Lögleiðing kannabis til umræðu víða um heim Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2018 11:14 Forsvarsmenn kannabis-iðnaðarins eru þegar byrjaðir að undirbúa sig fyrir lögleiðingu í öðrum löndum. Getty/Jasper Juinen Kannabis varð löglegt að fullu í Kanada í gær og varð ríkið þar með annað landið í heiminum til að lögleiða efnið að fullu, á eftir Úrúgvæ, sem lögleiddi kannabis árið 2013. Fjöldi annarra ríkja gæti fylgt Kanada eftir í náinni framtíð en á undanförnum árum hefur víða verið slakað á lögum varðandi kannabis. Forsvarsmenn kannabis-iðnaðarins eru þegar byrjaðir að undirbúa sig fyrir lögleiðingu í öðrum löndum. „Þetta er sérstakur tími, ekki bara fyrir Kanada, heldur heiminn því ég er sannfærður um að heimurinn muni fylgja Kanada eftir,“ sagði Cam Battley, háttsettur starfsmaður fyrirtækisins Aurora Cannabis í Kanada, við AP fréttaveituna.„Við erum ekki þekkt fyrir að vera villt og klikkuð. Við erum þekkt fyrir góð stefnumál og ég held að þau muni fylgja okkur.“ Hann er nú á leið til Þýskalands á ráðstefnu fjárfesta þar sem kannabis-iðnaðurinn verðu til umræður. Þar á eftir fer hann til Ástralíu en notkun kannabis í lækningaskyni var leyfð þar árið 2016. Þar mun Battley ræða við forsvarsmenn fyrirtækja og þingmenn.Í undirbúningi í tvö ár Lög Kanada voru í undirbúningi í rúm tvö ár. Þau fela í sér að innri ríki landsins geta þróað eigin reglur varðandi notkun kannabis innan reglugerðar landsins. Til dæmis geta stök ríki sett aldurstakmark og ákveðið hvort að sala kannabis verði framkvæmd af einkaaðilum eða ríkjunum sjálfum. Þá má fólk eiga allt að þrjátíu grömm af kannabis fyrir hvert heimili og er ólöglegt að kaupa kannabis af aðilum sem hafa ekki söluleyfi. Þar að auki stendur til að náða fólk sem hefur verið dæmt fyrir smávægileg kannabis-tengd brot á undanförnum árum. Tugir þúsunda gætu verið náðaðir. Meðal þeirra ríkja sem þykja líkleg til að taka málið til skoðunar á næstunni eru Nýja Sjáland, Mexíkó, Holland og Ítalía.Víða slakað á lögumRíkisstjórn Nýja Sjálands tilkynnti í fyrra að notkun kannabis í lækningaskyni yrði leifð og að þjóðaratkvæðagreiðsla um lögleiðingu efnisins yrði haldin fyrir árið 2020. Árið 2009 var varsla smárra neysluskammta afglæpavædd í Mexíkó. Þá þykir ný ríkisstjórn Mexíkó, sem hefur ekki enn tekið við völdum, hliðholl lögleiðingu. Olga Sánchez Cordero, verðandi innanríkisráðherra, tók þátt í nokkrum af úrskurðum Hæstaréttar Mexíkó sem tryggði einstaklingum réttinn til að rækta kannabis til eigin notkunar, hefur gefið út að hún ætli að reyna að lögleiða kannabis. Andres Manuel Lopez Obrador, verðandi forseti Mexíkó, styður þær ætlanir en flokkur hans stjórnar báðum stigum þingsins í landinu.Hollendingar hafa lengi leyft sölu og neyslu kannabisefna á tilteknum sölustöðum í Amsterdam.Getty/Wolfgang KaehlerHollendingar skoða að ganga lengra Yfirvöld Hollands ákváðu að leyfa opnun svokallaðra kaffihúsa, sem selja kannabis, í Amsterdam á áttunda áratugnum. Markmiðið var að reyna að halda notendum frá fíkniefnasölum sem selji harðari fíkniefni en kannabis er enn ólöglegt annars staðar í Hollandi. Söluaðilar í Amsterdam hafa þó kvartað lengi yfir því að þar sem ræktun og framleiðsla efnisins er ólögleg í Hollandi þurfi þeir að leita til glæpasamtaka til að nálgast kannabis til sölu. Þetta gæti verið að breytast. Yfirvöld Hollands hafa samþykkt tilraunaverkefni þar sem sérstökum framleiðanda kannabis verður leyft að selja efnið í sex til tíu borgum landsins. Hæstiréttur Suður-Afríku komst að þeirri niðurstöðu að fullorðnir íbúar megi rækta og neyta kannabis í einrúmi. Þó landið sé talið mjög íhaldssamt segja sérfræðingar að lögleiðing kannabis í Kanada hafi opnað dyrnar á frekari umræðu þar um mögulega lögleiðingu.Ítalía gæti komið á óvart Málsvarar lögleiðingar hafa barist fyrir lögleiðingu kannabis í Ítalíu um árabil en án árangurs. Hins vegar hefur frumvarp um lögleiðingu verið á flakki um þinghús landsins í tvö ár. Enn sem komið er hefur það ekki notið stuðnings nægjanlega margra þingmanna. Lögleiðing kannabis í Kanada gæti þó haft áhrif á viðhorf þingmanna. Steve Rolles, greinandi hjá bresku samtökunum Transform, sem berjast fyrir breytingum á lögum um kannabis, segir að Ítalía gæti komið öllum á óvart og verið fyrsta ríki Evrópu til að lögleiða kannabis.Þingmenn líta til norðurs Í Bandaríkjunum hafa níu ríki leyft notkun kannabis í afþreyingarskyni og rúmlega 30 ríki hafa leyft notkun efnisins í lækningaskyni. Þar að auki eru íbúar tveggja ríkja, Norður-Dakóta og Michigan, að fara að kjósa í næsta mánuði um að leyfa notkun kannabis í afþreyingarskyni. Forsvarsmenn kannabis-iðnaðarins í Bandaríkjunum óttast að missa af lestinni og að Kanada muni á endanum taka markaðinn alfarið yfir. Þó núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna þyki ekki líkleg til að vera í forsvari fyrir mögulega lögleiðingu kannabis þar hafa nokkrir þingmenn tjáð sig um stöðu landsins í þessum málum. Meðal þeirra er þingmaðurinn Ron Wyden sem er frá Oregon, þar sem notkun kannabis er leyfilegt í afþreyingarskyni. Hann segir að því lengur sem Bandaríkin bíði, því fleiri tækifærum til efnahagslegs ábata muni Bandaríkin missa af. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að hann myndi líklega styðja þingið, reyni þingmenn að slaka á lögunum varðandi kannabisefni í Bandaríkjunum. Hins vegar er Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Trump, harður andstæðingur kannabis og er hann andsnúinn lagabreytingum. Ástralía Holland Kanada Mexíkó Tengdar fréttir Kannabis orðið löglegt í Kanada Kannabis varð löglegt í Kanada á miðnætti í nótt að þeirra tíma og þar með varð landið annað ríkið í heiminum sem lögleiðir efnið að fullu, á eftir Úrúgvæ. 17. október 2018 07:27 Kannabis löglegt í Kanada á morgun Aldarlöng bannstefna líður undir lok. Forsætisráðherrann hefur staðið við kosningaloforð sitt. Kanada annað ríki heims til að lögleiða kannabisefni í afþreyingarskyni. Ítarlegar reglur gilda þó um neyslu, kaup, vörslu og ræktun kanna 16. október 2018 09:00 Trudeau fær sér ekki smók Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagðist í gær ekki ætla að reykja kannabis þótt það væri orðið löglegt í ríkinu. " 18. október 2018 08:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Kannabis varð löglegt að fullu í Kanada í gær og varð ríkið þar með annað landið í heiminum til að lögleiða efnið að fullu, á eftir Úrúgvæ, sem lögleiddi kannabis árið 2013. Fjöldi annarra ríkja gæti fylgt Kanada eftir í náinni framtíð en á undanförnum árum hefur víða verið slakað á lögum varðandi kannabis. Forsvarsmenn kannabis-iðnaðarins eru þegar byrjaðir að undirbúa sig fyrir lögleiðingu í öðrum löndum. „Þetta er sérstakur tími, ekki bara fyrir Kanada, heldur heiminn því ég er sannfærður um að heimurinn muni fylgja Kanada eftir,“ sagði Cam Battley, háttsettur starfsmaður fyrirtækisins Aurora Cannabis í Kanada, við AP fréttaveituna.„Við erum ekki þekkt fyrir að vera villt og klikkuð. Við erum þekkt fyrir góð stefnumál og ég held að þau muni fylgja okkur.“ Hann er nú á leið til Þýskalands á ráðstefnu fjárfesta þar sem kannabis-iðnaðurinn verðu til umræður. Þar á eftir fer hann til Ástralíu en notkun kannabis í lækningaskyni var leyfð þar árið 2016. Þar mun Battley ræða við forsvarsmenn fyrirtækja og þingmenn.Í undirbúningi í tvö ár Lög Kanada voru í undirbúningi í rúm tvö ár. Þau fela í sér að innri ríki landsins geta þróað eigin reglur varðandi notkun kannabis innan reglugerðar landsins. Til dæmis geta stök ríki sett aldurstakmark og ákveðið hvort að sala kannabis verði framkvæmd af einkaaðilum eða ríkjunum sjálfum. Þá má fólk eiga allt að þrjátíu grömm af kannabis fyrir hvert heimili og er ólöglegt að kaupa kannabis af aðilum sem hafa ekki söluleyfi. Þar að auki stendur til að náða fólk sem hefur verið dæmt fyrir smávægileg kannabis-tengd brot á undanförnum árum. Tugir þúsunda gætu verið náðaðir. Meðal þeirra ríkja sem þykja líkleg til að taka málið til skoðunar á næstunni eru Nýja Sjáland, Mexíkó, Holland og Ítalía.Víða slakað á lögumRíkisstjórn Nýja Sjálands tilkynnti í fyrra að notkun kannabis í lækningaskyni yrði leifð og að þjóðaratkvæðagreiðsla um lögleiðingu efnisins yrði haldin fyrir árið 2020. Árið 2009 var varsla smárra neysluskammta afglæpavædd í Mexíkó. Þá þykir ný ríkisstjórn Mexíkó, sem hefur ekki enn tekið við völdum, hliðholl lögleiðingu. Olga Sánchez Cordero, verðandi innanríkisráðherra, tók þátt í nokkrum af úrskurðum Hæstaréttar Mexíkó sem tryggði einstaklingum réttinn til að rækta kannabis til eigin notkunar, hefur gefið út að hún ætli að reyna að lögleiða kannabis. Andres Manuel Lopez Obrador, verðandi forseti Mexíkó, styður þær ætlanir en flokkur hans stjórnar báðum stigum þingsins í landinu.Hollendingar hafa lengi leyft sölu og neyslu kannabisefna á tilteknum sölustöðum í Amsterdam.Getty/Wolfgang KaehlerHollendingar skoða að ganga lengra Yfirvöld Hollands ákváðu að leyfa opnun svokallaðra kaffihúsa, sem selja kannabis, í Amsterdam á áttunda áratugnum. Markmiðið var að reyna að halda notendum frá fíkniefnasölum sem selji harðari fíkniefni en kannabis er enn ólöglegt annars staðar í Hollandi. Söluaðilar í Amsterdam hafa þó kvartað lengi yfir því að þar sem ræktun og framleiðsla efnisins er ólögleg í Hollandi þurfi þeir að leita til glæpasamtaka til að nálgast kannabis til sölu. Þetta gæti verið að breytast. Yfirvöld Hollands hafa samþykkt tilraunaverkefni þar sem sérstökum framleiðanda kannabis verður leyft að selja efnið í sex til tíu borgum landsins. Hæstiréttur Suður-Afríku komst að þeirri niðurstöðu að fullorðnir íbúar megi rækta og neyta kannabis í einrúmi. Þó landið sé talið mjög íhaldssamt segja sérfræðingar að lögleiðing kannabis í Kanada hafi opnað dyrnar á frekari umræðu þar um mögulega lögleiðingu.Ítalía gæti komið á óvart Málsvarar lögleiðingar hafa barist fyrir lögleiðingu kannabis í Ítalíu um árabil en án árangurs. Hins vegar hefur frumvarp um lögleiðingu verið á flakki um þinghús landsins í tvö ár. Enn sem komið er hefur það ekki notið stuðnings nægjanlega margra þingmanna. Lögleiðing kannabis í Kanada gæti þó haft áhrif á viðhorf þingmanna. Steve Rolles, greinandi hjá bresku samtökunum Transform, sem berjast fyrir breytingum á lögum um kannabis, segir að Ítalía gæti komið öllum á óvart og verið fyrsta ríki Evrópu til að lögleiða kannabis.Þingmenn líta til norðurs Í Bandaríkjunum hafa níu ríki leyft notkun kannabis í afþreyingarskyni og rúmlega 30 ríki hafa leyft notkun efnisins í lækningaskyni. Þar að auki eru íbúar tveggja ríkja, Norður-Dakóta og Michigan, að fara að kjósa í næsta mánuði um að leyfa notkun kannabis í afþreyingarskyni. Forsvarsmenn kannabis-iðnaðarins í Bandaríkjunum óttast að missa af lestinni og að Kanada muni á endanum taka markaðinn alfarið yfir. Þó núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna þyki ekki líkleg til að vera í forsvari fyrir mögulega lögleiðingu kannabis þar hafa nokkrir þingmenn tjáð sig um stöðu landsins í þessum málum. Meðal þeirra er þingmaðurinn Ron Wyden sem er frá Oregon, þar sem notkun kannabis er leyfilegt í afþreyingarskyni. Hann segir að því lengur sem Bandaríkin bíði, því fleiri tækifærum til efnahagslegs ábata muni Bandaríkin missa af. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að hann myndi líklega styðja þingið, reyni þingmenn að slaka á lögunum varðandi kannabisefni í Bandaríkjunum. Hins vegar er Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Trump, harður andstæðingur kannabis og er hann andsnúinn lagabreytingum.
Ástralía Holland Kanada Mexíkó Tengdar fréttir Kannabis orðið löglegt í Kanada Kannabis varð löglegt í Kanada á miðnætti í nótt að þeirra tíma og þar með varð landið annað ríkið í heiminum sem lögleiðir efnið að fullu, á eftir Úrúgvæ. 17. október 2018 07:27 Kannabis löglegt í Kanada á morgun Aldarlöng bannstefna líður undir lok. Forsætisráðherrann hefur staðið við kosningaloforð sitt. Kanada annað ríki heims til að lögleiða kannabisefni í afþreyingarskyni. Ítarlegar reglur gilda þó um neyslu, kaup, vörslu og ræktun kanna 16. október 2018 09:00 Trudeau fær sér ekki smók Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagðist í gær ekki ætla að reykja kannabis þótt það væri orðið löglegt í ríkinu. " 18. október 2018 08:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Kannabis orðið löglegt í Kanada Kannabis varð löglegt í Kanada á miðnætti í nótt að þeirra tíma og þar með varð landið annað ríkið í heiminum sem lögleiðir efnið að fullu, á eftir Úrúgvæ. 17. október 2018 07:27
Kannabis löglegt í Kanada á morgun Aldarlöng bannstefna líður undir lok. Forsætisráðherrann hefur staðið við kosningaloforð sitt. Kanada annað ríki heims til að lögleiða kannabisefni í afþreyingarskyni. Ítarlegar reglur gilda þó um neyslu, kaup, vörslu og ræktun kanna 16. október 2018 09:00
Trudeau fær sér ekki smók Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagðist í gær ekki ætla að reykja kannabis þótt það væri orðið löglegt í ríkinu. " 18. október 2018 08:00