Handbolti

Bjarki Már í úrslitaleikinn gegn Aroni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarki og félagar eru komnir í úrslit.
Bjarki og félagar eru komnir í úrslit. vísir/getty
Bjarki Már Elísson og félagar í Fuchse Berlín er komið í úrslitaleikinn á Heimsmeistaramóti félagsliða eftir sigur á Al Sadd, 26-20.

Þetta er fjórða árið í röð sem Fuchse er komið í úrslitaleikinn en liðið tapaði fyrir Barcelona á síðustu leiktíð eftir að hafa unnið árin tvö þar áður.

Mótherjinn í úrslitaleiknum í ár verður einmitt Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona sem tryggðu sig örugglega í úrslitaleikinn fyrr í dag.

Bjarki Már Elísson skoraði þrjú mörk úr fimm skotum en markahætir hjá Berlínar-liðinu voru þeir Hans Lindberg og Jacob Holm með sex mörk hvor.

Úrslitaleikur Berlínar og Barcelona fer fram á laugardaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×