntað sig til þess að sinna hjúkrun hafi löngun til að starfa á stærsta vinnustað landsins. Í raun ætti það að vera eftirsóknarvert að fá að starfa á slíkum stað. Allt frá hruni hefur starfsfólkið á gólfinu verið látið hlaupa hraðar og álagið aukist jafnt og þétt með auknum samdrætti. Þá leitar fólk auðvitað í önnur störf. Einnig hafa kærumál fælt fólk frá því að vinna við þessi ábyrgðarmiklu störf. Stjórnvöld verða að átta sig á þessari þróun og gera allt sem þau geta til að hlúa að þeim dýrmæta mannauði sem í heilbrigðiskerfinu starfar. Til að leita lausna og losa um þá stíflu sem stöðugt er fjallað um í fréttum gætum við tekið upp skandinavískar aðferðir. Þar tíðkast víða að þegar sjúklingur er útskriftarfær þá ber sveitarfélagi viðkomandi að veita honum þjónustu. Ef það er ekki gert þá koma til dagsektir. Auðvitað þarf þá að tryggja sveitarfélögum fjármagn til að byggja hjúkrunarheimili og tryggja mönnun þeirra. Foreldrar okkar eiga það sannarlega skilið að þeirra umönnun sé fyrsta flokks. Íslenska heilbrigðiskerfið þarf á öllum íslenskum hjúkrunarfræðingum að halda. Til að fá þá hátt í þúsund hjúkrunarfræðinga sem í dag sinna öðrum störfum aftur til starfa þarf að minnka vinnuálag, styðja við þá sem í áföllum lenda í sínu starfi en ekki bregðast við með ásökunum og ákærum. Hækka þarf launin í samræmi við almennan vinnumarkað en þar sefur fólk oftast heima hjá sér og á frí á rauðum dögum en við sem störfum í heilbrigðiskerfinu gerum það ekki. Nú þegar farið verður að höggva í klöppina við Hringbraut og byggja meðferðarkjarnann er það einlæg von mín að þeir sem til okkar leita komist þangað greiðlega. Einnig að ónæði af framkvæmdunum trufli ekki meðferð og líðan sjúklinga. Síðast en ekki síst er mikilvægt að þeir sem vinna á gólfinu fái nákvæmar upplýsingar um hvað í vændum sé og hvenær truflun og hávaði verði, því annars leitar fólk í önnur störf, það höfum við áður séð. Megi okkur auðnast að komast í gegnum þessar framkvæmdir án skaða. Megi hjúkrunarheimilið LSH verða háskólasjúkrahús þar sem fólk fær greiða þjónustu en bíður ekki á bráðadeild eftir betri úrræðum.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun