Ástandið versnar enn í Jemen og milljónir eru í hættu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. október 2018 08:15 Líkurnar á hungursneyð í hafnarborginni Hodeidah í Jemen aukast dag frá degi. Þetta jemenska barn þjáist af vannæringu. vísir/getty „Milljónir örvæntingarfullra barna og fjölskyldna víðs vegar í Jemen gætu senn verið án matar, vatns og hreinlætisvara vegna versnandi efnahagsástands og linnulauss ofbeldis í hafnarborginni Hodeidah,“ sagði Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF, í yfirlýsingu í gær. Hún sagði að samspil þessara tveggja þátta yki líkurnar á því að ástand, sem nú þegar er slæmt, versni enn frekar. Að sögn Fore eru vatns- og skólpkerfi borgarinnar að hruni komin vegna ört hækkandi eldsneytisverðs. Það þýðir að stór hluti fyrrnefndra barna og fjölskylda gæti verið í enn meiri hættu. „Ástandið gæti leitt til þess að faraldur brýst út og vannæring eykst.“ Þannig aukast sömuleiðis líkurnar á hungursneyð. „Að okkar mati munu 1,2 milljónir til viðbótar vera í sárri vatnsþörf brátt og líklega mun sú tala hækka á næstu dögum.“ Nú þegar búa 18,5 milljónir Jemena við lítið sem ekkert matvælaöryggi og sú tala fer hækkandi. „Þessar aðstæður, sem eru hrikalegar einar og sér, fara versnandi vegna ástandsins í Hodeidah þar sem átökin ógna lífi barna og flutningi eldsneytis og neyðarbirgða til Jemena. Ef ráðist er á höfnina og hún sködduð eða sett í herkví gætu fjórar milljónir barna til viðbótar þurft að búa við sáran skort.“ Íslandsdeild UNICEF hefur staðið fyrir neyðarsöfnun fyrir jemensk börn frá því í maí. Að því er kemur fram í tölvupósti frá UNICEF á Íslandi til Fréttablaðsins hafa sextán milljónir safnast. Enn er hægt að senda SMS-ið Jemen í númerið 1900 og gefa þannig 1.900 krónur. Birtist í Fréttablaðinu Jemen Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira
„Milljónir örvæntingarfullra barna og fjölskyldna víðs vegar í Jemen gætu senn verið án matar, vatns og hreinlætisvara vegna versnandi efnahagsástands og linnulauss ofbeldis í hafnarborginni Hodeidah,“ sagði Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF, í yfirlýsingu í gær. Hún sagði að samspil þessara tveggja þátta yki líkurnar á því að ástand, sem nú þegar er slæmt, versni enn frekar. Að sögn Fore eru vatns- og skólpkerfi borgarinnar að hruni komin vegna ört hækkandi eldsneytisverðs. Það þýðir að stór hluti fyrrnefndra barna og fjölskylda gæti verið í enn meiri hættu. „Ástandið gæti leitt til þess að faraldur brýst út og vannæring eykst.“ Þannig aukast sömuleiðis líkurnar á hungursneyð. „Að okkar mati munu 1,2 milljónir til viðbótar vera í sárri vatnsþörf brátt og líklega mun sú tala hækka á næstu dögum.“ Nú þegar búa 18,5 milljónir Jemena við lítið sem ekkert matvælaöryggi og sú tala fer hækkandi. „Þessar aðstæður, sem eru hrikalegar einar og sér, fara versnandi vegna ástandsins í Hodeidah þar sem átökin ógna lífi barna og flutningi eldsneytis og neyðarbirgða til Jemena. Ef ráðist er á höfnina og hún sködduð eða sett í herkví gætu fjórar milljónir barna til viðbótar þurft að búa við sáran skort.“ Íslandsdeild UNICEF hefur staðið fyrir neyðarsöfnun fyrir jemensk börn frá því í maí. Að því er kemur fram í tölvupósti frá UNICEF á Íslandi til Fréttablaðsins hafa sextán milljónir safnast. Enn er hægt að senda SMS-ið Jemen í númerið 1900 og gefa þannig 1.900 krónur.
Birtist í Fréttablaðinu Jemen Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira