Kawhi Leonard öflugur í fyrsta leik með Toronto | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. október 2018 09:30 Kawhi Leonard er mættur til Kanada. vísir/getty Kawhi Leonard fór mjög vel af stað með sínu nýja liði Toronto Raptors í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar að liðið lagði Cleveland Cavaliers, 116-114, á heimavelli. Leonard gekk í raðir Raptors frá Spurs í sumar en búist er við að hann verði aðeins eitt tímabil í kandadísku borginni áður en að hann fær risasamning hjá öðru liði fyrir næstu leiktíð. Þessi magnaði körfuboltamaður skoraði 24 stig og tók tólf fráköst í nokkuð öruggum sigri Toronto en Kyle Lowry var stigahæstur heimamanna með 27 stig. Kevon Love skoraði 21 stig fyrir Cleveland sem hefur nú lífið eftir LeBron öðru sinni.Mikil spenna ríkti fyrir leik Phoenix Suns og Dallas Mavericks. Bæði lið þykja spennandi fyrir komandi tímabil; Dallas búið að styrkja liðið vel og Phoenix með ungan og efnilegan hóp. Tveir mest spennandi nýliðar deildarinnar eru í liðunum tveimur; Deandre Ayton í Phoenix sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu og svo Slóveninn Luka Doncic í Dallas sem var valinn þriðji. Doncic varð Evrópumeistari með Real Madrid í vor og kjörinn besti leikmaður Meistaradeildarinnar. Það var Ayton sem að hafði betur en hann skoraði 18 stig, tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar í 121-110 sigri heimamanna en Doncic skoraði tíu stig, tók átta fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Devin Booker réð lögum og lofum á vellinum en hann skoraði 35 stig fyrir Phoenix.New Orleans Pelicans sýndi svo styrk sinn með flottum útisigri á Houston Rockets, 131-112, en gestirnir skoruðu yfir 30 stig í öllum fjórum leikhlutunum. Stóru mennirnir undir körfunni fóru hamförum en Anthony Davis skoraði 32 stig og tók 16 fráköst og Nikola Mirotic skoraði 30 stig og tók tíu fráköst. Houston-menn réðu ekkert við þá í teignum. Ofur bakvarðatvennan James Harden og Chris Paul höfðu tiltölulega hægt um sig á þeirra mælikvarða en Paul skoraði 19 stig og Harden 18 stig en hann var þó grátlega nálægt þrennu með níu fráköst og tíu stoðsendingar.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Milwaukee Bucks 112-113 Detroit Pistons - Brooklyn Nets 103-100 Indiana Pacers - Memphis Grizzlies 111-83 Orlando Magic - Miami Heat 104-101 NY Knicks - Atlanta Hawks 126-107 Toronto Raptors - Cleveland Cavaliers 116-104 Houston Rockets - New Orleans Pelicans 112-131 San Antonio Spurs - Minnesota Timberwolves 112-108 Sacramento Kins - Utah Jazz 123-117 Phoenix Suns - Dallas Mavericks 121-100 LA Clippers - Denver Nuggets 98-107 NBA Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Kawhi Leonard fór mjög vel af stað með sínu nýja liði Toronto Raptors í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar að liðið lagði Cleveland Cavaliers, 116-114, á heimavelli. Leonard gekk í raðir Raptors frá Spurs í sumar en búist er við að hann verði aðeins eitt tímabil í kandadísku borginni áður en að hann fær risasamning hjá öðru liði fyrir næstu leiktíð. Þessi magnaði körfuboltamaður skoraði 24 stig og tók tólf fráköst í nokkuð öruggum sigri Toronto en Kyle Lowry var stigahæstur heimamanna með 27 stig. Kevon Love skoraði 21 stig fyrir Cleveland sem hefur nú lífið eftir LeBron öðru sinni.Mikil spenna ríkti fyrir leik Phoenix Suns og Dallas Mavericks. Bæði lið þykja spennandi fyrir komandi tímabil; Dallas búið að styrkja liðið vel og Phoenix með ungan og efnilegan hóp. Tveir mest spennandi nýliðar deildarinnar eru í liðunum tveimur; Deandre Ayton í Phoenix sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu og svo Slóveninn Luka Doncic í Dallas sem var valinn þriðji. Doncic varð Evrópumeistari með Real Madrid í vor og kjörinn besti leikmaður Meistaradeildarinnar. Það var Ayton sem að hafði betur en hann skoraði 18 stig, tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar í 121-110 sigri heimamanna en Doncic skoraði tíu stig, tók átta fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Devin Booker réð lögum og lofum á vellinum en hann skoraði 35 stig fyrir Phoenix.New Orleans Pelicans sýndi svo styrk sinn með flottum útisigri á Houston Rockets, 131-112, en gestirnir skoruðu yfir 30 stig í öllum fjórum leikhlutunum. Stóru mennirnir undir körfunni fóru hamförum en Anthony Davis skoraði 32 stig og tók 16 fráköst og Nikola Mirotic skoraði 30 stig og tók tíu fráköst. Houston-menn réðu ekkert við þá í teignum. Ofur bakvarðatvennan James Harden og Chris Paul höfðu tiltölulega hægt um sig á þeirra mælikvarða en Paul skoraði 19 stig og Harden 18 stig en hann var þó grátlega nálægt þrennu með níu fráköst og tíu stoðsendingar.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Milwaukee Bucks 112-113 Detroit Pistons - Brooklyn Nets 103-100 Indiana Pacers - Memphis Grizzlies 111-83 Orlando Magic - Miami Heat 104-101 NY Knicks - Atlanta Hawks 126-107 Toronto Raptors - Cleveland Cavaliers 116-104 Houston Rockets - New Orleans Pelicans 112-131 San Antonio Spurs - Minnesota Timberwolves 112-108 Sacramento Kins - Utah Jazz 123-117 Phoenix Suns - Dallas Mavericks 121-100 LA Clippers - Denver Nuggets 98-107
NBA Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum